Fréttablaðið - 24.10.2002, Side 10

Fréttablaðið - 24.10.2002, Side 10
10 24. október 2002 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS VIÐSKIPTI ÍFréttablaðinu í dag er sagt fráfjárhagsvandræðum meðferðar- heimilisins Byrgisins og ákvörðun Jóhannesar Jónssonar í Bónus og Jakúp Purkhus í Rúmfatalagern- um um að hlaupa þar undir bagga. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá erfðaskrá Sonju Zorrilla. Þar ánafn- aði Sonja megninu af miklum auðæf- um sínum til sjóðs til styrktar lang- veikum börnum. Í sama blaði var sagt frá 25 milljóna króna framlagi Jóhannesar í Bónus til skjólstæð- inga Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur. Fyrir skömmu svöruðu stjórnendur Búnaðarbankans og Vífilfells ákalli Stefáns Karls Stef- ánssonar um stuðning við Regn- bogabörn, þolendur eineltis. Sú trú hefur vaxið á undanförn- um áratugum að það sé opinberra aðila að sjá um flest mál í samfé- laginu. Það þykir orðið hallæris- legt að beina kröfum sínum inn í samfélagið. Hið rétta er að beina þeim að ríkisvaldinu. Þörf stjórn- málamanna fyrir hlutverk – helst sem mikilvægast hlutverk – hefur ýtt mjög undir þessa þróun. Þeim er ekkert óviðkomandi. Ef frétta- menn stilla þeim upp við tré í garð- inum heima hjá þeim og beina að þeim myndavél og hljóðnema eru þeir tilbúnir að tjá sig um nauðsyn samræmdrar áætlunar stjórn- valda til stuðnings öllu mögulegu og ómögulegu. Og það er eins og almenningi finnist þetta þægilegt fyrirkomulag. Ríkið reddar þessu – jafnvel þótt vandinn sé langt utan seilingarfjarlægðar fyrir ríkið; heimilisofbeldi, agaleysi barna. Það er áhyggjulaust að láta ríkið klípa duglega af laununum um hver mánaðamót og leggja dug- lega ofan á allar nauðsynjar og treysta því að það sjái þá um það sem aflaga fer í samfélaginu. Þetta fyrirkomulag er hins veg- ar ómögulegt fyrir alla aðila. Ríkið er sálarlaust batterí sem finnur ekki hvar neyðin er sárust. Það er auk þess einkar lagið við að veita litla aðstoð með ærnum tilkostn- aði. Það gagnast því illa þeim sem eru hjálparþurfi. Og fólkið í land- inu, sem afsalar sér helmingi af ráðstöfunartekjum sínum til að halda uppi ríkiskerfinu, situr eftir með þá tilfinningu að samfélagið sem það lifa í komi því í raun ekk- ert við. Framlög einstaklinga og fyrir- tækja til samfélagsmála á undan- förnum dögum er vonandi ekki stök gusa. Vonandi munu fleiri fara að dæmi þeirra. Og vonandi leiðir það til þess að samfélaginu vaxi kjarkur til að takast sjálft á við þessi mál án afskipta ríkis- valdsins. Og krefjast aftur umráða yfir fjármununum sem hingað til hafa farið í skatta.  Samfélagið taki yfir hlutverk ríkisvaldsins skrifar um rausnarlegar gjafir einstak- linga og fyrirtækja til samfélagsmála. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON PHARMACO Í SERBÍU Einkavæð- ingarnefnd Serbíu hefur boðið Pharmaco til viðræðna um kaup á meirihluta hlutafjár í serbnesku lyfjaverksmiðjunni Zdravlje Leskovac. Pharmaco var eina fyrirtækið sem bauð í verksmiðj- una. SPÁ GÓÐRI AFKOMU Flugleiða- menn gera ráð fyrir að góð af- koma hafi verið af rekstri fyrirtækisins í september. Sæta- framboð hafi minnkað um 9,9 prósent en sætanýting batnað um 4,8% milli ára. Níu mánaða upp- gjör verður birt 9. nóvember. JAKARTA,INDÓNESÍU,AP Yfirvöld í Indónesíu hafa látið teikna and- litsmyndir af þremur mönnum sem eru grunaðir um aðild að sprengingunni á Balí fyrir ellefu dögum síðan þeg- ar tæplega 200 manns létu lífið. Myndirnar verða aðeins notaðar af lögreglunni í land- inu og verður þeim ekki dreift til almennings nema mennirnir verði opinber- lega lýstir grunaðir um verknað- inn. Allir mennirnir eru Indónesíubúar. Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um mennina, þar á meðal hvaða trúarflokki þeir tilheyri. Bandaríkin lýstu því yfir í gær að samtökin Jemaah Islamiyah, sem grunuð eru um að hafa stað- ið á bak við sprenginguna, verði framvegis flokkuð sem hryðju- verkasamtök. Þar með verður það ólöglegt að veita þeim fjár- framlög auk þess sem meðlimir þeirra geta ekki fengið vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. Samtökin, sem eru starfrækt víðs vegar um Suðaustur-Asíu, vilja að stofnað verði íslamskt ríki úr löndunum Indónesíu, Malasíu, Singapore og suðurhluta Filippseyja. Lögreglan í Indónesíu, sem handtók Abu Bakar Bashir, and- legan leiðtoga samtakanna, í síð- ustu viku, ætlar ekki að yfir- heyra hann fyrr en hann hefur náð sér af veikindum sem hafa hrjáð hann undanfarið. Hann er ekki grunaður opinberlega um sprenginguna á Balí. Hann er hins vegar grunaður um aðild að sprengingum í Indónesíu á jólun- um árið 2000 þegar 19 fórust. Auk þess er hann grunaður um að hafa ætlað sér að myrða Megawati, forseta Indónesíu. Ríkisstjórn Ástralíu mun að öllum líkindum auka útgjöld sín til hernaðar- og öryggismála í kjölfar sprengingarinnar á Balí, en meirihluti þeirra sem létust voru Ástralar. Svo gæti farið að hersveitir verði sendar til Indónesíu og nálægra landa í bar- áttunni gegn hryðjuverkum.  Þrír grunaðir um sprenginguna á Balí Lögreglan í Indónesíu hefur látið teikna andlitsmyndir af mönnunum. Bandaríkin hafa flokkað samtökin Jemaah Islamiyah sem hryðjuverka- samtök. Ástralar ætla að auka hernaðarútgjöld sín. BORINN TIL GRAFAR Fjölskylda Made Wijaya frá Balí, sem fórst í sprengingunni þann 12. október, hafði myndir af honum meðferðis er hann var borinn til grafar síðastliðinn þriðjudag. Tæplega 200 manns fórust í sprenging- unni, flestir erlendir ferðamenn. AP /M YN D Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar um mennina, þar á meðal hvaða trúarflokki þeir tilheyri.           !"# $%# %&'' (&')  %*+++, $  , -. /  .   01 /2      34    . 3 "    5     56      /77   89 % 48 $# .  :  9 # /77   896  48"88 #       ALÞINGI Frumvarp til raforku- laga verður eitt af stóru mál- unum í vetur segir Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokks- formaður Samfylkingar. „Við höfum gert nokkrar tilraunir til að ræða það en ríkisstjórn- inni hefur gengið illa að koma því í endanlegan bún- ing.“ Bryndís gerir einnig ráð fyrir mikilli umræðu um afleiðingarnar af skatta- breytingum ríkisstjórnarinn- ar. Úttekt ASÍ hefði sýnt að breytingarnar hefðu verið í þágu hinna tekjuhærri og eignameiri. Evrópumálin ættu að vera áfram í umræðunni, segir Bryndís og vísar til póstkosningar Samfylkingar og áframhaldandi umræðu á vettvangi ASÍ.  HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Gegnir störfum ráðherra þrátt fyrir veikindi. Halldór Ásgrímsson: Ráðherra á batavegi VEIKINDI Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra dvelur enn á sjúkra- húsi eftir aðgerð sem hann gekkst undir vegna staðbundins meins í blöðruhálskitli 15. október síðast- liðinn. Aðgerðin gekk vel og án hliðarverkanna og er ráðherrann á góðum batavegi. Halldór Ás- grímsson hefur gegnt ráðherra- störfum sínum af sjúkrabeði og tekið þar allar þær ákvarðanir sem þótt hefur þurfa. Ekki er vit- að hversu lengi enn utanríkisráð- herra verður á sjúkrahúsi en að lokinni dvöl þar tekur við hvíld og eðlileg endurhæfing.  Þingflokksformaður Samfylkingar: Raforka og skattabreytingar BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Raforkulög, afleiðingar skattabreytinga og Evrópumál eru meðal þeirra mála sem mest verður rætt um. Áfyrsta almenna starfsdegi Al-þingis mælti undirrituð fyrir til- lögu til þingsályktunar um að rann- sakaðar yrðu orsakir hins háa mat- vælaverðs hér á Íslandi. Að skoða eigi skilyrði matvælaframleiðslu hérlendis og það umhverfi sem inn- flutningi og verslun væri búin sam- anborið við önnur Norðurlönd. Ástæða tillögunnar var svar for- sætisráðherra við fyrirspurn minni á síðasta þingi um þróun matvæla- vísitölunnar en í því svari kom fram að vísitalan hjá okkur og Norðmönnum hefur skautað upp úr öllu valdi á liðnum árum miðað við hin Norðurlöndin en þessi tvö lönd standa utan Evrópusambandsins. Áhugavert er því jafnframt að vita hvort ólík tenging við Evrópusam- bandið ráði verðlagi en það er þó ekki inntak tillögunnar. Íslendingar taka þátt í viðamik- illi könnun sem nær hverju sinni yfir 3 ár og tekur til 31 ríkis. Þær samanburðartölur eru teknar út frá viðmiði við meðaltal 15 Evrópu- sambandslanda. Norrænn saman- burður matarverðs í tillögu minni er unninn út frá slíkri könnun en veigamesta staðreyndin er þróun matvælavísitölunnar sem reyndar tók heljarstökk milli áranna 2000 og 2001. Í kjölfarið hefur góð umræða farið fram í þjóðfélaginu um matar- verðið en þó ber á því að fólk telji að matarumræðan snúist um gagn- rýni forsætisráðherra í garð Baugs eða andúð Halldórs Blöndals á Sam- keppnisstofnun. Málið er miklu stærra. Við verð- um að þekkja alla þætti þess og hverjir þeirra eru öðruvísi en hjá nágrannaþjóðunum og þá er mögu- leiki að grípa til aðgerða. Dettum ekki í þröngsýna um- ræðu. Málið er allt of stórt til þess.  Matarverð er allt of hátt Rannveig Guðmundsdóttir skrifar: „Og það er eins og al- menningi finn- ist þetta þægi- legt fyrirkomu- lag. Ríkið redd- ar þessu.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.