Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 6
6 7. nóvember 2002 FIMMTUDAGUR ALÞINGI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 87.17 0.06% Sterlingspund 135.88 -0.29% Dönsk króna 11.69 -0.52% Evra 86.88 -0.50% Gengisvístala krónu 130,08 -0,12% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 259 Velta 3.651 milljónir ICEX-15 1.308 -0,64% MESTU VIÐSKIPTI Hampiðjan hf. 98.378.364 Búnaðarbanki Íslands hf. 82.433.719 Íslandsbanki hf. 77.270.400 MESTA HÆKKUN Íslandssími hf. 4,48% Skýrr hf. 3,77% Bakkavör Group hf. 2,73% MESTA LÆKKUN Íslenska Járnblendifélagið hf. -21,43% Hampiðjan hf. -4,65% Baugur Group hf. -3,03% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8709,2 0,40% Nsdaq*: 1406 0,30% FTSE: 4124,6 -0,50% DAX: 3376,7 0,80% Nikkei: 8953,3 0,20% S&P*: 918,6 0,30% VILL RÚV Á SUÐURLAND Ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknar- flokki, hvatti Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sett yrði upp sér- stök starfsstöð Ríkisútvarpsins í nýju Suðurkjördæmi. LÖNG BIÐ EFTIR MENNINGAR- HÚSUM Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, lýsti furðu sinni á miklum drætti á því að menningarhús á landsbyggð- inni risu, tæp fjögur ár væru lið- in frá því húsunum var lofað án þess að eitt einasta þeirra væri risið. Menntamálaráðherra sagði málið komið í gang, bygging hús- anna hefði þó alltaf verið tengd sölu ríkiseigna. TALSMAÐUR Talsmaður indónesísku lögreglunnar, Prasetyo að nafni, ræðir við fréttamenn í Jakarta í gær. Rannsókn á sprengingunni stendur yfir. Sprengingin á Balí: Tíu manns yfirheyrðir JAKARTA, INDÓNESÍU, AP Að minnsta kosti tíu manns hafa verið yfir- heyrðir hjá lögreglunni á Indónesíu vegna sprengingarinn- ar á Balí í síðasta mánuði sem varð rúmlega 180 manns að bana. Á meðal þeirra eru tveir menn sem handteknir voru í fyrradag. Komið hefur í ljós að annar mann- anna, sem handtekinn var með fölsuð skilríki, átti engan þátt í sprengingunni. Um 120 lögreglumenn hafa tekið þátt í rannsókn málsins und- anfarnar vikur. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á verknaðinum á hendur sér.  TVEIR ÍSRAELAR SKOTNIR Palestínskur vígamaður skaut tvo Ísraelsmenn til bana í byggð gyð- inga á Gaza-svæðinu. Ísrael- arnir voru að störfum í gróður- húsi þegar skotárásin átti sér stað. PITT SAGÐI AF SÉR Harvey Pitt, yfirmaður Fjármálaeftirlitsstofn- unar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Pitt tók við starfinu fyrir aðeins einu ári síðan en hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir meðhöndlun sína á þeim fjár- málahneykslum sem gengið hafa yfir bandarískt viðskiptalíf und- anfarið ár. ÓVISSA Í TYRKLANDI Enn ríkir mikil óvissa í Tyrklandi um hver verði næsti forsætisráðherra landsins. Kosningum þar í landi lauk fyrir þremur dögum síðan. Samkvæmt stjórnarskránni má sigurvegari kosninganna, Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi Réttlæt- is- og þróunarflokksins, ekki gegna starfinu. ERLENT INNLENT VILJA VEGRIÐ Á GEMLUFALLS- HEIÐI Um átta hundruð manns hafa skrifað nafn sitt á undir- skriftalista þar sem farið er fram á að sett verði upp vegrið á Gemlufallsheiði vegna slysa- hættu. Forsvarsmönnum Vega- gerðarinnar á Ísafirði hefur verið afhentur listinn. bb.is Lestarslys í Frakklandi: Tólf fórust og níu slösuðust NANCY, FRAKKLANDI, AP Tólf manns fórust og níu slösuðust þegar eld- ur kom upp í miðnæturhraðlest sem var á leið í gegnum borgina Nancy í Frakklandi. Talið er að bilun tengd rafmagni í hitunar- kerfi lestarinnar hafi valdið slys- inu. 150 farþegar voru um borð í lestinni, sem var á leið til Austur- ríkis þegar atvikið átti sér stað. Sex karlar, fimm konur og eitt barn fórust, flest af völdum reyk- eitrunar. Að sögn þýska utanrík- isráðuneytisins voru fjórir hinna látnu Þjóðverjar. Hinir slösuðu, fjórir Þjóðverjar, tveir Bretar og tveir Frakkar, eru ekki taldir í lífshættu. Mannskæð lestarslys eru fá- tíð í Frakklandi. Lestakerfi landsins er talið eitt það besta í heiminum og margar aðrar þjóð- ir hafa tekið það sér til fyrir- myndar.  AP /M YN D SLÖKKVISTARF Slökkviliðsmenn að störfum við lestina í Frakklandi í gær. Lestakerfi Frakklands hefur löngum verið talið eitt það besta í heiminum. AP /M YN D BÖRN Mál tengd drengnum sem tekinn var með 13 grömm af kannabisefnum við sjoppu á Blönduósi í fyrradag hafa ekki áður komið inn á borð Barnavernd- arstofu. Bragi Guð- brandsson, for- stjóri stofnunarinn- ar, segir að líklega verði sótt um með- ferðarvistun fyrir hann, en hann dvel- ur nú á lokaðri deild á meðferðar- heimilinu Stuðlum. „Til þess að geta sótt um meðferð fyrir barn þarf samþykki forsjáraðila, foreldra,“ segir Bragi. „Það þekkist að þetta samþykki fáist ekki, en það er fátítt. Meginreglan er sú að for- eldrum er umhugað um að koma börnunum sínum í meðferð, en ef það er verulegur vandi hjá foreld- unum og þeir kannski í neyslu hafa þeir neitað því. Þá stendur barnaverndarnefnd frammi fyrir því að láta annað hvort kyrrt liggja í bili og fylgjast með eða að fara út í sviptingarúrskurð.“ Á Stuðlum er meðal annars neyðarvistun, þar sem hægt er að vista börn fyrirvaralaust að beiðni barnaverndarnefnda eða lögreglu. Hægt er að halda barni þar í allt að 14 daga. Á þeim tíma á viðkomandi barnaverndarnefnd að vera búin að gera áætlun um það hvernig best sé að koma barn- inu til hjálpar. Það getur verið sent á meðferðarstofnun eða heim til sín, þar sem það fær þá stuðn- ing frá ráðgjöfum eða sálfræðing- um. Bragi segir að margar ástæður geti legið að baki vanda barna sem lendi í álíka ógöngum og þessi 13 ára drengur hafi gert. „Þó vandinn birtist í vímuefna- neyslu er ekki þar með sagt að hún sé raunverulega aðalvanda- málið. Margs konar önnur atriði geta komið til. Barnið getur gre- inst með athyglisbresti, ofvirkni eða misþroska. Það getur hafa sætt kynferðisofbeldi og þá er neyslan bara aðferð til að deyfa sársaukann. Þá geta einnig verið mikil vandamál inni á heimilinu.“ Bragi segir að þegar um sé að ræða börn í vanda sé auðvitað æskilegast að reyna að leysa vandann án þess að þurfa að grípa til róttækra aðgerða eins og lang- tímameðferðar á stofnun. Barna- verndarnefnd beri alltaf að beita vægustu úrræðum sem líklegt þykir að dugi. Stundum sé vand- inn hins vegar svo stór að ekkert annað úrræði sé til en að senda barnið í langtímameðferð eða svo- kallað enduruppeldi. trausti@frettabladid.is STJÓRNMÁL Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna prófkjörsbaráttu fram- bjóðanda sem vill hafa mikið við og stefnir á eitt- hvert af efstu sætum flokkana sé á bilinu 2-3 milljónir króna: „Þessi kostnaður á ekki við um alla en gæti hæglega verið réttur hjá þeim sem mest í leggja,“ segir Halldór Guðmunds- son, framkvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar Hvíta hússins, en Halldór gjörþekkir auglýsinga- mennsku sem fylgir kosningum og hefur ráðlagt frambjóðendum í þeim efnum um árabil. „Hins veg- ar er það þannig að í pólitík mega hlutirnir helst ekki kosta neitt. Menn virkja vini og vandamenn mikið til verka,“ segir hann. Frambjóðendur sem tóku þátt í prófkjörum fyrir síðustu Alþingis- kosningar eru margir hverjir að ljúka greiðsl- um á lánum sem þeir tóku þá. Og nú þarf að byrja upp á nýtt. Ef frambjóðandi tekur óverðtryggt neytendalán á tólf prósenta vöxt- um til að fjármagna kosningabar- áttu sína þarf hann að greiða tæp- ar 80 þúsund krónur á mánuði út allt kjörtímabilið ef miðað er við jafnar greiðslur: „Þetta getur ver- ið þungur baggi fyrir venjulegan launamann,“ segir Halldór.  PRÓFKJÖR Kostnaður getur verið þungur baggi fyrir venjulegan launamann. Prófkjörsbarátta á 3 milljónir króna: 80 þúsund á mánuði allt kjörtímabilið BÖRN Í VANDA Á Stuðlum er meðal annars neyðarvistun, þar sem hægt er að vista börn fyrirvaralaust að beiðni barnaverndarnefnda eða lögreglu. Hægt er að halda barni þar í allt að 14 daga. Á þeim tíma á viðkomandi barnaverndarnefnd að vera búin að gera áætlun um það hvernig best sé að koma barninu til hjálpar. Samþykkja ekki alltaf meðferð barna „Barnið getur greinst með athyglisbresti, ofvirkni eða misþroska. Það getur hafa sætt kynferðis- ofbeldi og þá er neyslan bara aðferð til að deyfa sárs- aukann.“ Dómsmálaráðherra: Engar leyni- löggur ALÞINGI Engin áform eru uppi um að setja á fót leynilögreglu að er- lendri fyrirmynd, sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi. Ögmundur Jónasson, Vinstri- grænum, spurðist fyrir um fyrir- ætlanir stjórnvalda. Hann lýsti efasemdum um ágæti þess að stjórnvöld gætu fylgst of náið með þegnunum, slíkar heimildir hefðu víða verið misnotaðar. Sólveig sagði að nú þegar væru heimildir til að hafa eftirlit með fólki. Skýrari ramma skorti þó um starfsemina og hvernig skyldi haga eftirliti með slíkri starfsemi.  VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 22. 1. 2. 3. Fjármál Raufarhafnarhrepps hafa verið til umfjöllunar. Hvað heitir núverandi sveitarstjóri? Hvað heitir húsið sem Kári Stefánsson hefur keypt? Hversu mikið er talið að S-hópur- inn borgi fyrir væntanlegan hlut í Búnaðarbankanum? Barnaverndaryfirvöld þurfa samþykki foreldra til þess að senda börn á meðferðarstofnun. Forstjóri Barnaverndarstofu segir dæmi um að for- eldrar neiti. Vímuefnaneysla barna sé ekki alltaf aðalvandamálið. Jóhanna í forystusæti Jóhanna nær árangri! Sími: 690-6666, 864-6700 Jóhanna Sigurðardóttir er einstæður stjórnmála- maður. Hún hefur ótrauð staðið vörð um grund- vallargildi velferðarsam- félagsins, kjarna jafnaðar- stefnunnar. Hún nýtur fádæma vinsælda og trausts, enda hafa fáir stjórnmálamenn staðið vaktina betur í þágu íslensks almennings.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.