Fréttablaðið - 03.01.2003, Side 21
21FÖSTUDAGUR 3. janúar 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 2.15, 3.30, 5.40, 7, 9 og 10.30
GULLPLÁNETAN kl. 2, 4 og 6 ísl. tal
Sýnd kl. 2, 3, 4 og 6 VIT 498
Sýnd kl. 5, 7, 9, 10, 11 og 12
HARRY POTTER m/ísl. tali 2, 5 og 8 VIT493
TREASURE PLANET kl. 8 VIT487
KNOCKAROUND GUYS kl. 2
EN SANG FOR MARTIN kl. 2
JAMES BOND kl. 2, 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30
JAMES BOND kl. 8 og 11
Leikarinn Russell Crowe íhugarnú að snúa aftur í hlutverki Max-
imusar í framhaldsmynd Gladiator.
Hvernig er það
hægt, spyrja menn
eðlilega? Framleið-
endur myndarinnar
segja margar leiðir
til þess. Til dæmis
gæti hluti myndar-
innar gerst á undan
þeirri fyrri, eða
Maximus snúið aft-
ur að handan. Rómverjar eiga víst
að hafa verið strangtrúaðir á eftirlíf-
ið og gæti hluti myndarinnar því
fjallað um ævintýri hans handan
móðunnar miklu. Hmmm.
Rokksveitin Radiohead kláraðiupptökur á væntanlegri breið-
skífu sinni á aðeins 8 vikum. Það er
afar lítill tími ef
miðað er við
vinnslu á síðustu
tveimur plötum
sveitarinnar. Liðs-
menn léku lögin
mikið til beint inn
og voru búnir að
leika þau fyrir
framan áhorfendur
áður en þau voru hljóðrituð. Búast
má við plötunni í búðir næsta sumar.
Rapparinn 50 Cent, sem er læri-sveinn Eminem, eyddi áramót-
unum bak við lás og slá. Hann var
handtekinn á
gamlársdag fyrir
að bera ólögleg
skotvopn. Hann
átti að koma fram
á næturklúbbi í
New York og var
eitt af skilyrðum
hans að mæta á
staðinn í skot-
heldri bifreið. Það er greinilegt að
pilturinn óttast um líf sitt af ein-
hverri ástæðu. Hann hefur áður
orðið fyrir skotárás. Þá var hann
hæfður níu skotum og rétt lifði af.
Hann hefur ítrekað haldið því
fram að hann eigi hættulega óvini
sem vilji hann feigan.
Breski gamanleikarinn SachaBaron Cohen, sem þekktastur
er fyrir að leika Ali G, slapp með
skrekkinn þegar byssukúla fór í
gegnum hótelher-
bergi hans í Ísrael
á gamlársdag.
Tveir menn er
voru í herberginu
við hliðina á hon-
um frömdu sjálfs-
morð og fór ein
kúlan í gegnum
veggi hótelsins
sem hann gisti á. Til allra lukku
hæfði kúlan hann ekki en honum
var mikið brugðið. Cohen er stadd-
ur í Ísrael í eigin erindagjörðum og
hefur ekki talað við fjölmiðla um
atvikið.
Breska hljómsveitin Suede ætl-ar að halda tvenna tónleika í
Peking í Kína í byrjun næsta mán-
aðar. Þetta verður í fyrsta sinn
sem sveitin spilar þar í landi.
Safnplata með bestu lögum Suede
er síðan væntanleg í búðir innan
nokkurra mánaða.