Fréttablaðið - 07.11.2002, Side 24
G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a
K i r k j u s a n d i • 1 5 5 R e y k j a v í k • w w w . g l i t n i r . i s • S í m i 4 4 0 4 4 0 0
Það er mikil gósentíð heimilda-mynda um þessar mundir. Heim-
ildamyndir um listamenn, erlendar
konur í íslenskri sveit og stúlku sem
tekur þátt í fegurðarsamkeppni, svo
bara séu nefndar frumsýningar allra
síðustu vikna. Þessar myndir eru að
vísu ekki farnar að slá við vinsælum
leiknum myndum í aðsókn en ganga
þó jafnvel vikum saman í bíó.
HEIMILDAMYNDIR dagsins í
dag eiga líka fátt sameiginlegt með
þeim myndum sem við áður kölluð-
um heimildamyndir. Þetta eru ekki
lengur fræðslumyndir með þreytu-
legum þuli, eins og við munum eftir
úr sjónvarpinu, heldur lifandi mynd-
ir af alveg sprelllifandi fólki. Stund-
um minna þær meira að segja á fjöl-
skyldumyndbönd, þar sem persónur
myndarinnar eru jafnvel í samræð-
um við tökumanninn.
OG VITI MENN, þetta viljum við
sjá. Því raunveruleikinn er oft bara
meira krassandi en skáldskapurinn
og hann kemur okkur við. Okkur
langar að vita hvað raunverulegt og
lifandi fólk er að hugsa og gera og
þessu miðlar góð heimildamynd.
Þegar vel tekst til þá eru þetta sann-
ar myndir og einlægar og maður
gengur út glaðari og fróðari en mað-
ur kom inn, með raunverulega upp-
lifun.
ÆVISÖGUR sem lengi hafa notið
mikilla vinsælda hér á landi eru að
vissu leyti af sama meiði og heim-
ildamyndirnar, þó meira í ætt við
þessar gömlu með þulunum. Á síð-
ustu misserum hefur hins vegar ný
bókmenntagrein í þessum raunveru-
leikaanda rutt sér til rúms, bækur
sem flytja sögur sem áður lifðu bara
í munnlegri geymd. Í fyrra voru
þjóðsögur úr samtímanum settar í
bók, sögur sem ganga manna á milli
hafa tilhneigingu til að aukast og
breytast í hvert sinn sem þær eru
sagðar. Í ár getum við svo lesið af
ævintýrum leigubílstjóra sem oft
virðast lygilegri en nokkur skáld-
skapur. Sömuleiðis eru komnar á
stóra bók sögur af upplifun kvenna
af fæðingum sínum – og hvað er
raunverulegra en koma nýrrar
mannveru í heiminn?
HEIMILDA- og munnmælabylgjan
er rétt að hefjast. Það er tilhlökkun-
arefni að fylgjast með því efni sem á
eftir að spretta á þessum frjóa akri.
Af nógu er að taka.
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
Steinunnar Stefánsdóttur
af allri innimálningu frá Jotun.
20-40% afsláttur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
16
9
1
0/
20
02
Málningardagar
Jotaproff 10 ltr
Lita, mála, lakka...
Aðeins
4.190 kr.
Raunverulegra
en skáldskapur