Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 31
30 15. nóvember 2002 FÖSTUDAG Leikhús á hjólum Elfar Logi Hannesson hefur fullan hug á að reka atvinnuleikhús á Vestfjörðum. Hann setti einleikinn Mugg upp á Bíldudal og fór síðan með hann til Ísafjarðar. Nú er Muggur kominn til Reykjavíkur og stefnir á Akureyri eftir áramót. LEIKHÚS Elfar Logi Hannesson stofnaði Kómedíuleikhúsið ásamt félaga sínum í Reykjavík árið 1997. Elfar er fæddur og uppalinn á Bíldudal, þar sem hann smitaðist snemma af leik- listarbakteríunni. „Foreldrar mínir eru mjög virkir í áhuga- leikhúsinu, pabbi leikur og mamma er á fullu bak við tjöldin, þannig að ég var mikið í félags- heimilinu og fékk stundum smá- hlutverk. Ég hélt að búseta í Reykjavík væri eini möguleikinn fyrir mig til að fá eitthvað að gera í leiklistinni.“ Þegar félagi Elfars söðlaði um og „kom sér fyrir í bjórnum í Danmörku“ ákvað Elfar að flytja sig, fjölskylduna og Kómedíuleikhúsið á heimaslóð- irnar á Vestfjörðum enda mikið að gera fyrir leikhúsmann á þeim slóðum. „Vestfirðirnir höfðu alltaf togað í mig og ég var meira og minna kominn með annan fótinn til Ísafjarðar þar sem ég tók að mér leikstjórnar- verkefni og í framhaldinu ákváðum við að stíga skrefið til fulls. Menningarlífið á Ísafirði er afskaplega blómlegt og því kviknaði fljótlega hjá mér löng- un til að starfrækja lítið at- vinnuleikfélag á staðnum. Að- sókn á sýningar hefur verið góð og ég fæ ekki betur séð en að það sé fullt pláss fyrir leikhús af þessu tagi fyrir vestan. Ég sé þetta fyrir mér sem einhvers konar leikhús á hjólum, þannig að við getum farið um firðina og sett upp sýningar. Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að fara lengra og sýna jafnvel hér í Reykjavík, eins og við erum að gera núna, en við fengum inni í Borgarleikhúsinu með Mugg. Persónulega finnst mér að það ætti að vera lítið atvinnuleikhús í hverjum landsfjórðungi.“ Elfar hefur staðið meira og minna einn í þessu en fær góðan stuðning frá fjölskyldu og vin- um. Menntamálaráðuneytið styrkti uppfærsluna á Mugg myndarlega og Ísafjarðarbæ hefur lagt honum lið auk þes sem hann hefur notið velvilj fjölda fyrirtækja. „Ég er búinn að leggja inn beiðni hjá fjárlaga nefnd og hugsa til hennar me krosslagða fingur á hverjum degi en það er ekki hægt að rek leikhúsið með þeim hætti sem ég sé fyrir mér nema með fjár styrk.“ thorarinn@frettabladid.i FÓLK Í FRÉTTUM SJÁLFBOÐALIÐI Hallgerður Thorlaci- us starfar þessa daga sem sjálf- boðaliði í flóttamannabúðunum í Balata, Nablus og Jenin á Vestur- bakkanum. Hún segist hafa haft áhuga á málefnum Palestínu í mörg ár. „Ég er í stjórninni í Íslandi-Palestínu. Það vantaði fólk hingað og það var enginn annar að fara,“ segir Hall- gerður um ástæðu þess að hún ákvað að drífa sig út. Á Íslandi starfar hún sem þroskaþjálfi. Hún ákvað að nota sumarfríið sitt til þess að aðstoða palestínska flótta- menn. „Mér áskotnuðust peningar þannig að ég ákvað að eyða þeim í þetta.“ Hallgerður ætlar að vera í Palestínu eins lengi og kostur er. „Ég hef mánuð til að vera hér en ég er með landvistarleyfi upp á þrjá mánuði, þannig að mig langar rosa- lega að vera fram að jólum. Ég myndi tína ólífur til að selja til þess að vera hérna lengur, því að það vantar fólk og ég get ekki farið.“ Hallgerður, sem er 36 ára og býr í Kópavogi, á tvö börn, tvítuga stelpu og 10 ára strák. „Heldurðu að ég væri hérna þá?“ segir Hall- gerður aðspurð hvort maður sé í spilinu. „Ég hefði ekki fengið far- arleyfi. Ég ákvað að nota tækifær- ið þegar ég er laus. Ég var svo ung þegar ég átti stelpuna mína, að- eins 15 ára og þá gat ég ekki gert neitt. Ég er að blómstra núna, held ég.“ Hallgerður segir lítið pláss vera fyrir önnur áhugamál en hjálparstarfið. „Það kemst eigin- lega ekkert annað að en allt í sam- bandi við mannfræði, málefni Palestínumanna og málefni Mið- Austurlanda. Ég les ekkert annað og drakk þetta með móðurmjólk- inni, held ég.“ Hún segist alla tíð hafa haft áhuga á þessum málefn- um. „Alveg frá því ég man eftir mér þegar ég sneri hnettinum til þess að vita hvar ég myndi lenda þá lenti ég alltaf hérna.“ freyr@frettabladid.is Hallgerður Thorlacius ákvað að nota sumarfríið til að gerast sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hún segist ekki geta slitið sig burt frá staðnum. Persónan Á Vesturbakkanum í sumarfríinu ELFAR LOGI HANNESSON Flutti með ólétta sambýliskonu og dóttur sína til Danmerkur þar sem hann lærði leik- list. Hann er nú sestur að á Ísafirði með fjölskylduna en dæturnar eru nú orðnar þrjár sú yngsta enn á fyrsta ári. Þar rekur hann Kómedíuleikhúsið með dyggri hjálp ættingja og vina og lætur sig dreyma um farandleikhús á Vestfjörðum. Frjálslega var farið með kjör-gögn í hinu gamla Vesturlands- kjördæmi. Fréttablaðið sagði frá fljótandi kjörklefa í Grundarfjarð- arhöfn og því þegar vegfarandi sem leið átti um höfnina fékk að kjósa á staðnum. Sagan segir að „atkvæðið“ hafi þurft að kasta af sér vatni eftir atkvæðagreiðsluna og það hafi hann gert á kjörstað. Hafnarstjórinn er sagður hafa heyrt af þvaglátinu. Heimamenn á Grundarfirði segja að hann hafi brugðið skjótt við og hellt klór á blettinn og spúlað rækilega. „Ég vil ekkert blátt þvag hér,“ var haft eftir hafnarstjóranum. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að kjörnefndarmenn á Vesturlandi eru heppnir að Vilhjálmur Egilsson sé ekki sonur Egils Skallgrímssonar. Leiðrétting FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Allar götur síðan dætur BushBandaríkjaforseta komust í kast við lögin vegna áfengis- neyslu hafði forsetinn predikað yfir þeim um skaðsemi alkóhóls. Þeim tvíburasystrum var farið að leiðast þófið og einn daginn sagði önnur þeirra við pabba sinn: „Þetta er nú allt saman ágætt, pabbi, en þú hefur aldrei frætt okkur neitt um kynlíf.“ Þá hnussaði í Bandaríkjafor- seta og hann sagði: „Þetta dóna- lega átta stafa orð nefnum við ekki á okkar heimili.“ Klettafjallaskáldið. DD. Sádi-Arabíu. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 KROSSGÁTA LÓÐRÉTT: 1 daunill, 2 skaði, 3 gaddar, 4 sveigjanlegi, 5 fluguegg, 6 mana, 7 skrá víntegundin, 11 kippur, 14 elska, 16 óákveðni, 18 tónlist, 20 hæða, 21 árás lógir, 26 byrst, 28 lélega, 30 þurftu, 31 yfirstétt, 33 tínir. LÁRÉTT: 1 þó, 4 fuglar, 9 hólmganga, 10 mikil, 12 eðju, 13 skrýtin, 15 frumeind, 17 eirir, 19 mannsnafn, 20 saur, 22 valdbeiting, 24 erfiði, 25 skunda, 27 megna, 29 akurinn, 32 stórþorskur, 34 friður, 35 andlitið, 36 síðast, 37 rán. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gosa, 4 skammt, 9 platína, 10 stól ofar, 13 teitar, 15 rísl, 17 asma, 19 aka, 20 stafn, 22 fúsir, 24 kul, 25 illt, 27 o 29 eirins, 32 ekki, 34 æðin, 35 reikaði, 36 starði, 37 Inga. Lóðrétt: 1 gus spói, 3 alltaf, 4 storm, 5 kíf, 6 anar, 7 marías, 8 titlar, 11 tertur, 14 asni, skinni, 18 afli, 20 skorts, 21 algera, 23 útræði, 26 leiki, 28 sker, 30 iðin, 31 sn 33 kið. HALLGERÐUR Hallgerður Thorlacius fór út til að sin sjálfboðaliðastarfinu í lok október. Hú segist alla sína ævi hafa haft áhuga á m efnum Palestínu og Mið-Austurlanda 25% afsláttur af föndurvöru 10 Americana litir frá DecoArt á aðeins 2.100 kr. Vetrardagar í Hafnarfirði, 14.-18. nóv. Líttu við hjá okkur á Strandgötuna og sjáðu hvað er í boði . Ný sending kom heim í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.