Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.01.2003, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 03.01.2003, Qupperneq 24
24 3. janúar 2003 FÖSTUDAGUR TÍSKA „Það eru ótrúlega miklar tískusveiflur í tattóinu. Tribal- tattó og ýmis svört mynstur tröll- riðu hér öllu. En nú eru menn að hverfa aftur til fortíðar, meira svona breiðar línur og skærir lit- ir. Myndirnar stækka og meira um að menn komi í nokkur skipti til að takast megi að fullgera myndirnar. Maður situr lengur yfir hverjum og einum,“ segir Svanur Jónsson tattómaður, en hann rekur tattóstofu við Hverf- isgötu í Reykjavík. Svanur kvartar ekki og segist lifa ágætlega af þessum starfa. En við örlitla umhugsun kemst hann reyndar að þeirri niðurstöðu að líklega hafi verið meiri upp- gangur í tattói eða húðflúri á Ís- landi. „Ég hef starfrækt stofuna í þrjú ár en var þar áður í Svíþjóð og get því ekki vitnað um hver staðan var á Íslandi fyrir þann tíma. En á þessum tíma hefur stofunum fækkað um einar þrjár.“ Einn þeirra sem hefur horfið af sjónarsviðinu er læri- meistari Svans, sjálfur Helgi tattoo, en hann er fluttur til Hollands og starfar á lítilli tattó- stofu rétt utan við Amsterdam. Að sögn Svans eru aðeins þrír starfandi húðflúrgerðarmenn í Reykjavík og liðin tíð að fólk detti inn og velji sér eitthvað úr möpp- um. „Það er búið að fólk fái sér tattó bara til að vera með tattó. Nú eru þetta meira svona per- sónulegar yfirlýsingar.“ Næstu upplýsingar Svans koma gersamlega flatt upp á blaðamann. Nokkuð er um að fólk um sextugsaldur komi til hans og láti húðflúra sig. „Það er ýmislegt sem það lætur á sig. Þetta eru kannski menn sem höfðu verið í siglingum og eru að láta gamlan draum rætast. Konur þeirra jafn- vel gefið þeim gjafabréf. Einn var til dæmis að fá sér keltneskt vík- ingamynstur. Þá er ekki óalgengt að menn láti tattóvera á sig nafn látins maka, þannig að það er allt í þessu. Svo hefur færst í vöxt að fólk láti húðflúra á sig trúlofunar- hringi. Þetta er heljarinnar flóra,“ segir Svanur. Húðflúr á sér langa sögu og í raun veit enginn uppruna þess en vinsældir þess hafa gengið í s v e i f l u m . Poppgoð hafa mikil áhrif, Janis Joplin var með húð- flúrað arm- band og m a r g i r fylgdu í kjöl- farið. Á diskótímabilinu datt húðflúr úr tísku en kom aftur með pönkinu. Björk er tvímælalaust mikill áhrifavaldur sem og þeir Skíta- móralsdrengir. Það eru til margir brandarar um tattó. Sumir sem í dag teljast virðulegir eldri borgarar, og sigldu á sínum yngri árum, þurfa að búa við undarlegan svip barna- barnanna í sundi. Dæmi eru um að finna megi nakinn kvenmann eða jafnvel sjálfan Andrés önd einhvers staðar á líkama gamla mannsins - eitthvað sem flúrað var á hörundið í bríaríi í erlendri höfn. Það er hægara sagt en gert að láta fjarlægja óæskileg húð- flúr. Slíkt k o s t a r f l ó k n a leysigeisla- aðgerð sem getur skilið eftir sig ljót ör. Svanur segir slíka aðgerð afar sársaukafulla og biður menn að hugsa vel sinn gang áður en þeir fái sér húðflúr. „Ég bið menn oft að koma aftur seinna ef þeir vilja fá sér eitthvað sem mér líst ekk- ert á sjálfum. Og ef viðkomandi virðist ekki fullkomlega ábyrgur gerða sinna þá vísa ég honum frá. Þá er stranglega bannað að tattó- vera menn séu þeir undir áhrif- um.“ jakob@frettabladid.is Tattóstofum fækkar - tískan í lægð: Tribal-tattó, víkinga- mynstur og Andrés önd SVANUR JÓNSSON HÚÐFLÚRGERÐARMAÐUR: Segir nokkuð um að fólk á sextugsaldri komi til að láta tattóvera sig. Þrátt fyrir háan aldur er BBKing á stöðugum ferðalögum með hljómsveit sinni. Blúsarinn er giftur ungri konu og afbrýði- samur. Eitt sinn þegar hann er á hljómleikaferðalegi grípur hún til þess ráðs, svona til að gleðja gamla manninn og sýna honum hollustu, að láta tattóvera upp- hafsstafi manns síns á sitthvora rasskinnina. Þegar BB kemur þreyttur heim eftir erfiðan túr sýnir hún honum tattóið og þá spyr gamli blúshundurinn for- viða og fúll: Hver er þessi BoB? Örstutt saga um misheppnaða tattóveringu 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU SKÁLDVERKIN ÁRIÐ 2002 RÖDDIN Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR Arnaldur Indriðason MÝRIN Arnaldur Indriðason DON KÍKÓTI Miguel de Cervantes LOVESTAR Andri Snær Magnason HOBITTINN J.R.R. Tolkien BRIDGET JONES Á BARMI... Helen Fielding STOLIÐ FRÁ HÖFUNDI... Davíð Oddsson HRINGADROTTINSSAGA J.R.R. Tolkien 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 MEST SELDU BÆKURNAR ÁRIÐ 2002 - AÐALLISTINN LEGGÐU RÆKT VIÐ SJÁLFAN ÞIG Anna Valdimarsdóttir RÖDDIN Arnaldur Indriðason TILHUGALÍF Kolbrún Bergþórsdóttir SONJA - LÍF OG LEYNDARD... Reynir Traustason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR Arnaldur Indriðason MÝRIN Arnaldur Indriðason GEITUNGURINN 1 Árni Árnason, Halldór Baldurs. ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Bókaútgáfan Stöng HÁLENDISHANDBÓKIN Páll Ásgeir Ásgeirsson Metsölulisti Pennans: Kilja efst BÆKUR Penninn Eymundsson hefur sent frá sér lista yfir mest seldu bækurnar í verslunum sínum árið 2002. Listarnir bera þess merki að þeir ná yfir heilt ár og eru því óhjá- kvæmilega nokkuð frábrugðnir þeim listum sem voru að birtast rétt fyrir jól. Það vekur sjálfsagt mesta athygli að mest selda bók ársins er Leggðu rækt við sjálfan þig eftir Önnu Valdimarsdóttur, endurútgefin í kilju. Hún seldist vel allt árið og var í efsta sæti vin- sældalistans um langt skeið. Ald- ursforseti listans er þó óumdeilan- lega riddarinn sturlaði Don Kíkóti sem kom sterkur inn á lokasprettin- um og endaði í 5. sæti. Óvenju margar eldri bækur röð- uðu sér einnig inn á barnabókalist- ann en aðeins tvær bækur á þeim lista eru gefnar út á þessu ári; Artemis Fowl og Líló og Stitch. Styrkur eldri bóka á listunum ræðst sjálfsagt að miklu leyti af því að oft er um kiljur að ræða en þannig er Arnaldur Indriðason til dæmis með fjórar eldri bækur sín- ar í kiljuformi á aðallistanum og því góðar líkur á að Röddin verði ofarlega á lista ársins 2003 í kilju. ■ HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA? Hugleikur Dagsson myndasögumaður. Ég er að lesa skáldsöguna The Amazing Adventures of Kavalier and Clay sem segir frá tveimur gyðingum í New York árið 1938 sem skapa myndasögupersónuna Escapist, sem er einhvers konar nasistabani og lætur til sín taka í seinni heimsstyrjöldinni. Hún byrjar vel og er líkleg til að snerta strengi í hjarta nördsins. KVIKMYNDIR Nú hafa framleiðendur kvikmyndarinnar „Seven“ ákveðið að gera framhaldsmynd. Upphaf- lega myndin skaut leikstjóranum David Fincher upp á stjörnuhimin- inn árið 1995 en ekki er vitað hvort hann verði viðloðandi framhalds- myndina. Það sem er vitað er að leikar- inn Brad Pitt mun ekki endurtaka hlutverk sitt sem lögreglumaður- inn David Mills. Morgan Freeman mun þó snúa aftur sem lögreglu- maðurinn William Somerset. Annar fjöldamorðingi gerir vart um sig og Somerset er settur í málið. Það gerir lögreglumann- inum svo erfiðara fyrir að morð- inginn virðist vera skyggn og því ávallt einu skrefi á undan lögregl- unni. Persóna Brad Pitt var skrif- uð út þannig að hann hafi gefið sig andlega eftir atburði síðustu myndar og endað á geðsjúkra- húsi. ■ Tíðindi frá Hollywood: Framhaldsmynd Seven í vinnslu DAVID FINCHER Hér sést leikstjórinn David Fincher við tökur á mynd sinni „Fight Club“. Ekki er talið líklegt að hann leikstýri framhaldsmynd „Seven“. Hann hefur verið orðaður við að leikstýra næst Súperman-myndinni „Man of Steel“. Bókaútgáfan Bjartur: Teflir fram öflugu liði BÆKUR Bókaútgáfan Bjartur er með 35 titla á útgáfuáætlun sinni fyrir árið 2003 og mun tefla fram nokkrum góðkunningjum sínum. Þannig eru rithöfundarnir Huldar Breiðfjörð og Bragi Ólafsson báðir með nýjar skáldsögur í smíðum. Þá er Jón Kalman Stefánsson að leggja lokahönd á nýja skáldsögu og aðdá- endur hins vinsæla Blíðfinns mega eiga von á að Þorvaldur Þorsteins- son ljúki við seinni hluta ferðasögu hans til Targíu á árinu. Einnig er von á tveimur nýjum bókaflokkum frá Bjarti, svörtu línunni svokölluðu og flokknum Neon-Klassík. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.