Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 07.11.2002, Qupperneq 13
13FIMMTUDAGUR 7. nóvember 2002 fiakkargjör›arhátí› Gauja litla í Loftkastalanum sunnudaginn 10. nóvember kl. 17:00 Gaui litli mun í máli og myndum rekja sögu sína sí›ustu 6 árin og uppl‡sa margt sem ekki hefur liti› dagsins ljós til flessa. Gaui litli mun láta allt flakka og fletta ofan af Vambarpúkanum. Fjölbreytt dagskrá Tískus‡ning Naglasnyrtikynning Árangurskynning Kynning á n‡jungum næstu námskei›a Léttar veitingar Allir gestir ver›a leystir út me› gjöfum Frítt inn fyrir alla á me›an húsrúm leyfir. Komi› og veri› me› og taki› me› ykkur gesti ! Skráning er hafin á hinum vinsælu 8 vikna unglinganámskei›um Gauja litla. N‡ unglinganámskei› a› hefjast Eitt ver› á öll námskei› 14.500 kr. fram í janúar 2003. Skráning og uppl‡singar í síma 561 8585 FÓTBOLTI Michael Owen, leikmaður Liverpool, lofar frammistöðu tán- ingsins Wayne Rooney hjá Everton og segist hlakka til að leika með honum í enska landsliðinu. „Roon- ey er frábær leikmaður. Hann var hetja í heimabæ sínum en nú vita allir á Englandi hver hann er. Næsta skref er að kynna hann fyr- ir alþjóð,“ sagði Owen um táning- inn snjalla. „Ég held að leiðin liggi bara upp á við hjá honum. En hann verður að fara varlega því leik- menn koma og fara og það er erfitt að vera meðal þeirra bestu.“ Líklegt þykir að Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lands, muni velja Rooney í lands- liðshópinn fyrir leiki gegn Dönum og Áströlum í febrúar. Að undanförnu hefur Rooney, sem er 17 ára, verið líkt við Owen enda sló sá síðarnefndi í gegn þeg- ar hann var á aldur við Rooney. Rooney hefur sannarlega slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur tvívegis skorað sigurmark liðsins, gegn Leeds og Arsenal, og fyrir vikið er Everton komið í toppbaráttuna.  Michael Owen: Lofar frammi- stöðu Rooney WAYNE ROONEY Er hetja hjá stuðningsmönnum Everton. Líklegt þykir að hann verði kallaður í landsliðshóp Englands í febrúar. FÓTBOLTI Jason McAteer, leikmað- ur Sunderland, segir að Roy Keane, fyrirliði Manchester United, eigi að gleyma því liðna og snúa aftur í írska landsliðið. Keane neitaði að leika undir stjórn Mick McCarthy landsliðs- þjálfara og hætti við þátttöku á heimsmeistaramótinu í Suður- Kóreu og Japan fyrr á þessu ári. Eftir að McCarthy sagði upp starfi sínu á þriðjudag lýsti Mc- Ateer því yfir að Keane væri vel- kominn aftur í landsliðshópinn. McAteer og Keane lentu í ágúst síðastliðnum í harðri rimmu þegar Sunderland og Manchester United léku í úrvalsdeildinni, en þau samskipti enduðu með því að Keane gaf þeim fyrrnefnda oln- bogaskot í andlitið. McAteer seg- ist ekki vera fúll út í landsliðsfyr- irliðann fyrrverandi. „Ég er mikill aðdáandi Roy Keane. Hann er leikmaður í heimsklassa og við högnumst á því að hafa hann í liðinu. Það hef- ur gengið á ýmsu milli okkar en þrátt fyrir það líkar mér vel við hann. Það sem fór okkar á milli er bara hluti af leiknum.“ McAteer lét þó ýmis orð falla í garð Keane eftir leikinn og sagð- ist meðal annars frekar kaupa sér geisladisk fyrir börn en að lesa nýútkomna ævisögu Keane. Hann sagði einnig að Keane hefði rifið höfuðið af sér ef dómarinn hefði ekki gengið á milli.  Jason McAteer: Fyrirgefur landsliðsfyrirliðanum Í HARÐRI RIMMU Jason McAteer og Roy Keane áttu í harðri rimmu í úrvalsdeildinni fyrr á þessu ári. Sá fyrr- nefndi hefur þó fyrirgefið fyrirliðanum. Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur Herrasloppar stuttir og síðir Sendum í póstkröfu! Gullbrá snyrtivöruverslun Nóatún 17, 105 Reykjavík Sími 5624217

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.