Fréttablaðið - 03.01.2003, Qupperneq 20
20 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR
LIKE MIKE kl. 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 og 11.45
Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11
Forsýnd kl. 10.15GRILL POINT
THE GREAT DICTATOR 5.45, 8 og 10.20
HARRY POTTER m/ísl. tali kl. 2 og 5
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10
GULL PLÁNETAN kl. 1.45 og 3.45 VIT498 LILO OG STITCH m/ísl.tal kl. 2
VIT
429
SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50 og 8 VIT485
HARRY POTTER m/ísl.tal kl. 2, 5 og 8 VIT493
HARRY POTTER kl. 6 og 9.15 VIT468
GOSTSHIP kl. 10.10 VIT487
kl. 2 og 4GULLPLÁNETAN m/ísl. tali
kl. 8 HAFIÐ
kl. 1.45 og 3.45SANTA CLAUSE 2
kl. 8.10 og 10.10HLEMMUR
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 VIT 496
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 497
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 468
Sýnd kl. 2, 4 og 8 m/ísl. tali VIT 493
Osbourne-hjónin, Ozzy og Shar-on, endurtóku hjúskaparheit
sín í nýársteiti í fyrradag. Athöfn-
in fór fram á hót-
eli í Beverly Hills
fyrir framan
hundruð gesta.
Þar á meðal voru
mættir Justin
Timberlake og
gamanleikarinn
Chris Rock. Dóttir
þeirra Kelly var
blómastúlka. Það
var diskóhljóm-
sveitin The Vill-
age People sem sá
um að skemmta
gestum í veisl-
unni á eftir.
Osbourne-hjónin
giftu sig upphaflega árið 1982 en
þau frestuðu 20 ára brúðkaupsaf-
mæli sínu þar sem Sharon var að
berjast við ristilkrabbamein.
Indverska prinsessan Leoncievar ekki par ánægð með ára-
mótaskaupið í ár. Lag hennar
„Sexy Loverboy“,
sem hljómaði und-
ir einu atriðanna,
var víst notað án
hennar samþykkis
og hyggst hún at-
huga rétt sinn í
þeim málum. Það
var Vilhjálmur
Guðjónsson sem
hélt utan um tónlistina í skaupinu í
ár og segir Leoncie í tölvupósti að
hann hafi stolið lagi sínu. Hún seg-
ist einnig hafa verið lögð í einelti
af íslenskum tónlistarmönnum síð-
ustu árin. Samkvæmt reglum Stefs
fær hún borguð stefgjöld fyrir
notkun á laginu í Skaupinu eins og
eðlilegt er.
Ástralska rokksveitin The Vineshefur verið send heim eftir að
tveir liðsmanna hennar slógust
uppi á sviði. Söngvarinn og gítar-
leikarinn Greg Nicholls sveiflaði
hljóðnema sínum í höfuð bassa-
leikara sveitarinnar eftir að bassa-
strengur slitnaði í hljóðfæri hans.
Við það reiddist bassaleikarinn og
réðst á söngvarann. Höggin dundu
í báðar áttir þegar „félagarnir“
duttu ofan á áhorfendaskarann.
Eftir atvikið kom út fréttatilkynn-
ing frá sveitinni þar sem kom
fram að söngvarinn þjáðist af „of-
þreytu“ og að sveitin ætlaði sér að
snúa aftur til síns heima þrátt fyr-
ir að eiga nokkra tónleika eftir á
Bandaríkjatúr sínum.
Homer Simpson hefur veriðráðinn til þess að auglýsa fyr-
ir Reebokskófyrirtækið. Í auglýs-
ingaherferðinni,
sem hefst í febrú-
ar, segir Homer
einfaldlega
„Mmm... classic“.
Herferðin fer af
stað um það leyti
sem þáttur númer
300 fer í loftið í
Bandaríkjunum.
Skófyrirtækið vonast til að hið ró-
lega yfirbragð Homers hjálpi til
við að styrkja ímynd skótegundar-
innar.
KVIKMYNDIR Það er engum tveimur
blöðum um það að flétta að
stærsta endurkoma ársins verður
tvær framhaldsmyndir The Mat-
rix. Þær heita „Matrix: Re-
Loaded“ og „Matrix: Revo-
lutions“. Fyrri myndin verður
frumsýnd hér 23. maí en sú seinni
líklegast í lok nóvember.
Leikstjórinn Quentin Tar-
antino snýr aftur eftir sex ára
hvíld með myndinni „Kill Bill“.
Þar leikur Uma Thurman leigu-
morðingja sem hefnir sín á morð-
ingjum eiginmanns síns eftir að
hafa legið áralangt í dái.
Coen-bræðurnir skila af sér
nýrri mynd. Hún heitir „Intolera-
ble Cruelty“ og skartar Catherine
Zeta-Jones og George Clooney í
aðalhlutverkum. Sérvitringurinn
og myrkrahöfðinginn Tim Burton
skilar svo af sér einni metnaðar-
fyllstu mynd á hans ferli. Sú heit-
ir „Big Fish“ og skartar Ewan
McGregor og Albert Finney í að-
alhlutverkum. Frumraun Eminem
á hvíta tjaldinu, „8 Mile“, verður
svo frumsýnd 28. febrúar.
Ofurhetjur myndasagnanna
verða áberandi. Græni risinn Hulk
ber sig upp á hvíta tjaldið í júlí,
„Daredevil“ verður frumsýnd í lok
febrúar, „League of Extraordinary
Gentlemen“ og X-Mennirnir snúa
aftur í maí. Af öðrum framhalds-
myndum má nefna „Terminator 3:
Rise of the Machines“ (júlí), „Ana-
lyze That“ (janúar), „Star Trek:
Nemesis“, „Charlies Angels: Full
Throttle“ (júlí), „Pitch Black 2: The
Chronicles of Riddick“, „Bad Boys
2“, „Spy Kids 2“ og svo verður
Hringadróttinsþríleiknum lokað í
desember með „The Return of the
King“.
Þær myndir sem eru taldar
sterkar í Óskarsverðlaunaslagn-
um í ár en hafa ekki verið frum-
sýndar hér á landi ennþá eru
söngleikjamyndin „Chicago“,
nýjasta mynd Spielbergs „Catch
Me if You Can“, nýjasta mynd
Scorsese „The Gangs of New
York“, „The Hour“, „About
Schmidt“ með Jack Nicholson í
aðalhlutverki og nýjasta mynd
Roman Polanski „The Pianist“.
Aðrar athyglisverðar myndir
verða „Jackass: The Movie“,
„Jersey Girl“, „Phone Booth“,
„The Last Samurai“, „Hollywood
Ending“ eftir Woody Allen,
„Punch Drunk Love“ frá leik-
stjóra „Magnolia“, „Dogville“
eftir Lars von Trier, „Cold
Mountain“, teiknimyndin um Sin-
bad sæfara og „Confessions of a
Dangerous Mind“, leikstjórnar-
frumraun George Clooney.
Af íslenskum myndum sem
eru í framleiðslu má nefna „Dís“,
„Karamellumyndin“, „Konung-
legt bros“, „Kaldaljós“, „Nói Al-
binói“, „Draumur í dós“, „Sólon
Íslandus“, „Veðmálið“, „Stormy
Weather“, „Þriðja nafnið“, „Opin-
berun Hannesar“ og „Niceland“.
Ekkert hefur verið tilkynnt um
frumsýningardaga þeirra.
biggi@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kvikmyndaárið 2003
Árið 2002 var ár risapoppkornsmyndanna. Hver hasarmyndin kom á fætur
annarri og aðsóknarmet voru slegin nánast í hverjum mánuði. Árið 2003 verður
svo ár ofurhetjanna og framhaldsmyndanna.
MATRIX
Við fáum tvöfaldan skammt af Matrix á árinu. Fyrri myndin verður frumsýnd í maí en þriðja og síðasta myndin kemur fyrir jól.
Almanak Þjóðvinafélagsins
er aðgengilegt upplýsingarit
um íslensk málefni.
Í almanakinu sjálfu er að finna
dagatal með upplýsingum um gang
himintungla, messur kirkjuársins,
sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl.
Í Árbók Íslands er fróðleikur um
árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit
Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys,
mannalát, verklegar framkvæmdir,
vísitölur, verðlag o.s.frv.
Höfundar eru Þorsteinn Sæmunds-
son og Heimir Þorleifsson.
R
E
P
R
Ó
FÓLK Poppprinsessan Kylie Minogue
þykir kynþokkafyllsta daman í
dægurheimum í dag samkvæmt
skoðanakönnun breska tímaritsins
Celebrity Body. Hún varð í efsta
sæti þegar tíu þúsund Bretar voru
spurðir um hvaða dægurhetja
þætti bera meiri kynþokka en aðr-
ar.
Það var Jennifer Lopez sem
þótti standa henni næst og leikkon-
an Halle Berry sem varð í þriðja
sæti. Breska fyrirsætan Liz Hurley
varð í fjórða sæti og Angelina Jolie
í því fimmta.
Ritstjóri tímaritsins sagði niður-
stöðurnar sýna það greinilega að
almenningur kunni nú meira að
meta „konur með línur“ í stað „ver-
aldlegra horrengla“.
Það var svo David Beckham
sem varð í efsta sæti á listanum
yfir kynþokkafyllstu karlmennina.
Þar voru leikararnir Brad Pitt og
Mark Wahlberg í öðru og þriðja
sæti. ■
Kylie Minogue:
Kynþokka-
fyllst kvenna
KYLIE MINOUGE
Hvað getur það eiginlega verið sem karl-
menn sjá við þessa litlu snót? Hmmm?
BRJÁLAÐ GÍTARSÓLÓ
Trey Anastasio, söngvari og gítarleikari
hljómsveitarinnar Phish, var í miklu stuði á
tónleikum sveitarinnar í Madison Square
Garden á gamlársdag. Þetta voru fyrstu tón-
leikar sveitarinnar í rúm tvö ár.