Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 33
Nú liggur fyrir Alþingi Íslendingafrumvarp um breytingar á laga- ákvæðum um Lífeyrissjóð sjómanna. Þetta frumvarp fjallar um breytingu (les: skerðingu) á lífeyrisréttindum vegna þess að svokölluð „neikvæð ávöxtun“ hefur leitt til þess að sjö og hálfan milljarð króna vantar upp á að sjóðurinn eigi fyrir þeim trygg- ingum sem sjóðfélagar hafa verið að kaupa af honum með mánaðarlegum afborgunum. ÞETTA er auðvitað til mikillar fyrir- myndar. Það væri leiðindamál ef sjóðurinn kláraðist allt í einu og rynni í botnlausa vasa sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir gegna nefnilega miklu mikilvægara hlutverki en svo að þeir sem þeim stjórna geti verið að gera sér grillur út af einhverjum smáaurum sem fólk eyðir hvort sem er mestan part í óþarfa. Hlutverk lífeyrissjóðanna er vitanlega að kaupa hlutabréf í hinum og þessum fyrirtækjum, hér heima og erlendis, og hlutverk þeirra sem stjórna líf- eyrissjóðum er að sjálfsögðu að spila Matador með annarra manna peninga, samkvæmt hagfræðikenn- ingunni „easy come – easy go“. ÞAÐ er því snjallræði að minnka skuldbindingar sjóðsins með ein- faldri lagasetningu svo að ekki verði vesen út af því að ávöxtunin hefur verið neikvæð tvö ár í röð. Enda vita flestir að kauphallir heimsins hafa ekki verið neinir gleðibankar síðustu árin, og enginn bati fyrirsjáanlegur nema Bússi drífi loksins í því að ráð- ast á Saddam. SJÁLFUR er ég fórnarlamb „nei- kvæðrar ávöxtunar“ því að peningar sem lenda í mínum höndum öðlast þá náttúru að gufa upp og hverfa út í buskann í stað þess að eðla sig og margfaldast. Þrátt fyrir lítil umsvif á ég það sameiginlegt með lífeyrissjóð- um að ég er með ómaga á mínu fram- færi. Þeir heita EURO og VISA og éta upp tekjur mínar um hver mán- aðamót. Nú vona ég að fjármálaráð- herrann okkar líti mildilega til mín þegar hann er búinn að bjarga lífeyr- issjóðum og setji lög sem minnka skuldbindingar landsmanna gagnvart þeim EURO og VISA þó ekki væri nema um 50% svo að við getum lagt fyrir fáeinar krónur til elliáranna og þurfum ekki að reiða okkur á lífeyr- issjóði í heimi þar sem ekkert er stöðugt nema fallvaltleikinn.  Drif á öllumGullmolar Lækkað verðNýkomnir Gott á bilathing.is Númer eitt í notu›um bílum!Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is Rekstrarleiga SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Neikvæð ávöxtun Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.