Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 1
KURTEISI Nýjum siðum fylgja nýjar reglur bls. 20 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Laugardagurinn 1. mars 2003 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Bíó 28 Íþróttir 10 Sjónvarp 30 KVÖLDIÐ Í KVÖLD SÝNING Hundasýning Hundaræktar- félags Íslands hefst í reiðhöll Gusts klukkan 9.30. Þetta er umfangs- mesta sýning á vegum félagsins til þessa en sýndir verða um 350 hundar af 54 tegundum sem marg- ar hverjar hafa ekki sést hér á landi áður. Umfangsmikil hundasýning HÁTÍÐ Margt verður á boðstólum á öðrum degi Vetrarhátíðar í Reykja- vík og ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Hátíðin stendur yfir í þrjá daga en dagskrána má nálgast í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mikið um dýrðir á Vetrarhátíð TÓNLEIKAR Óperustjörnurnar Eteri Gvazava sópran og Bjarni Thor Kristinsson ásamt Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara halda tón- leika í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan 20.00. Þar munu þau bjóða áheyrendum í spennandi söng- ferðalag frá Rússlandi til Íslands. Spennandi söng- ferðalag MYNDLIST Franski myndlistarmað- urinn Serge Comte opnar fyrstu einkasýningu sína á Íslandi í Ný- listasafninu klukkan 16.00. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, þá einkum í París. Myndverk frá Frakklandi ÍÞRÓTTIR Yfirburða- vinsældir Ólafs LAUGARDAGUR 51. tölublað – 3. árgangur bls. 18 STJÖRNUSPEKI Of lík til að þola hvort annað bls. 16 REYKJAVÍK Austlæg átt 3-8 m/s. Skýjað og rigning öðru hverju. Hiti 4 til 8 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skýjað 6 Akureyri 10-15 Skýjað 5 Egilsstaðir 10-15 Rigning 4 Vestmannaeyjar 3-8 Rigning 7 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur vikunnar meðal 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu? 62% 72% VIÐSKIPTI Hreinn Loftsson, stjórnar- formaður Baugs og fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar, lýsti því fyrir stjórnarmönnum í Baugi í endaðan jan- úar í fyrra að á fundi sínum með Davíð Oddssyni í London hefði forsætisráð- herra lýst því að spilling ætti sér stað hjá feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni, stjórnar- manni fyrirtækis- ins. Í því samhengi nefndi Davíð, að sögn Hreins, fyrir- tækið Nordica og forráðamann þess Jón „Gerhard“. Sjö mánuðum eftir fundinn í London, þar sem Hreinn tilkynnti Davíð að hann segði af sér stjórnarformennsku í einkavæð- ingarnefnd vegna ummæla ráðherr- ans í þingræðu, réðst lögreglan inn í höfuðstöðv- ar Baugs á grund- velli kæru frá Jóni Gerald Sull- enberger, for- ráðamanns Nord- ica. Rúmu ári eftir fundinn í London sagðist Davíð Oddsson ekki hafa heyrt minnst á Jón Gerald Sull- enberger fyrr en í tengslum við lög- reglurannsóknina á Baugi. Hreinn varaði aðra stjórnendur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að yfirvöld samkeppnismála, skattamála eða lögregla myndu eitt- hvað aðhafast gagnvart fyrirtæk- inu á næstunni. Á stjórnarfundi í Baugi í febrúar í fyrra lýstu stjórn- armenn miklum áhyggjum sínum vegna andúðar forsætisráðherra á Baugi. Stjórnarmenn ræddu málið í þaula og þar kom fram hjá Þorgeiri Baldurssyni, stjórnarmanni og for- manni fjáröflunarnefndar Sjálf- stæðisflokksins, að „valdamiklir að- ilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggjur“ vegna forsætisráðherra. Þar var fært til bókar að fyrirtækið Nordica hefði verið tengt Baugi. Fréttablaðið hefur undir höndum afrit af fundargerðum Baugs og tölvuskeytum þar sem Hreinn gerði grein fyrir fundi sínum með Davíð og bað menn að vera á varðbergi. Tilraunir til að ná í Davíð Odds- son forsætisráðherra báru ekki ár- angur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar, vildi að svo stöddu ekki tjá sig um málið. Óttuðust afskipti forsætisráðherra Hreinn Loftsson upplýsti stjórnarmenn í Baugi um það fyrir ári að forsætisráðherra hefði sakað Baugsfeðga um spillingu og sagt sér frá Nordica og Jóni Gerald Sullenberger. Stjórnar- fundur í Baugi í febrúar 2002 gekk út á andúð Davíðs og viðvaranir Hreins. Hreinn varaði aðra stjórn- endur Baugs við því strax eftir fundinn með Davíð í London að þess væri að vænta að yfir- völd sam- keppnismála, skattamála eða lögregla myndu eitt- hvað aðhafast gagnvart fyrir- tækinu. MÓTMÆLI Náttúruverndarsinnar sem fjölmenntu í Hálendisgöngu um miðbæ Reykjavíkur í fyrra- dag undir forystu Guðrúnar Ás- mundsdóttur leikkonu fengu ekki að enda gönguna með bænastund í Dómkirkjunni. Prestar safnaðar- ins höfnuðu ósk Guðrúnar um að göngufólk fengi að eiga hljóða stund í bæn í kirkjunni í göngulok. Þess í stað baðst hópurinn fyrir undir beru lofti á Austurvelli: „Mig tekur sárt að þetta sé lagt út á þennan veg,“ segir séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur. „Kirkjan er öllum opin en hún lætur ekki blanda sér í mótmæli.“ Séra Hjálmar var í kirkjunni við undirbúning barnastarfs þeg- ar göngufólk kom á Austurvöll. Hafði hann dyr kirkjunnar opnar en aðeins einstaka maður leit inn: „Það var ljúft í sjálfu sér en okkur finnst ekki passa að kirkjan sé lið- ur í auglýstum mótmælum. Hún stendur utan þeirra en er samt öll- um opin,“ segir séra Hjálmar. Í bænastund Guðrúnar Ás- mundsdóttur á Austurvelli gat leikkonan þess sérstaklega að prestar Dómkirkjunnar hefðu hafnað ósk hennar um inngöngu. Tók göngufólk undir vonbrigði hennar vegna þess. ■ Göngumenn vildu enda með bænastund: Dómkirkjunni lokað á mótmælendur DÓMKIRKJAN Lætur ekki blanda sér í mótmæli. DAVÍÐ ODDSSON Fundaði með Hreini Loftssyni í London. HREINN LOFTSSON Sagði samstarfs- mönnum sínum hjá Baugi að vera á varðbergi. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? Sími: . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Nánar á bls. 12 og 13 rt@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.