Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 12
12 15. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Einu sinni var ríkið karl; faðirsem kallað var til þegar tukta þurfi til þá borgara sem fóru yfir strikið og sá um að berja á óvinum ríkisins utanlands. M e g i n v e r k e f n i ríkisins voru lög- gæsla og hernaður. Þetta var á þeim tíma sem konur fengu ekki að kjósa. Ríkið þurfi ekki að laga sig að áhugamálum kvenna. Fljótlega eftir að konur fengu kosningarétt var eins og ríkið væri farið að taka inn kvenhór- móna. Það var ekki lengur karl, heldur bæði faðir og móðir. Ríkið rassskellti ekki aðeins þá sem brutu af sér heldur vildi hugga borgarana, hvetja þá og styrkja, hlusta á þá og hjálpa þeim – allt að því kyssa þá góða nótt. Á síðustu áratugum síðustu aldar var kyn- skiptaaðgerðin fullkomnuð. Ríkið var orðið að konu; hinni miklu móður. Þetta hlutverk var laust til um- sóknar. Atkvæðaréttur kvenna hafði að sjálfsögðu nokkur áhrif á þessa breytingu ríkisvaldsins en það spilaði fleira inn í. María mey, sem gegnt hafði hlutverki hinnar miklu móður, hafði misst áhrifa- mátt sinn – einkum í Norður-Evr- ópu – og kirkjan gat ekki fyllt rúm hennar. Í Suður-Evrópu hefur María enn nokkur áhrif enda er ríkisvaldið þar heldur karllægara en hér í norðrinu. Sama má segja um biblíubeltið í Bandaríkjunum, þar sem kirkja og trú gegna veigamiklu hlutverki í samfélag- inu. Þar er ríkið karlfauskur; patríarki án miskunnar eða mjúkra gilda. Annars staðar í Bandaríkjunum vill fólk að ríkið faðmi sig og huggi. Það er svolítið undarlegt að það er varla til sú kona sem kærir sig um að standa undir þeim kröf- um sem við gerum um kvenleika ríkisvaldsins. Ríkið er kona eftir- stríðsáranna; lokuð inni á heimil- inu og alltaf tilbúin að hlusta og hugga heimilisfólkið. Ríkið er kona með svuntu og stóran barm. Ríkið hefur því ekki aðeins tekið við hlutverki Maríu meyjar held- ur ættmóðurinnar einnig. Konur af holdi og blóði hafa hafnað þessu hlutverki. Þær kæra sig ekki einu sinni um að vera klass- ískar ömmur lengur. Þær vilja verja efri árunum í mínígolf og karókí. Ríkið sér um barnabörnin. Kynhlutverk ríkisvaldsins er því tímaskekkja. Það er útdauð kona. Og það mun aldrei geta stað- ið undir þessu margþætta hlut- verki. Til þess er það of mikið dellumakerí sögunnar; eins konar ruslahaugur yfirgefinna hug- mynda.  Fljótlega eftir að konur fengu kosn- ingarétt var eins og ríkið væri farið að taka inn kven- hórmóna. Ríkið er kona með svuntu og stóran barm skrifar um kynskiptiaðgerð ríkisvaldsins. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI Kvörtunum vegna verðbréfaviðskipta hefur fjölgað síðastliðin tvö ár. Þetta kemur fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur á Alþingi. Í fyrra bárust Fjármálaeftirlitinu kvartanir vegna þrettán mála, en árið áður voru þau sex. Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki bárust 17 mál í fyrra en árið áður voru þau fimm. Það sem af er þessu ári hafa úrskurðarnefndinni borist sextán mál, en sex mál hafa kom- ið til kasta Fjármálaeftirlitsins. Jóhanna Sigurðardóttir spurði einnig um hversu oft kvartanir hefðu borist um rangar upplýs- ingar frá verðbréfafyrirtæki vegna sölu hlutabréfa. Einnig hversu oft slíkar kvartanir hefðu komið vegna sama fjármálafyrir- tækis. Í svari ráðherra kom fram að á þessu ári hefðu sex slík mál komið til kasta Fjármálaeftirlits- ins. Málin vörðuðu fjögur fyrir- tæki, þar af þrjú þeirra sama fyr- irtækið. Þá var einnig spurt um hvort slík mál hefðu orðið til þess að fyrirtæki hefðu fallið frá kröfu um greiðslu fyrir hlutabréf eða fyrirtæki hefði orðið skaðabóta- skylt. Hvorki Fjármálaeftirliti né úrskurðarnefnd er kunnugt um slík mál.  Kvörtunum vegna fjármálafyrirtækja: Hefur fjölgað síðustu tvö ár KVARTANIR VEGNA VIÐSKIPTA Í máli Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra kom fram að kvörtunum vegna fjármála- fyrirtækja hefur fjölgað. Ekki er vitað til þess að viðskipti hafi gengið til baka né að fjár- málafyrirtæki yrðu skaðabótaskyld. FJÖLDI KVARTANA VEGNA FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA: 1999 3 mál 2000 11 mál 2001 30 mál 2002 22 mál Því er haldið fram að heil-brigðisútgjöld á Íslandi séu einna hæst miðað við OECD lönd. Tilgáta mín að þetta sé rangt byggist á þeirri einföldu stað- reynd að: 1) Hlutfallslega starfa færri við heilbrigðisþjónustu á Íslandi en í nágrannaríkjunum og fleiri OECD-ríkjum (Nordic stat. Nord countries 1999). Með hliðsjón af að um 70% af útgjöldum til heil- brigðismála eru launagjöld og laun yfirleitt lægri hér á landi en í nágrannaríkjum, er líklegt að tilgátan sé rétt. Það þarf ekki hagfræðing til að skilja þetta. 2) Í öðru lagi má lesa út úr nor- rænum tölfræðihandbókum 1999 að Ísland sker sig úr OECD-lönd- um og hinum Norðurlöndunum, að Finnlandi og Grænlandi und- anskildum, á þann hátt að veru- legur hluti öldrunar, endurhæf- ingar og langveikra sjúkrarúma er skráður undir heilbrigðismál en félagsmál í OECD-löndunum. Franskir hagfræðingar á veg- um OECD reiknuðu þetta út fyrir átta árum. Þeir töldu að þessi þjónusta næði til að minnsta kosti 1% af vergri landsframleiðslu, sama hafi átt við þó að reiknað væri í kaupmáttargildum (P.P.P.). Þeir töldu þetta svara til 1% lækkunar miðað við verga lands- framleiðslu. Þar með erum við í 6. til 9. sæti varðandi opinber út- gjöld til heilbrigðismála miðað við OECD-listann og verjum 6,8% af vergri landsframleiðslu en ekki 7,55% til heilbrigðismála. Þetta skiptir ekki miklu máli en rétt skal vera rétt. Án efa hafa fulltrúar fjármálaráðuneytis reiknað rétt en ekki skyggnst bak við tölurnar eins og þeir frönsku gerðu. Að lokum skal þess getið að þeir frönsku töldu að kostnaður hins opinbera vegna óvenju hás hlutfalls 15 ára og yngri jafnaði út kostnað til tiltölulega fárra aldraðra. Niðurstaðan er að vísu sú að opinber útgjöld til heil- brigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa vax- ið, sérstaklega frá 1967, en staðið í stað að mestu frá 1991 (prófess- or Ágúst Einarsson).  fyrrverandi land- læknir skrifar um mismunandi útreikn- inga á útgjöldum til heilbrigðismála. ÓLAFUR ÓLAFSSON Um daginn og veginn Þeim skýst þó skýrir séu LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS „Með hliðsjón af að um 70% af útgjöldum til heilbrigðismála eru launagjöld og laun yfir- leitt lægri hér á landi en í nágrannaríkjum, er líklegt að tilgátan sé rétt. Það þarf ekki hag- fræðing til að skilja þetta.“ Vegna bréfs Páls Valssonar, út-gáfustjóra Máls og menningar, til Fréttablaðsins, sem birtist í gær, vil ég leiðrétta rangfærslur og út- skýra mína hlið málsins. Útgáfu- stjórinn segir mig hafa „heldur bet- ur [haft] endaskipti á sannleikanum þegar hann segir að nýir eigendur hafi stöðvað væntanlega útgáfu bók- ar hans.“ Mér er ljúft og skylt að upplýsa hann og lesendur um að ég sagði ekkert í þá veru og því verður hann að vinna sína heimavinnu bet- ur og lesa upphaflegu fréttina. Hér hefur hann ekki aðeins haft enda- skipti á sannleikanum heldur búið til sinn eigin. Slíkt er hvorki gott mál og þaðan af síður menning. Nýlega hafði blaðamaður Frétta- blaðsins samband við mig og spurði hvers vegna ég gæfi sjálfur út bók mína, Íslensk fjallasala og fleiri sög- ur. Ég svaraði því að ég hefði verið í samstarfi við Mál og menningu og síðar Eddu í tvö til þrjú ár og hefði mátt vænta útgáfu af hálfu forlags- ins en það hætt við í sumar en haft að öðru leyti góð ummæli um hand- ritið. Þá hefði ég ekki átt annars úr- kosti en gefa bókina út sjálfur þar sem mér var í mun að hún kæmi út í haust. Aðspurður um hvort eitthvað óeðlilegt hefði ráðið för ráðamanna hjá Eddu kvaðst ég ekki hafa hug- mynd um það og sló á samsæris- kenningar þar að lútandi og taldi slíkt reyndar afar ólíklegt. Dylgjur um að annarlegar hendur í hvaða lit sem er hafi stöðvað útgáf- una eru ekki frá mér komnar og ég hef enga trú á slíkum samsæris- kenningum. Hins vegar hef ég beina reynslu og bréflega staðfesta af af- skiptum svonefndrar „blárrar hand- ar“ áður. Það þekkir alþjóð og er óþarfi að fara nánar útí . En sagan fræga er í bókinni, auk margra ann- arra. Kaupið bókina og lesið sjálf en látið ekki aðra túlka það sem þeir hafa ekki lesið sjálfir eða lesið illa.  Rangt mál og vond menning Örn Bárður skrifar Evrópusambandið: 60 milljónum úthlut- að í Borgarfjörð RANNSÓKNIR Viðskiptaháskólinn í Bifröst hefur skrifað undir samning við Evrópusambandið um 60 millj- óna króna styrk til að rannsaka hvernig þróa megi velferðarsamfé- lagið yfir í þekkingarsamfélag. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta þær leiðir sem ráðherraráð og framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins annars vegar og sjö Evr- ópulönd hins vegar, hyggjast fara til að þróa Evrópu í átt að þekkingar- samfélagi. Stjórnandi íslenska hluta rannsóknarinnar verðu Lilja Móses- dóttir, fræðimaður við Viðskiptahá- skólann á Bifröst. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.