Fréttablaðið - 29.01.2003, Side 10
29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR
INNLENT
ÍÞRÓTTIR Í DAG
15.00 Stöð 2
Spænsku mörkin
18.00 Sjónvarpið
HM í handbolta (Ísland-Pólland)
18.00 Sýn
Sportið með Olís
18.30 Sýn
Western World Soccer Show
19.45 Sýn
Enski boltinn (Liverpool - Arsenal)
20.00 Njarðvík
1. deild kvenna körfubolti (UMFN-ÍS)
22.30 Sýn
Sportið með Olís
23.50 Sjónvarpið
HM í handbolta (Ísland-Pólland e..)
KÖRFUBOLTI Jerry Stackhouse skor-
aði 33 stig og varði skot á
lokamínútunni þegar Washington
Wizards vann Phoenix Suns með
98 stigum gegn 93 í NBA-deildinni
í körfubolta í fyrrakvöld. Michael
Jordan skoraði 19 stig, tók sjö frá-
köst og stal boltanum fimm sinn-
um fyrir Wizards.
Reggie Miller skoraði 21 stig
fyrir Indiana Pacers sem vann
Miami Heat 102:95. Þetta var
fjórði sigur Pacers í röð.
Minnesota Timberwolves vann
San Antonio Spurs 106:95. Kevin
Garnett skoraði 34 stig og tók 10
fráköst fyrir Timberwolves í
sjötta sigri liðsins í röð.
Ricky Davis setti niður 32 stig
í 104:100 sigri Cleveland Cavali-
ers á L.A. Clippers. Fyrir leikinn
hafði Cavaliers tapað sex leikjum
í röð og ekki unnið heimaleik síð-
an í desember. ■
FÓTBOLTI John Rudge, yfirmaður
knattspyrnumála hjá Íslendinga-
liðinu Stoke City, er himinlifandi
með bikardráttinn gegn Chelsea í
5. umferð keppninnar. Leikur lið-
anna verður háður 15. eða 16.
febrúar.
„Það er heilmikil saga á bak við
viðureignir þessara liða. Þetta
verður mikil prófraun fyrir okkur
en við höfum fjölda áhorfenda á
bak við okkur. Þar sem þetta er
bikarinn veit enginn hvað getur
gerst,“ sagði Rudge. ■
Sigurður Sigurðarson hesta-maður hefur verið kjörinn
íþróttamaður Mosfellsbæjar árið
2002. Í öðru sæti var Magnús
Lárusson, kylfingur úr golf-
klúbbnum Kili og í þriðja sæti
varð Sigurjón Jóhannsson, bad-
mintonmaður úr Aftureldingu.
ZOLA
Gianfranco Zola fagnar marki sínu í bikarnum gegn Shrewsbury, sem leikur í 3. deild.
Chelsea vann leikinn 4:0. Zola verður í sviðsljósinu á Britannia-leikvangnum í 5. umferð
bikarkeppninnar í febrúar.
Bikarleikur Stoke og Chelsea:
Rudge himinlifandi
STACKHOUSE
Jerry Stackhouse, framherji Washington
Wizards, reynir körfuskot yfir Shawn
Marion, leikmann Phoenix Suns. Stack-
house skoraði 33 stig í leiknum.
ÚRSLIT
Miami Heat-Indiana Pacers 95:102
Washingt. Wizards-Phoenix Suns 98:93
Clevel. Cavaliers-L.A. Clippers 104:100
Minnesota-San Antonio Spurs 106:95
Houston Rockets-Grizzlies 100:95
Milwaukee Bucks-Hornets 108:93
New Jersey Nets-Denver 92:66
NBA-deildin:
Stackhouse og Garnett atkvæðamiklir
AP
/M
YN
D
Pólverjar fá
hæstu einkunn
Kjartan Steinsson er fjármálastjóri heildsölu Ásbjörns Ólafssonar, sem
m.a. selur Prins Póló. Kjartan, sem hefur átt góð samskipti við Pólverja,
á von á 26:23 sigri Íslendinga gegn Póllandi á HM í kvöld.
HANDBOLTI Leikurinn í kvöld leggst
vel í Kjartan. „Ég hef fulla trú á
því að við vinnum Pólverjana,
bæði miðað við hvernig Ísland
hefur verið að spila og eins hvern-
ig gekk á móti þeim um daginn á
hraðmótinu í Danmörku [29:22
fyrir Ísland]. En allir þurfa að
eiga góðan dag til þess að leggja
Pólverjana. Þeir eru sennilega af
svipuðu kaliberi og við þó svo að
við séum kannski ívið sterkari.
Það er krafa um að vinna leikinn,“
segir Kjartan.
Kjartan er nýkominn frá Pól-
landi og segist ekki hafa orðið var
við mikla umfjöllun um HM þar í
landi. „Samt höfðu þeir vitneskju
um að við hefðum tekið þá í bak-
aríið í Danmörku. En ég hef það á
tilfinningunni að handbolti sé ekki
hátt skrifaður í Póllandi í dag.“
Að sögn Kjartans eru Pólverjar
afskaplega viðkunnanlegt fólk.
„Það er gaman að koma til Pól-
lands og þeir eru góðir í samskipt-
um. Það er líka góður mælikvarði
á Pólverja að þeir eru stærsti er-
lendi hópurinn á Íslandi í dag, fyr-
ir utan kannski starfsmenn varn-
arliðsins, og mjög eftirsóttir í
vinnu. Þeir eru bæði duglegir og
samviskusamir og fá hæstu eink-
unn hjá mér.“
Kjartan á von á íslenskum sigri
í kvöld en segist eiga erfitt með að
spá fyrir um lokatölur. „Margir
leikir á HM hafa verið spilaðir á
svo hröðu tempói. Mörkin sem
hafa verið skoruð í öðrum hálf-
leiknum hafa hingað til þótt eðli-
leg úrslit eftir fullan leiktíma. Ég
geri ráð fyrir að Pólverjar spili á
hægara tempói en Þjóðverjarnir
þannig að ég á von á því að við
vinnum 26:23.“
freyr@frettabladid.is
SIGRI FAGNAÐ
Liðsmenn íslenska landsliðsins fagna sigrinum gegn Portúgal í riðlakeppninni. Leikurinn
við Pólverja í kvöld hefst klukkan 18.30.
FYRRI LEIKIR ÞJÓÐANNA
Ísland-Pólland
1990 25:27
1992 23:22
1993 30:15
1993 28:24
1995 23:21
1995 31:26
1995 23:21
2001 24:27
2001 30:24
2003 29:22
Ísland hefur unnið 8 af síðustu 10
viðureignum þjóðanna.
KJARTAN STEINSSON
Kjartan Steinsson vill ekki kannast við að
sala á Prins Pólói hafi aukist í beinum
tengslum við leikinn í kvöld. Hann segist
þó ekki kvarta enda seljist súkkulaðið alltaf
vel á Íslandi.