Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.01.2003, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 29. janúar 2003 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 0 4 / sia .is FITUL&LÍTIÐ Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið. Nýr þáttur á NBC: Lowe í hlutverki lögfræðings SJÓNVARP Rob Lowe, sem áður lék í sjónvarpsþátt- unum „West Wing,“ er að leggja lokahönd á samn- ing um að framleiða og leika í sjónvarpsþáttunum „Lyon’s Den“ á sjónvarps- stöðinni NBC, þeirri sömu og framleiðir „West Wing“. Þetta eru dramatískir þættir sem fara að öllum líkindum í prufusýningar í Bandaríkjunum næsta haust. Lowe mun leika lögfræðing í gamalgrónu fyrirtæki sem á erfitt með að losna undan skugga föður síns, sem er mikilsvirtur þingmaður. Lowe fékk um 6 milljón- ir króna fyrir hvern Vest- urálmuþátt en ákvað samt sem áður að hætta vegna launadeilna. Talið er að hann fái talsverða launa- hækkun fyrir hlutverk sitt í „Lyon’s Den.“ ■ TÓNLIST Hundruð tónlistarmanna söfnuðust saman í London á mánu- dag til að mótmæla frumvarpi rík- isstjórnarinnar sem talið er að muni hafa áhrif á tónleikahald. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að staðir sem hafa ekki skemmt- analeyfi geti ekki lengur boðið upp á lifandi tónlist. Þar af leiðandi þurfa þeir að greiða fyrir skemmt- analeyfið, sem gerir tónleikahald miklu dýrara en ella. Samtök tónlistarmanna segja að frumvarpið stefni tónleikahaldi landsins í voða. Samkvæmt sam- tökunum munu rúmlega 100 þús- und staðir missa rétt til tónleika- halds, þar á meðal kirkjur og einkaklúbbar. Staðir sem halda tónleika án skemmtanaleyfis þurfa að borga allt að 20 þúsund pundum í sekt, sem nemur tæpur þremur milljónum íslenskra króna. Dave Rowntree, trommuleikari Blur, fór í broddi fylkingar og af- henti þingmönnum undirskrifta- lista með 40 þúsund nöfnum sem mótmæli við frumvarpinu. Kim Howells, menningarmála- ráðherra Bretlands, segir að frum- varpið sé hugsað til að hvetja til tónleikahalds í stað þess að eyði- leggja það. „Þetta gerir stöðum auðveldara um vik að halda tónleika og þar af leiðandi aukin tækifæri fyrir tón- listarmenn til að troða upp,“ sagði Howells í samtali við BBC. „Tón- listarmenn þurfa ekki að óttast frumvarpið.“ ■ LOWE Rob Lowe verður að öllum líkind- um áfram á NBC- sjónvarpsstöðinni. BLUR Dave Rowntree úr Blur fór fyrir hópi tónlistarmanna sem mótmælti frumvarpi ríkisstjórn- arinnarinnar. Með frumvarpinu er stöðum gert erfiðara um vik að halda tónleika. Tónlistarmenn í London: Mótmæla frumvarpi til tónleikahalds

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.