Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 30
1. mars 2003 LAUGARDAGUR30 Bandaríkjamenn eru að fara ístríð. Það fer ekkert á milli mála og sést best í sjónvarpinu. Stríðsbrölt Bandaríkjamanna hefur verið vinsælt sjónvarpsefni allt frá því þeir böðluðust í Víetnam. Fífla- gangurinn náði hámarki í Persaflóa- stríðinu fyrir 12 árum þegar George Bush eldri lét sprengja Írak aftur á steinöld í einum glæstasta herleiðangri Bandaríkjamanna fyrr og síðar. CNN sá um dramatíseríng- una og ævintýraljómann. Bandaríski afþreyingariðnaður- inn er þekktur fyrir að gera fram- hald af öllum sköpuðum hlutum og bráðum verður framhaldsþáttur Persaflóastríðsins tekinn til sýn- inga í sjónvarpi úti um allan heim. Spennan í heimalandi stríðsherrans fer stigvaxandi. Ekki þó vegna þess að saklausir borgarar í Írak verði stráfelldir í tilgangslausu stríði, heldur vegna þess að hinn vestræni heimur stendur ekki einhuga á bak við Bush. Það hefur verið grátbroslegt að fylgjast með stríðsæsingum forset- ans og enn dapurlegra að horfa upp á bandaríska sjónvarpsmenn renna á blóðbragðið. Hálfbjáninn Jay Leno er að vísu löngu hættur að hreyfa við manni með smekklausu þjóðrembugríni sínu en það var sorglegt að horfa upp á þul í 60 Minutes amast við því að Banda- ríkjamenn væru illa liðnir í Kóreu og samt væri Kórea ekki Frakkland. Botni var svo náð í lok síðustu viku þegar uppáhaldsnöldurseggurinn minn hann Andy Rooney lýsti því fokvondur yfir að Frakkar hefðu ekki rétt til þess að mótmæla fyrir- huguðu stríði þar sem það hefði kostað 150.000 Breta og Bandaríkja- menn lífið að frelsa Frakkland und- an oki nasista. Þetta eru væntanlega sömu rökin og liggja að baki því að Bandaríkjamenn sjá ekkert athuga- vert við það að Ísraelsmenn slátri aröbum í anda Hitlers? ■ Við tækið ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ■ missti endanlega trúna á amer- ísku sjónvarpsfólki þegar hann horfði á Andy Rooney, sem er engin forsetasleikja, skamma Frakka fyrir afstöðu þeirra í Íraksdeilunni. Sjónvarpsstríðið 20.00 Kvöldljós 21.00 Bænastund 21.30 Joyce Meyer 22.00 Benny Hinn 22.30 Joyce Meyer Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 12.15 Enski boltinn Bein útsend- ing frá leik Newcastle United og Chelsea. 14.30 4-4-2 Snorri Már og Þor- steinn J. fjalla um enska og spænska fótboltann og Meistara- deildina. 15.30 Trans World Sport 16.30 Fastrax 2002 Hraðskreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 Nash Bridges IV (4:24) 19.45 South Park (7:14) (Trufluð tilvera) Bráðfyndinn heimsfrægur teiknimyndaflokkur um félagana Kyle, Stan, Cartman og Kenny. 20.05 Spænski boltinn (Alaves - Real Madrid) Bein útsending frá leik Alaves og Real Madrid. 22.30 Die Hard With a Vengeance McClane mætir aftur til starfa þeg- ar geðbilaður sprengjumaður fer að hrella íbúa í New York. Aðal- hlutverk: Bruce Willis, Jeremy Irons, Samuel L. Jackson. Leikstjóri: John McTiernan. 1995. Stranglega bönn- uð börnum. 0.30 Hnefaleikar - Mike Tyson Hnefaleikakeppni í Memphis í um síðustu helgi. Á meðal þeirra sem mættust voru Mike Tyson, fyrrver- andi heimsmeistari í þungavigt, og Clifford Etienne. 2.00 John Ruiz - Roy Jones Jr. Bein útsending frá hnefaleika- keppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mætast eru John Ruiz og Roy Jones Jr., heimsmeistari í létt- þungavigt, sem nú færir sig upp í næsta þyngdarflokk. 5.00 Dagskrárlok og skjáleikur 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (9:65) 9.07 Andarteppa (9:26) 9.19 Bingur (9:13) (Binka) 9.26 Malla mús (48:54) (Maisy) 9.33 Undrahundurinn Merlín (28:28) 9.43 Albertína ballerína (5:26) 9.55 Siggi og Gunnar (3:10) 10.00 Babar (64:63) 10.50 Viltu læra íslensku? (8:22) e. 11.10 Kastljósið e. 11.35 At e. 12.05 Geimskipið Enterprise (17:26) e. 12.50 Mósaík e. 13.25 Hreysti e. 13.55 Snjókross (1:10) e. 14.25 Þýski fótboltinn Bein útsending. 16.20 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá leik Hauka og Þórs í Esso-deild karla. 17.05 Táknmálsfréttir 17.15 Íslandsmótið í handbolta Haukar-Þór, seinni hálfleikur. 18.00 Smart spæjari (23:30) 18.25 Flugvöllurinn (7:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Spaugstofan 20.50 Það er eitthvað við Mary Maður ræður einkaspæjara til þess að hafa uppi á æskuástinni sinni en ekki vill betur til en svo að spæjarinn verður líka skotinn í henni. Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Matt Dillon og Ben Stiller. 22.50 Taggart (Taggart: Fire, Burn) Skosk sakamálamynd. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Aðalhlutverk: Blythe Duff, Colin McCredie, John Michie og Alex Norton. 0.30 Steingeit eitt Allur heimur- inn fylgist með fyrsta flugi manns- ins til Mars. Aðalhlutverk: Elliott Gould, James Brolin, Brenda Vaccaro, Sam Waterston og O.J. Simpson. e. 2.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 8.00 Barnatími Stöðvar 2 Í Eril- borg, Lína langsokkur, Tiddi, Með Afa 9.55 Konungur á tímaflakki Galdranornin Morgana vill koma hinum unga Artúr fyrir kattarnef og seiðkarlinn Merlin grípur til þeirra ráða að flytja Artúr til 20. aldarinn- ar til að vernda piltinn. Aðalhlut- verk: Alexandra Paul, Arye Gross. 11.25 Yu Gi Oh (7:48) 11.50 Bold and the Beautiful 13.30 Viltu vinna milljón? 14.20 Alltaf í boltanum 14.45 Enski boltinn Bein útsending. 17.05 Sjálfstætt fólk (Ingibjörg Pálmadóttir) 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 High Heels and Low Lifes Bráðsmellin kvikmynd um tvær vinkonur sem leiðast út á hálan ís. Aðalhlutverk: Minnie Driver, Mary McCormack, Kevin McNally, Mark Williams. 20.55 Original Sin Luis Vargas er kúbverskur kaupsýslumaður sem auglýsir eftir konuefni. Hin gull- fallega Julia Russell svarar kalli hans og þau gifta sig með það sama. Aðalhlutverk: Antonio Band- eras, Angelina Jolie. Bönnuð börn- um. 22.50 Holy Man Undarlegur ná- ungi sem virðist ganga á guðs veg- um malar gull fyrir sjónvarpsfram- leiðendur. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Jeff Goldblum, Kelly Preston, Robert Loggia. 0.40 100 Girls Matthew er í framhaldsskóla. Dag einn er hann staddur í lyftu þegar rafmagnið fer af. Hann er þó ekki einn því með honum er stúlka. Aðalhlutverk: Jonathan Tucker, Emmanuelle Chriqui, Lisa Oleynik. Stranglega bönnuð börnum. 2.10 Misery Metsöluhöfundurinn Paul Sheldon lendir í umferðaró- happi fjarri mannabyggð. Aðalhlut- verk: Kathy Bates, James Caan. Stranglega bönnuð börnum. 3.55 Myndbönd frá Popp TíVí 6.05 She’s All That (Toppstelpa) 8.00 The Duke (Hertoginn) 10.00 Baby Genius (Litli snillingurinn) 12.00 The Competition (Samkeppnin) 14.05 She’s All That (Toppstelpa) 16.00 The Duke (Hertoginn) 18.00 Baby Genius (Litli snillingurinn) 20.00 Million Dollar Hotel (Milljón dala hótelið) 22.00 Thick As Thieves (Meistaraþjófar) 0.00 Jackie Brown 2.30 Hard Rain (Allt á floti) 4.05 Thick As Thieves (Meistaraþjófar) 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 13.00 Meiri músík 15.00 Meiri músík 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík 12.30 Mótor (e) 13.00 Dateline (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Ladies Man (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon - Tvöfald- ur þáttur (e) 19.00 Fólk með Sirrý (e) 20.00 Ímark Umsjón Fjalar Sig- urðarson 21.00 Íslensk kvikmynd 22.30 Law & Order SVU (e) Bandarískir sakamálaþættir með New York sem sögusvið. Þættirnir eru tvískiptir; í fyrri hlutanum er fylgst með lögreglumönnum við rannsókn mála og er þar hinn gamalreyndi Lennie Briscoe fremstur í flokki en seinni hlutinn er lagður undir réttarhöld þar sem hinir meintu sakamenn eru sóttir til saka af einvalaliði sak- sóknara. 23.20 Philly (e) Kim Delaney fer með hlutverk háspennulögfræð- ings sem berst fyrir tilveru sinni í hörðum heimi laga, réttar og fjöl- skyldulífs. Magnað lagadrama um konu á framabraut sem reynir að veita dóttur sinni sæmilegt upp- eldi og heilbrigt fjölskyldulíf þrátt fyrir annir. 0.10 Tvöfaldur Jay Leno (e) 1.40 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Vin Diesel, Paul Walker, Michelle Rodriguez og Jordana Brewster leika aðalhlutverkin í hasarmyndinni The Fast and the Furious sem er frá árinu 2001. Dominic Toretto er kaldur karl sem stundar kappakstur á göt- um Los Angeles sér til dægra- styttingar. Hópur fólks fylgist með þessu ólöglega athæfi af miklum áhuga en talsverðar fjárhæðir eru lagðar undir. Bri- an O’Conner er nýjasti ökuþór- inn í þessum geira en hann vill ólmur sanna sig fyrir Toretto og félögum hans. Stöð 2 20.55 sýn 2.00 HNEFALEIKAR „Að færa sig upp um þyngdarflokk er mikil áhætta en í því felst líka mikil áskorun fyrir mig. En ég skora líka á Don King. Þegar ég hef sigrað Ruiz ætla ég að sjá til þess að King verði klipptur,“ segir heimsmeistarinn í léttaþungavigt, Roy Jones Jr., sem í kvöld mætir John Ruiz í Las Vegas. Í húfi er heimsmeistaratitill WBA-sam- bandsins í þungavigt en Jones Jr. keppir nú í þessum þyngdarflokki í fyrsta sinn. Ruiz er sömuleiðis bjartsýnn. „Ég væri til í að sjá King með nýja hárgreiðslu en það verð- ur ekki að veruleika 1. mars. Roy mun ekki sigra.“ DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 1. MARS Hasarmynd með Vin Diesel Erum að taka upp mikið úrval af fallegum vorvörum frá Choise, Liva, Message & B-young Nýjar vörur Laugaveg i 83 s : 562 3244 Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga. Ný sending leðurjakkar kr. 19.900 stærðir 36-42 stuttar og síðar kápur úlpur, hattar og húfur Útsala á völdum vörum Þátturinn My Big Fat Greek Life vinsæll: Bandaríkjamenn hrífast af Grikkjum SJÓNVARP Sjónvarpsþátturinn „My Big Fat Greek Life,“ sem gerður er eftir kvikmyndinni „My Big Fat Greek Wedding,“ sem slegið hefur í gegn í Bandaríkjunum, fékk gríðarmikið áhorf er hann var frumsýndur á sjónvarpsstöð- inni CBS á mánudagskvöld. Þátturinn fékk mesta áhorf sem mælst hefur á nokkuð frum- sýnt gamanefni í rúm fjögur í bandarísku sjónvarpi. Alls sáu tæpar 23 milljónir manns þáttinn. Kvikmyndin sem þátturinn er gerður eftir fjallar um grísk- bandaríska konu sem á í ástar- sambandi við bandarískan mann og viðbrögð fjölskyldu hennar við ráðahagnum. Myndin kostaði um 400 milljónir króna í framleiðslu á sínum tíma en hefur halað inn rúma 19 milljarða króna í miða- sölunni í Bandaríkjunum. Nia Vardalos, sem lék aðalhlut- verkið og skrifaði handritið að kvikmyndinni, fer einnig með að- alhlutverkið í sjónvarpsþættin- um. ■ VARDALOS Nia Vardalos skrifaði handritið og fór með aðalhlutverkið í myndinni „My Big Fat Greek Wedding.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.