Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 1
FÓTBOLTI Merkasti sigurinn bls. 14 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 15. nóvember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 14 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FRUMSÝNING Stúdentaleikhúsið frum- sýnir leikritið Íbúð Soju eftir Mikh- ail Bulgakov í Vesturporti í kvöld. Saumastofa, fáklæddar sýningar- stúlkur og frændi úr glæpamanna- stétt. Skuggaleg iðja FUNDUR Bændasamtökin standa ásamt landeigendum að fundi um þjóðlendur og deiluefni sem hafa risið vegna þeirra. Fundurinn verð- ur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu og hefst klukkan 16. Þjóðlendur í Súlnasal HANDBOLTI Tveir leikir fara fram á Íslandsmóti karla í kvöld. Aftureld- ing tekur á móti KA í Mosfellsbæ og ÍBV sækir ÍR heim í Austur- bergi. Fimm leikir fara fram í kvennaboltanum. Haukar fá KA/Þór í heimsókn, Grótta/KR og FH eigast við á Seltjarnarnesi, Val- ur og Fram berjast á Hlíðarenda, Fylkir/ÍR mætir Víkingi í Fylkis- höll og ÍBV Stjörnunni í Vest- mannaeyjum. Sjö leikir í kvöld KÍNA Skoðanafrelsi ekki á dagskrá ÞINGHOLTIN Norski listmálarinn Odd Nerdrum mun innan tíðar flytja með fjölskyldu sína í gamla Borgarbókasafnið við Þingholts- stræti. Sveit iðnaðarmanna hefur undanfarna daga unnið við að gera húsið íbúðarhæft en ljóst er að Nerdrum ætlar sér ekki að gera veigamiklar breytingar á innviðum áður en hann flytur inn. Parkett- og dúklagningamenn hafa þó borið þar inn töluvert efni en mest ber á málurum sem þekja þar veggi í ýmsum litum. Sjálfur hefur Nerdrum verið staddur hér á landi og litið eftir verklagi sinna manna og í för með honum hafa verið tvö stálpuð börn hans. Odd Nerdrum keypti sem kunnugt er gamla Borgarbóka- safnið af Guðjóni Guðjónssyni í OZ en húsið hafði þá lengi staðið autt þar sem erfiðlega gekk að fjármagna hugmyndir Guðjóns um að reka þar frumkvöðlasetur fyrir börn. Nú mun hins vegar færast nýtt líf í húsið þegar Ner- drum mætir þar með sitt fólk ef marka má glaðlega liti sem þegar eru komnir á gamla veggi bóka- safnsins.  Gamla Borgarbókasafnið: Nerdrum að flytja inn FÖSTUDAGUR 228. tölublað – 2. árgangur bls. 4 AFMÆLI Bíður eftir stöðu hjá Stones bls. 28 REYKJAVÍK Norðanátt 3-8 m/s. skýjað með köflum. Frost all að 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG – – – – VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-10 Él 2 Akureyri 3-5 Él 3 Egilsstaðir 3-5 Él 5 Vestmannaeyjar 3-8 Skýjað 6 ➜ ➜ ➜ ➜ Reykjavíkurborg í veitingahúsarekstri Samtök ferðaþjónustunnar kvarta við borgarstjóra yfir Alþjóðahúsinu. Krefjast svara um hvers vegna Reykjavíkurborg standi í rekstri veitingahúss í miðborginni. Engin svör borist. MIÐBÆRINN Samtök ferðaþjónust- unnar hafa skrifað borgarstjóran- um í Reykjavík bréf og krafist svara við þeirri spurningu hvers vegna borgin sé að standa í veitinga- húsarekstri í mið- bænum í sam- keppni við fjöl- marga veitinga- menn sem þar standa á eigin fót- um. Er þarna átt við Alþjóðahúsið við Hverfisgötu, sem rekur veitingahús með alþjóðlegu ívafi. „Þessi rekstur var aldrei boð- inn út. Það er því ljóst að Reykja- víkurborg stendur á bak við rekst- urinn í veitingahúsinu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, og bendir á að Reykjavíkur- borg eigi 63 prósent í Alþjóðahús- inu og nágrannasveitarfélögin og Rauði krossinn afganginn. „Kostn- aður er því greiddur úr stórum og sameiginlegum potti borgarbúa,“ segir hún. Í bréfi Samtaka ferðaþjónust- unnar til borgarstjórans er spurt hvort Reykjavíkurborg ætli að halda áfram rekstri veitingahúss á þessum stað í samkeppni við önnur veitingahús á svæðinu: „Þetta er eins og hvert annað veit- ingahús og meira að segja opið til klukkan þrjú að nóttu um helgar. Ég hef ekki orðið vör við að skort- ur væri á veitingahúsum í mið- bænum þannig að það getur ekki verið eðlilegt að Reykjavíkurborg bætist þar í hóp fjölmargra veit- ingamanna sem þar stunda slíkan rekstur. Borgin hlýtur að hafa margt betra við fjármuni sína að gera,“ segir Erna Hauksdóttir sem enn hefur ekki fengið svar við bréfi sínu til borgarstjórans um veitingahúsareksturinn í Al- þjóðahúsinu við Hverfisgötu. Veitingarnar í Alþjóðahúsinu njóta sívaxandi vinsælda enda matur fram borinn frá fjölmörg- um þjóðlöndum. Þá er verði mjög stillt í hóf og hefur það enn aukið vinsældir veitingastaðar- ins. eir@frettabladid.is „Þetta er eins og hvert ann- að veitingahús og meira að segja opið til klukkan þrjú að nóttu um helgar.“ BRUGÐUST SKJÓTT VIÐ Eldur kom upp í Umbúðamiðstöðinni við Héðinsgötu í Reykjavík á sjötta tímanum í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, enda mikill eldsmatur í húsinu. Starfsmenn brugðust skjótt við og voru langt komnir með að slökkva þegar slökkvilið kom á staðinn. Að sögn Bjarna Lúðvíkssonar framkvæmdastjóra virkuðu allar eldvarnir sem skyldi og því engar skemmdir í verksmiðjunni sjálfri. Talið er að eldurinn hafi komið upp við rafmótor við pappírstætara á lager Umbúðamiðstöðvarinnar. Bjarni Lúðvíksson taldi skemmdir í lágmarki en unnið var að því að reykræsta húsið í gærkvöldi. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 24% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á föstudögum? 62% 69% Undirbúðu jólin GAMLA BORGARBÓKASAFNIÐ Líf og fjör ef marka má glaðlega liti á veggjum. ALÞJÓÐAHÚSIÐ Alþjóðlegur veitingastaður við Hverfisgötu í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. FR ÉT TA B LA Ð I/ B IL LI ÞETTA HELST Þýski togarinn Uhno RE erskráður sem skemmtibátur hjá Siglingastofnun og er nú á siglingu frá Þýskalandi til Kúvæt. Í fimm manna áhöfn skipsins eru íslenskur skipstjóri og íslenskur yfirvélstjóri. bls 2. Kostnaður vegna verkefna semÞjóðhagsstofnun sinnti áður verður um 50 milljónum króna meiri á næsta ári en gert var ráð fyrir að rekstur stofnunarinnar hefði kostað allt þetta ár. bls. 6.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.