Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2003, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.01.2003, Qupperneq 12
FUNDIR 12.05 Vigdís Erlendsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, sálfræðingur og for- stöðumaður Barnahúss, heldur erindi í stofu 201 í Odda um skýrslutökur af börnum. Vigdís hefur fengið þjálfun í skýrslutök- um barna í Bandaríkjunum og haldið marga fyrirlestra bæði hér heima og erlendis um málaflokk- inn. 12.15 Hrafnaþing á Hlemmi nefnast opin fræðsluerindi Náttúrufræði- stofnunar Íslands, sem haldin eru í sal Möguleikhússins á hverjum miðvikudegi. Í dag segir Eyþór Einarsson grasafræðingur í máli og myndum frá gróðurframvindu í skerjum í Breiðamerkurjökli. 12.15 Málstofa verður haldin í stofu 101 í Lögbergi á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem dr. Matthías Geir Pálsson ræðir efni doktorsritgerðar sinnar Ósann- girni í evrópskum samningarétti og alþjóðlegum viðskiptasamn- ingum, sem hann varði árið 2001 við Evrópuháskólann í Flórens á Ítalíu. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir. 13.30 Opið hús verður fyrir þau sem misst hafa atvinnuna í safnað- arheimili Dómkirkjunnar, Lækj- argötu 14a. Tilvalið er að byrja há- degið með kyrrðar- og bæna- stund í Dómkirkjunni kl. 12.10 og fá sér síðan léttan hádegisverð á kirkjuloftinu áður en haldið er út í safnaðarheimili. 16.15 „Hugmyndir leikskólabarna um grunnskólann“ nefnist fyrirlestur sem Jóhanna Einarsdóttir, dós- ent við Kennaraháskóla Íslands, heldur á vegum Rannsóknastofn- unar KHÍ. Fyrirlesturinn verður haldinn í salnum Skriðu í Kenn- araháskóla Íslands v/Stakkahlíð og er öllum opinn. 17.30 Biblíuskólinn við Holtaveg og Kristilegt félag heilbrigðisstétta standa í sameiningu fyrir mál- þingi um líftækni og siðfræði í húsi KFUM og KFUK, á horni Holtavegar og Sunnuvegar. Yfir- skrift málþingsins er Líf og tækni, trú og Guð. 20.00 Fræðslufundur um fíkniefnamál verður fyrir foreldra nemenda í 9. bekk Ölduselsskóla. Þessi fræðslufundur er liður í forvarna- verkefninu „Hættu áður en þú byrjar“. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna. 20.00 Aukaaðalfundur Tilveru verður haldinn í Bíósal Hótels Loftleiða. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf en sérstakur gestur fundar- ins er Jón Einarsson grasalæknir sem ætlar að flytja erindi um ófrjósemi og þær úrlausnir sem grasalækningar bjóða í baráttunni við ófrjósemina. NÁMSKEIÐ 20.00 Námskeiðaröð fyrir almenning um rímur og rapp hefst í Þjóðar- bókhlöðu í dag. Á vaðið ríða rímna- og rappsnillingarnir Stein- dór Andersen og Jón Magnús Arnarsson. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði mun tengja saman þessar tvær hefðir og benda á ýmsa snertifleti. Námskeiðið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbók- hlöðu frá kl. 20 til 22. Verð 3.500 kr. LEIKHÚS 20.00 Rakstur eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son í leikstjórn Hauks J. Gunnars- sonar á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. TÓNLEIKAR 20.00 Hljómsveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir stjórn Guðna Franzsonar heldur tón- leika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð miðvikudaginn 29. janúar kl. 20. Á efnisskrá er 20. aldar tónlist, verk eftir Benjamin Britten, Aaron Copland, Leonard Bernstein og Terry Riley. SÝNINGAR María Kristín Steinsson sýnir olíumál- verk í Café Cozy, Austurstræti. Sýningin er opin á opnunartíma Café Cozy. Margrét Oddný Leópoldsdóttir sýnir „Storesarnir eru að hverfa“ í gluggum sínum í Heima er best, Vatnsstíg 9. Sýn- ingin stendur til 26. febrúar. Í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3, sýna þau Finnur Arnar Arnarsson, Hlynur Halls- son og Jessica Jackson Hutchins verk sín. Nú stendur yfir samsýning 7 málara í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Allir þessir málarar eru löngu þjóðkunnir fyrir verk sín og einkennir fjölbreytni sýninguna. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Ein- ar Þorláksson, Guðmundur Ármann, Kjartan Guðjónsson, Jóhanna Bogadóttir og Óli G. Jóhannsson. Sýningin stendur til 2. mars. Hugarleiftur er yfirskrift á samvinnu- verkefni bandarísku myndlistarkonunnar Diane Neumaier og gríska rithöfundar- ins Christos Chrissopoulos, sem nú er sýnt í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýningin er afrakstur Íslandsferðar þeirra sumarið 2000. Hitler og hommarnir nefnist sýning þeirra David McDermott og Peter Mc- Gough í Listasafni Akureyrar. Sýning þeirra fjallar um útrýmingu samkyn- hneigðra á nasistatímanum. Aftökuherbergi nefnist sýning í Lista- safni Akureyrar á 30 ljósmyndum eftir Lucindu Devlin sem teknar voru í bandarískum fangelsum á tíunda ára- tugnum. Tumi Magnússon sýnir vídeóverk í Kúl- unni í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Safnið er opið alla daga frá kl. 13 til 16. Sýningin stendur til 16. febrú- ar. Hinstu máltíðir nefnist sýning Barböru Caveng í Listasafni Akureyrar. Viðfangs- efni sýningarinnar eru síðustu máltíðir fanga sem teknir hafa verið af lífi í Bandaríkjunum. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir samsýning ungra íslenskra og breskra listamanna. Sýningin ber heitið „then ...hluti 4 - minni forma“. Sýningin stendur til 2. mars. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, 21 árs útskriftarnemi af myndlistabraut í Fjöl- braut í Breiðholti, sýnir ljósmyndir og skúlptúr í Gallerí Tukt. Sýningin stendur yfir í tvær vikur. 12 29. janúar 2003 MIÐVIKUDAGUR MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR hvað? hvar? hvenær? Þjóðarbókhlaðan: Rappað í menningar- geymslunni RÍMNAFLÆÐI Þjóðarbókhlaðan gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiðum alla miðvikudaga fram til 23. apríl. Nám- skeiðin eru ætluð almenningi og tengjast efni safnsins meira eða minna á einhvern hátt. Það eru rímna- og rapp- s n i l l i n g a r n i r Steindór Andersen og Jón Magnús Arnarsson sem ríða á vaðið í kvöld. Hilmar Örn Hilmarsson alls- herjargoði mun tengja saman þessar tvær hefðir og benda á ýmsa snertifleti. „Við erum að reyna að stíla inn á það sem fólk hefur áhuga á og því þótti ekki úr vegi að gefa rapp- inu og rímunum gaum en það hef- ur verið mikil vakning í rímum eft- ir að rappið varð vinsælt,“ segir Auður Styrkársdóttir hjá Þjóðar- bókhlöðunni. „Bókhlaðan er geymslustaður menningarinnar og þeir Hilmar og Jón eru tíðir gestir hérna og hafa skoðað mikið af gömlum rímum og handritum.“ Námskeiðið er haldið í fyrir- lestrasal Þjóðarbókhlöðu frá klukkan 20 til 22. ■ HILMAR ÖRN HILMARSSON Mun leitast við að greina upphafleg- an tilgang rímna og notar tóndæmi máli sínu til stuðnings. TÓNLIST Hljómsveitin Dikta gaf út hljómplötuna Andartak nokkrum dögum fyrir jól. Jólaprófin í Há- skólanum tóku það mikið á með- limi sveitarinnar að ekki gafst tími til að halda útgáfutónleika fyrr en nú. „Ég er í læknisfræði og Skúli bassaleikari er í lög- fræði, alveg brjálað að gera hjá okkur því við erum báðir á fyrsta ári,“ segir Haukur Heiðar Hauks- son, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar. Dikta mætir til leiks á Gauki á Stöng í kvöld og mun spila nýju plötuna eins og hún leggur sig. „Við spilum svo önnur lög í bland og þetta verður svaka stuð.“ Dikta er tveggja ára gömul. Hana skipa, auk Hauks, Jón Pét- ursson (gítar), Skúli Gestsson (bassi) og Jón Þór Sigurðsson (trommur). Hún tók þátt í Músiktilraunum Tónabæjar árið 2000 og komst í úrslit. Haukur segir að Dikta leiki hart rokk sem fari annað slagið yfir í mýkri til- finningasemi. ■ DIKTA Verður með útgáfutónleika á Gauknum í kvöld. Húsið opnar klukkan 21 og þeir félagar lofa miklu stuði. Útgáfutónleikar: Fersk úr jólaprófum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.