Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 21
Ali G er meðal nokkurra persónasem sagðar eru misbjóða asísk- um minnihlutahópum með gríni sínu. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Telur fólk sem er af asísku bergi brotið það vera óafsakan- legt að persónur á borð við Ali G geri stólpagrín að menn- ingu þeirra. Sam- kvæmt rannsókninni virðist samfé- lagið eiga auðveldara með að sam- þykkja að grín sé gert að minni- hlutahópum heldur en hvítu fólki. Einhverjir þeirra sem tóku þátt í rannsókninni töldu samt að Sacha Baron Cohen, sem leikur Ali G, kæmist upp með grín sitt vegna þess að hann kemur sjálfur úr minni- hlutahópi. Zwan, nýja hljómsveitin hans BillyCorgan, hefur undirritað útgáfu- samning við Reprise Records-plötu- fyrirtækið um að gefa út fyrstu breiðskífu sveitarinnar. Ekki er vit- að hvenær skífan kemur út en Corg- an vonast til þess að hún komi út á þessu ári. Corgan leysti upp hljóm- sveitina Smashing Pumpkins fyrir tveimur árum eftir lokatónleika sem haldnir voru í heimaborg sveitarinn- ar, Chicago. Tónlistarmaðurinn með skrýtnuhúfuna, Badly Drawn Boy, hefur boðið aðdáendum sínum að semja fyrir sig nýtt lag. Þeir sem kaupa nýju plötuna hans, „Have You Found the Golden Fish?“ geta tekið þátt í samkeppni á Netinu þar sem besta lagið, ljóðið eða annað frumsamið efni verður valið úr og síðan tekið upp af Badly Drawn Boy. Leikarinn Sir Ian McKellen segirað sér hafi verið boðið hlutverk Dumbledore prófessors í þriðju kvikmyndinni um Harry Potter skömmu áður en Richard Harris, sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum, lést. Engar fregnir hafa borist af því hvort hann ætli að taka boðinu eður ei. 20 15. nóvember 2002 FÖSTUDAG MR. DEEDS kl. 4 og 6 HALLOWEEN kl. 8 og 10 STUART LITTLI kl. 4 ROAD TO PERD... kl. 5, 7.30 og 10 ROAD TO PERD... kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6FÁLKAR BLOOD WORK kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 8 og 10.05 Sýnd kl. 8 og 10 YA YA SISTERHOOD kl. 8 VIT455 THE TUXEDO kl. 4, 6, 8, 10.10 VIT474 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 INSOMNIA kl. 10.10 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT 461Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 479 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 480 kl. 5.45, 8 og 10.10HAFIÐ kl. 5.40 - 8 og 10.20DAS EXPERIMENT TÓNLIST Nýjasta plata Stuðmanna, „Stuðmenn á Stóra sviðinu“, er tón- leikaplata sem var hljóðrituð á sviði Þjóðleikhússins 1. og 2. nóv- ember. Í kvöld fá Stuðmenn svo það undarlega verkefni að reyna að endurvekja stemningu skífunnar. Ragnhildur Gísladóttir söng- kona sér greinilega spaugilegu hliðina á uppátækinu. „Síðan tökum við þessa tónleika náttúrulega upp, höldum svo útgáfutónleika á þeim tónleikum annars staðar. Tökum þá síðan upp líka. Og svo koll af kolli,“ segir hún í gamansömum tón. Hún skiptir þó fljótt yfir í ljóðrænar myndlíkingar. „Þetta er náttúru- lega alveg það sama og sviðsleikari þarf að kljást við hvert kvöld. Þeir leika sama leikritið en geta þó aldrei endurkallað nákvæmlega sömu tilfinninguna frá því kvöldið áður. Reynslan er aldrei eins. Ekki frekar en öldurnar á sjónum, þær líta eins út frá andartaki til andar- taks en eru alltaf mismunandi.“ Tónleikar Stuðmanna í Þjóðleik- húsinu voru með þeim umfangs- meiri sem sveitin hefur sett upp á ferli sínum. Hópurinn steig á svið ásamt góðum hópi blásara og Borg- ardætrum, sem sungu vandaðar bakraddaútsetningar Eyþórs Gunn- arssonar hljómborðsleikara. Í kvöld mæta allir aftur til leiks í aðra lotu. Á tónleikunum frumfluttu Stuð- menn þrjú ný lög sem öll eru á plöt- unni. Þar á meðal er lag Röggu, „Manstu ekki eftir mér?“, úr vænt- anlegri jólamynd Sambíóanna „Stellu í framboði“. Hún fékk það hlutverk að semja alla tónli myndarinnar og segir að uppha lega hafi þetta lag ekki verið sam sem Stuðmannalag. „Ég fékk Þór til þess að semja fyrir mig texta þetta lag og önnur. Svo kemur þet upp fyrir algjöra tilviljun að v förum að spila lagið á þessum tó leikum. Þannig að nú eru þeir bú ir að eigna sér það,“ segir hún o skellir upp úr. „En ég er sátt v það. Ég er aðdáandi Stuðmann Þeir eru snillingar hver á sínu svi og mjög ólíkir. Það er lúxus að fá þ með í þetta. Ég var meira að seg feimin við það að spyrja þá hvo þeir vildu spila í þessum lögu sem eru í myndinni.“ Miðar á tónleikana í kvöld fást verslun Íslandssíma í Kringlunni. biggi@frettabladid Sjaldan er ein báran stök FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Sverrir Bergmann sló í gegn fyrir nokkru með slagaranum „Án þín“, íslenskri útgáfu af Bon Jovi- laginu „Always“. Lagið varð geysi- vinsælt meðal unglingsstúlkna sem öskruðu sig hásar á Þjóðhátíð í Eyj- um. Sverri skaut upp á íslenska stjörnuhimininn hraðar en nokk- urri tívolíubombu. Hann vildi þó ekki festast í sykurpoppinu og stofnaði sveitina Daysleeper. EveAlice er frumburður Day- sleeper og hafa tvö lög, „Kumb Mela“ og „Again“, þegar fengið talsverða spilun í útvarpi. Ágæt- lega heppnuð lög sem venjast vel. Meðlimir sveitarinnar eru augljós- lega ágætis hljóðfæraleikarar og Sverrir gerir vel í söng sínum. Plat- an nær þó aldrei sömu hæð og Sverrir á síðasta ári. Lögin eru flest keimlík og ná aldrei að hrífa hlustendur með sér. Það vantar bara einhvern sjarma. „Come Home“ er til að mynda eitthva sykursætasta og væmnasta la sem undirritaður hefur heyrt. Ö lögin eru sungin á ensku og er textarnir ekkert til að hrópa húrr fyrir. Tískuljósmyndir prýða plötu umslagið og augljóslega mikið lag í að gera allt í kringum sveitin töff. Meira að segja svo töff a meðlimir sveitarinnar eru kallað nöfnum á borð við V, Bronze o Stefanovich. Og þótt þeir séu töf þá nægir það eitt ekki bara til. Kristján Hjálmarsso DAYSLEEPER: EveAlic Töff er ekki nóg Í kvöld halda Stuðmenn fremur óvenjulega útgáfutónleika í Austurbæ. Það eru nefnilega útgáfutónleikar fyrir tónleikaplötu, og geri aðrir betur. STUÐMENN Ragga segir að skiljanlega verði tónleikadagskráin í kvöld svipuð þeirri sem var í Þjóðleikhúsinu, þar sem þessi mynd var tekin. Hú fullyrðir þó að Stuðmennirnir finni alltaf leiðir til þess að koma áhorfendum sínum, og henni, á óvart. KVIKMYNDIR Leikstjórinn Guy Ritchie hefur viðurkennt að nýjasta kvik- mynd hans „Swept Away“ sé víðast hvar sögð vera léleg. Í myndinni fer Madonna, eiginkona Ritchie, með að- alhlutverkið. Ritchie segir að ákveðið hefði ver- ið að frumsýna hana á myndbandi í Bretlandi vegna þess að gagnrýnend- ur í Bandaríkjunum hefðu hakkað hana í sig. „Hugmyndin var sú að ég og konan mín myndum búa til litla listræna mynd, en það er núna búið að setja okkur í hakkavélina. Myndin setti met í Bandaríkjunum. Hún var sú fyrsta þar sem dómur um kvik- mynd birtist á forsíðu dagblaðs. Ég held að 21 dagblað í Bandaríkjunum hafi skrifað um það hversu léleg myndin var. Við vorum svo sannar- lega rökkuð niður,“ sagði Ritchie. „Ég verð að segja að mér finnst myndin samt vera góð. Ég hristi bara hausinn yfir þessu öllu saman. Þið ættuð bara að komast að ykkar eigin niðurstöðu um myndina.“  Guy Ritchie: Ánægður með nýju myndina SWEPT AWAY Atriði úr skellinum „Swept Away.“ Guy Ritchie finnst myndin vera góð og hristir hausinn yfir þeim slæmu viðtökum sem hún hefur fengið. Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.