Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 16
Könnunin var gerð fyrir vikuog spurt var: „Hvaða íslenski íþróttamaður finnst þér skara mest fram úr um þessar mundir?“ Það kemur kannski fáum á óvart að Ólafur Stefánsson hand- knattleiksmaður er talinn skara mest fram úr og öruggur í öðru sætinu er gullkálfurinn Eiður Smári Guðjohnsen. Yfirburðir Ólafs Ólafur Stefánsson nýtur mestr- ar hylli meðal landsmanna en rúm 32% svarenda nefndu hann á nafn. Ólafur hefur staðið sig frá- bærlega með félagsliði sínu Mag- deburg í Þýskalandi og hefur ver- ið burðarásinn í íslenska landslið- inu sem náði frábærum árangri á Heimsmeistaramótinu í Portúgal og á Evrópumótinu í Svíþjóð. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá Chelsea, varð annar í valinu með um 20% atkvæða. Eiður Smári er senni- lega besti knattspyrnumaður Ís- lands um þessar mundir, að öðr- um ólöstuðum. Það hlýtur að telj- ast honum til framdráttar í könn- uninni að enska knattspyrnan er sú vinsælasta hér á landi, ef ekki í heimi, og er sýnd í beinni útsend- ingu nokkrum sinnum í viku í sjónvarpsstöðvum hér á landi. Leikmenn enskra úrvalsdeildar- liða eru orðnir vinsælt umfjöllun- arefni slúðurblaða og eru vin- sældir þeirra eins miklar og ger- ist hjá tónlistarmönnum. Eiður Smári hefur fengið að finna fyrir bresku pressunni og stutt er síðan hann prýddi síður þeirra fyrir fjárhættuspil. Kristín Rós Hákonardóttir sundkona er í þriðja sæti vin- sældalistans þótt hún sé vön að koma fyrst í mark. Kristín Rós hefur náð stórkostlegum árangri í sundi. Hún vann til þrennra gull- verðlauna og einna silfurverð- launa á heimsmeistaramót fatl- aðra í Argentínu í lok síðasta árs en um 1.100 keppendur voru skráðir til leiks, sem var met- fjöldi. Tugþrautamaðurinn Jón Arnar Magnússon er öruggur í fjórða sætinu. Hann hefur lengi verið einn vinsælasti íþróttamaður landsins, með sitt skrautlega skegg og einstaka keppnisskap. Á tímabili virtist Jón Arnar hafa misst dampinn en hann lét ekki slá sig út af laginu og kom aftur sterkur til leiks. Hann er nú í 4.-5. sæti yfir þá sem bestum árangri hafa náð í sjöþraut innanhúss á ár- inu og því líklegt að honum verði boðin þátttaka á heimsmeistara- mótinu innanhúss sem fram fer í Birmingham seinna í mánuðinum. Þórey Edda Elísdóttir stekkur í fimmta sæti listans og skýtur þar með sveitunga sínum Erni Arnar- syni og Völu Flosadóttur ref fyrir rass. Þórey Edda ber nú af ís- lenskum stangarstökkskonum og verður í eldlínunni á heimsmeist- aramótinu í Birmingham. Vala Flosadóttir vann til brons- verðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hún er enn að kljást við stöngina þótt árangur hennar hafi upp á síðkastið ekki verið eins og þegar hún var upp á sitt besta. Örn Arnarson má vart koma nálægt vatni án þess að setja Ís- landsmet. Hann vann til tvennra gullverðlauna á Evrópumeistara- mótinu í 25 metra laug í Berlín á síðasta ári. Handboltakappinn Guð- jón Valur Sigurðsson, leik- maður Essen í Þýska- landi, er í áttunda sæti. Hann var einn besti leikmaður landsliðsins á heims- meistaramótinu og var fyrir skömmu valinn kyn- þokkafyllsti maðurinn á Rás 2. Auk Eiðs Smára eru þrír aðrir knattspyrnumenn á topp tíu list- anum. Ásthildur Helgadóttir úr KR er í áttunda sæti. Hún hefur farið fyrir íslenska landsliðinu sem náði frábærum árangri á síð- astar ári þegar það komst í umspil um laust sæti á heimsmeistara- mótinu. Olga Færseth, félagi Ásthildar úr landsliðinu, situr í tíunda sæti listans ásamt Þormóði Egilssyni, fyrirliða karlaliðs KR. Olga er helsti markaskorari íslenskrar kvennaknattspyrnu fyrr og síðar. Hún skipti nýlega úr KR yfir í ÍBV og hyggst leika með Eyja- stelpum næsta sumar. Fáir knattspyrnumenn á Ís- landi njóta jafn mikillar virðingar og Þormóður Egilsson. Móði, eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið klettur í vörn Íslandsmeist- aranna og fór fyrir sínu liði þegar titillinn var loks í höfn árið 1999 eftir 31 árs bið. Þormóður lagði skóna á hilluna fyrir síðasta tíma- bil en ákvað þegar mótið var löngu byrjað að taka þá fram á ný og klæðast búningi þeirra rönd- óttu. Sterk staða kvenna Fimm konur eru á topp tíu list- anum yfir vinsælustu íþrótta- mennina og verða það að teljast ánægjulegar fréttir. Lengi vel fannst fólki konur ekki fá næga umfjöllun í fjölmiðlum þrátt fyrir góðan árangur á íþróttavellinum. Það hefur þó breyst til hins betra á síðustu árum þótt enn sé tals- vert í land. Af þeim 28 íþrótta- mönnum sem nefndir voru í könn- uninni áttu konur 13 fulltrúa, eða 46,5%. Konur eru líka líklegri til að velja konur sem vinsælasta íþróttamanninn. Þær konur sem komust inn á topp tíu listann fengu allar fleiri atkvæði frá kon- um en körlum. Örn Arnarson, sundkappi úr Hafnarfirði, er líka vinsælli meðal kvenna en karla. Af þeim atkvæðum sem hann hlaut voru tæp 60% þeirra frá konum. Kynin skiptast þó nokkuð jafnt þegar kemur að vinsælasta íþróttamanninum en af atkvæðum Ólafs Stefánssonar voru 47% frá konum en 53% frá körlum. Flestir úr handbolta og frjálsum Af þeim 28 íþróttamönnum sem svarendur Fréttablaðsins nefn- du eru s e x s e m l e g g j a stund á handbolta og sex sem stunda frjáls- ar íþróttir. Fimm koma úr fótboltanum, þar af þrír sem spila með liðum á Englandi; áður nefndur Eiður Smári, Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Aston Villa og Brynj- ar Björn Gunnarson hjá Stoke. Tveir sund- menn voru nefndir og komust þeir báðir inn á topp tíu listann. Kannski má þakka kross- ferð Hrafns Jökulssonar að tveir skákmenn læðast inn á listann, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Jón Vikt- or Gunnarsson. Það kemur þó kannski á óvart að Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, er eini körfuboltamaðurinn sem nefndur var í könnuninni. Um könnunina Könnunin var gerð fyrir viku og fólst í því að hringt var í sex hundruð manns af handahófi úr síma- skrá. Spurningin var, eins og áður sagði, „Hvaða Íslendingur í fjöl- miðlum finnst þér skara mest fram úr um þessar mundir?“ Svarhlutfall var með hæsta móti eða um 75%. Við úrvinnslu voru svörin flokkuð í karla á höfuð- borgarsvæðinu, konur á höfuð- borgarsvæðinu, karla á lands- byggð og konur á landsbyggð. kristjan@frettabladid.is 16 1. mars 2003 LAUGARDAGUR Það er gaman að þessu,“ sagðiÓlafur Stefánsson handknatt- leiksmaður hógværðin uppmáluð þegar hann var inntur álits á könn- un Fréttablaðsins um kjör á vin- sælasta íþróttamanni landsins. „Ætli maður sé ekki valinn fyrst og fremst af því að ég skora mörk- in mín. Handboltinn skipar stóran sess hjá þjóðinni þegar vel gengur og landsliðinu hefur gengið ágæt- lega tvö síðustu ár.“ Ólafur var valinn íþróttamaður ársins á síðasta ári. Hann segir nafnbótir sem þessar ekki breyta miklu. „Ég segi alltaf það sama. Þetta verður kannski gaman þegar þetta er búið en á meðan ég stend í þessu eru þetta eins og vegastikur sem fjúka fram- hjá á leiðinni. Ég staldra ekki mikið við þær,“ segir Ólafur. Ólafur leikur nú með liði Magdeburg undir stjórn Al- freðs Gíslasonar. Ólíklegt þykir að liðið nái að tryggja sér þýska meistaratitilinn enda langt í topplið Lemgo. Magdeburg er þó enn með í Meistarakeppni Evrópu. „Það gæti bjargað tímabilinu að taka þann titil aft- ur,“ segir Ólafur en Magdeburg hampaði þeim titli í fyrra. Þrír mánuðir eru eftir af tímabilinu í Þýskalandi. Eftir það ætlar Ólafur að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Spán- ar þar sem hann hefur gert samning við spænska liðið Ciudad Real. „Ég er að dunda mér í spænsku þessa dagana og spila handbolta. Það gengur bara nokkuð vel. Ég hef ansi gaman af þessu tungumáli,“ segir Ólafur Stefánsson, vinsælasti íþróttamaður landsins. ■ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður Smári er sennilega besti knatt- spyrnumaður Íslands um þessar mundir, að öðrum ólöstuðum. KRISTÍN RÓS HÁKONARDÓTTIR Kristín Rós vann til þrennra gullverðlauna og einna silfurverðlauna á heimsmeistara- móti fatlaðra í Argentínu í lok síðasta árs. JÓN ARNAR MAGNÚSSON Jón Arnar er nú í 4.-5. sæti yfir þá sem bestum árangri hafa náð í sjöþraut innan- húss á árinu. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þórey Edda ber nú af íslenskum stangar- stökkskonum og verður í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Birmingham. ÖRN ARNARSON Örn má vart koma nálægt vatni án þess að setja Íslandsmet. Í könnun sem Fréttablaðið gerði fyrir viku var grennslast fyrir um hvaða íslenski íþróttamaður væri í mestum metum meðal þjóðarinnar um þessar mundir. Í ljós kemur að þjóðin er langhrifnust af Ólafi Stefánssyni handknattleiksmanni. Yfirburða- vinsældir Ólafs VINSÆLUSTU ÍÞRÓTTAMENN LANDSINS 1. Ólafur Stefánsson 32,6% 2. Eiður Smári Guðjohnsen 20,1% 3. Kristín Rós Hákonardóttir 14,5% 4. Jón Arnar Magnússon 12,6% 5. Þórey Edda Elísdóttir 7,5% 6. Örn Arnarson 5,4% 7. Vala Flosadóttir 1,7% 8. Guðjón Valur Sigurðsson 1,5% 9. Ásthildur Helgadóttir 1,0% 10. Þormóður Egilsson 0,5% 10. Olga Færseth 0,5% Ólafur Stefánsson um nafnbótina Vinsælasti íþróttamaður landsins: Það eru mörkin sem telja ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur hefur staðið sig frábærlega með félagsliði sínu Magdeburg í Þýskalandi og hefur verið burðarásinn í íslenska landsliðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.