Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 29
Ný breiðskífa R. Kelly fór rak-leiðis á topp bandaríska sölu- listans við útgáfu hennar. Þetta kemur á óvart þar sem söngvarinn var ný- lega kærður fyrir að framleiða og hafa í fórum sér barna- klám. Platan seldist í um 532 þúsundum eintaka á fyrstu viku sinni í búðunum. Kelly fékk 21 kæru á sig vegna barnakláms, meðal annars fyrir að kvikmynda sjálfan sig hafa mök við stúlku undir lögaldri. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Höfuðpaur Massive Attack, Ro-bert Del Naja eða 3D eins og hann er kallaður, var handtekinn í Bristol á fimmtudaginn grunaður um að hafa í fórum sér eiturlyf og barnaklám. Honum var síðar sleppt eftir stutta yfirheyrslu. Í fréttatilkynningu fullyrðir Del Naja að hann hafi aldrei séð barnaklám. 29FÖSTUDAGUR 1. mars 2003 SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 7 og 10 bi. 16 ára ABOUT SCHMIDT 3, 5.30, 8 og 10.30 SPY KIDS 2 kl. 2 KALLI Á ÞAKINU m/ísl.tali kl. 2 og 4 STAR TREK NEMESIS kl. 10.10 HARRY POTTER m/ísl.tali kl. 2THE HOT CHICK kl. 8 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 FRIDA 3, 5.30, 8, og 10.30 bi. 12 ára ABOUT SCHMIDT kl. 3, 5.30, 8, 10.30 CHICAGO kl. 3, 5.30, 8 og 10.30Sýnd kl. 3, 6, 8.30 og 10.50 bi. 16 ára Í verðinu er innifalið: • 15 myndir sem fermingarbörn fá afhent á diski auk yfirlitsmyndar. • 4 stækkaðar myndir í stærð A5. • Förðun fyrir stúlkur. • Strákar fá nýjustu Gillette rakvélina. • Stelpur fá Maybelline Gloss. • 10% afslatt í Topshop, Miss Selfridge og Topman á fermingarfatnaði. Þeir sem vilja, geta fengið lánaðan fatnað frá Topshop fyrir myndatökuna. Allir þátttakendur komast á skrá hjá Eskimo Models og fá Eskimo boli. Takmarkaður fjöldi kemst að! Bókanir í síma: 533-4646. Verð: 15.900 kr. Eskimo Models Fermingarmyndataka fyrir stelpur og stráka. Þetta óvænta er gott Mér finnst hjúplakkrís góður.Þegar ég fæ mér bland í poka er ég að leita eftir þessu óvænta. Sumt er gott en annað vont – súrt. Það er best ef þetta óvænta er gott. Ég fékk þessa tilfinningu einmitt þegar ég hlustaði á hipp hopp eða rappsafnplötuna Bumsquad, sem gefin var út fyrir jólin. Þetta óvænta var gott. Platan ber vitni um gríðarlega grósku í þessari tegund tónlistar. Á plötunni er að finna 16 lög eftir 15 flytjendur. Ellefu rímur eru á ís- lensku en restin á móðurmáli rappsins. Enskunni. Eins og þegar ég fæ mér bland í poka flokkaði ég lögin eftir gæði molanna. Sex þeirra bráðnuðu uppi í mér og níu voru nokkuð góðir. Einn var súr – Betarokk, bakradd- irnar hefðu átt að syngja allt lagið. Móri, sem hugsanlega er besti rappari landsins í dag, slær í gegn með laginu Brotni taktur, sem og Mezziaz MC með laginu Skýjum ofar. Kritikal Mazz og O.N.E. komu skemmtilega á óvart og Evilmind kom mér jafnvel enn meira á óvart með flottri ástarrímu. Tiny, kornungur og reiður rapp- ari, átti samt óvæntasta sprettinn með laginu Straight Execution. Sannarlega eitt allra flottasta lag plötunnar. Sannkallaður „trítill.“ Trausti Hafliðason Rokksveitin Mínus undirbýr nú28 tónleika túr um Evrópu með bresku sveitinni Hell Is for Heroes. Sveitin hljóðritar þessa dagana þriðju breiðskífu sína, sem Smekk- leysa áætlar að gefa út í byrjun maí. Upptökustjórar eru Ken Thomas og Bibbi „Curver“. Ken vann meðal annars tvær síðustu breiðskífur Sigur Rósar og nýverið fyrstu breiðskífu David Gahan. Bibbi vann síðustu breiðskífu Mín- us, „Jesus Christ Bobby“. Mínus heldur tónleika á Gauki á Stöng ásamt Hell Is for Heroes 13. mars næstkomandi. Eftir það verð- ur haldið af stað til Danmörku, Þýskalands, Ungverjalands, Aust- urríkis, Belgíu og Bretlands. Tutt- ugu tónleikar verða haldnir í Bret- landi. Sveitin snýr heim úr víkingi 30. apríl, aðeins nokkrum dögum fyrir útgáfu breiðskífu sinnar. Fyrsta útvarpslag plötunnar „Romantic Exorcism“, sem gefið var út á safnplötu frá Smekkleysu fyrir jól, hefur verið leikið á BBC Radio 1. ■ BUMSQUAD. Bumsquad Umfjölluntónlist ■ TÓNLEIKAR 28 tónleikar í Evrópu á 34 dögum MÍNUS Íslenska rokksveitin Mínus er vel metin í harðkjarnasenunni. Hún legg- ur af stað í mánaðar tónleikaferð með bresku sveitinni Hell Is for Her- oes þann 28. mars næstkomandi. Tom Cruise hefur ráðið DannyDeVito til þess að leikstýra end- urgerð gamanmyndarinnar „I Married a Witch“ frá 1940. Cruise setti verkefnið af stað fyrir fimm árum og ætlaði þá að fá þáverandi eiginkonu sína Nicole Kidman til þess að leika á móti sér. Myndin fjallar um álög er norn setti á fjöl- skyldu árið 1660 sem veldur því að karlkyns afkomendur hennar kvænast ávallt rangri konu. Það eru ekki allir jafn hrifnir afNicole Kidman því leikkonan Jennifer Aniston er sögð ævareið út í eiginmann sinn Brad Pitt fyrir að taka að sér aðalhlutverk mynd- arinnar „Mr. and Mrs.“ á móti leikkonunni. Kidman er sögð hafa afar heillandi persónuleika og er það umtalað í Hollywood að mót- leikarar hennar verði ástfangnir af henni. Þriggja ára hjónaband Aniston og Pitt er víst óstöðugt um þessar mundir og óttast Aniston að Pitt falli kylliflatur fyrir rauð- hærðu gyðjunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.