Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. nóvember 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 93 54 11 /2 00 2 SVONA EINFALT ER fiA‹... S M Á R A L I N D debenhams ...hjá okkur færðu allar jólagjafirnar á hagstæðu verði. Allt á einum stað. Einfaldara getur það ekki verið. Sápudæla 1.490 kr. glas 990 kr. Baðsnyrtivörur 2.990 kr. Mortel 3.490 kr. Bastkörfur frá 1.690 kr. Handklæði frá 590 kr. Snyrtisett 2.990 kr. Skyrta og bindi frá 3.290 kr. Náttbolur og sokkar 3.290 kr. Barnanáttsloppar frá 4.390 kr. Inniskór frá 1.590 kr. Náttkjóll 4.190 kr. Náttföt 2.990 kr. Bollar 2 stk. í pakka 1.890 kr. Vínrekki 5.500 kr.Jólaskapið Kerti frá 990 kr. STÁLU SÍMAKORTUM Þjófar létu greipar sópa í bensínstöð Esso við Ægisíðu í fyrrinótt. Meðal þess sem þeir stálu voru síma- kort. Lögreglan segir þjófana hafa brotið rúðu í aðalhurð bens- ínstöðvarinnar. Það var öryggis- vörður sem lét lögreglu vita af innbrotinu. Málið er í rannsókn. EYÐILÖGÐU MÆLABORÐ Tveir bílar voru mikið skemmdir í Reykjavík í fyrrinótt. Brotist var inn í bílana og eyðilögðu þjófarnir mælaborðin og brutu rúður. Þá höfðu þeir á brott með sér hljóm- flutningstæki og geisladiska. Talið er að tjónið nemi hundruðum þús- unda. Ekki er vitað hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Bruni í Jökuldal: Íbúi særðist illa BRUNI Eldur kviknaði á neðri hæð íbúðarhúss á bænum Hákonar- stöðum í Jökuldal um sexleytið í fyrradag. Þrír búa í húsinu og gekk einn þeirra svo hart fram í slökkvistarfi að hann hlaut slæm brunasár. Var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Þá fékk annar maður aðhlynningu á Egilsstöðum vegna reykeitrunar. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að út frá gamalli eldavél sem kveikt var í til að kynda upp hús- ið. Málið er í rannsókn.  Ekið á 13 ára stúlku: Enn haldið sofandi SLYS Líðan stúlkunnar sem varð fyrir bíl á Vesturlandsvegi í síð- ustu viku er óbreytt. Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss hefur henni verið haldið sof- andi í öndunarvél frá því slysið varð. Stúlkan, sem er þrettán ára, hlaut mikið höfuðhögg og hefur gengist undir skurðaðgerð. Þá brotnaði hún á báðum fótum. Slysið varð á miðvikudag í síð- ustu viku. Stúlkan var að hlaupa yfir Vesturlandsveginn við Ás- land í Mosfellsbæ þegar hún lenti fyrir bíl.  NIÐUR MEÐ BARNASKATTINN Stjórn Sambands ungra framsókn- armanna telur að með afnámi virðisaukaskatts af barnafötum megi koma til móts við barnafjöl- skyldur í landinu sem verði hvað verst úti vegna áhrifa jaðarskatta. Stjórnin fagnar því tillögu Páls Magnússonar, varaþingmanns Framsóknar, í þessa átt. LÖGREGLUFRÉTTIR INNLENT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.