Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 18
Í raun er með ólíkindum hversulík þau eru, Davíð Oddsson og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Bæði eru steingeitur. Sól, tungl og
rísandi eru oft kallaðir þrír aðal-
þættirnir en þar er grunneðlið,
lífsorkan, tilfinningarnar og
framkoman. Þau hafa þetta allt í
sömu merkjunum: steingeit, fisk-
ur og sporðdreki,“ segir Gunn-
laugur Guðmundsson stjörnu-
spekingur. Hann hefur stúderað
stjörnuspeki í þrjátíu ár og starf-
að sem atvinnumaður í faginu í 22
ár. Fréttablaðið leitaði til Gunn-
laugs með það fyrir augum að
bera saman turnana tvo í íslensk-
um stjórnmálum. Og samkvæmt
því sem þar kemur fram má búast
við heiftúðugum og grimmilegum
átökum í komandi kosningabar-
áttu. Þau eru einfaldlega of lík til
að þola hvort annað.
Metorðagirnd, ráðríki
og að vita betur
„Steingeitin er mjög metnaðar-
gjörn,“ segir Gunnlaugur þegar
hann rýnir í stjörnukort Davíðs og
Ingibjargar Sólrúnar. „Þetta er
stöðutáknsmerki. Að geta titlað
sig til dæmis borgarstjóra er
þeim mikils virði. Til samanburð-
ar þá er til dæmis hrútum alveg
sama um metorð. Svo framarlega
sem sé líf og fjör og áskoranir þá
er það nóg. Steingeitin er alltaf að
klifra, klifra á toppinn. Steingeit-
ur vilja ekki viðurkenna þetta
snobb gagnvart stöðutáknum. En
steingeitin sækir í titla og svo er
um þau bæði: Hafa verið borgar-
stjórar, hann forsætisráðherra og
nú vill hún verða forsætisráð-
herra. Því má þó alls ekki gleyma
að á bak við þetta er rík þörf fyrir
að gera það sem þær gera vel.
Steingeitin tekur á sig ábyrgð og
vill stjórna.“
Gunnlaugur er ekki endilega á
því að þetta sé vegna þess að þau
treysti öðrum illa, steingeitur
geta hæglega úthlutað ábyrgð en
þær vilja ráða. Þær eru ráðríkar:
Svona á þetta að vera! Svona á að
gera þetta.
„Í þessu samhengi er mikilvægt
að átta sig á að steingeitur eru
ákaflega jarðbundnar og notfæra
sér það markvisst til að ná yfirráð-
um. Við getum til dæmis litið til
samskipta Davíðs og Össurar
Skarphéðinssonar. Össur talar
kannski fjálglega um inngöngu í
Evrópusambandið en Davíð segir
bara: Jújú, það er hægt að tala um
að ganga í Evrópusambandið. En
raunveruleikinn er svona og svona
og hinsegin... Svo verður hann
pirraður og þá kemur upp ákveðin
fyrirlitning: Ég veit hvernig þetta
er! Innprentað er í fólk í þessu
merki að það viti betur, einkum
þegar hin praktíska hlið mála er
annars vegar. Og því á steingeitin
oft auðvelt með að ýta um koll
þeim sem ekki gæta þess vel að
hafa vaðið fyrir neðan sig.“
Jarðbundin og ísköld
Gunnlaugur hefur í gegnum
tíðina stúderað stjörnukort
stjórnmálamanna og segir al-
gengt að Alþýðubandalagsmenn
og kommar séu í ljónsmerkinu.
„Ljónin eru hugsjónamenn. Kol-
brún Halldórsdóttir og Steingrím-
ur J. Sigfússon eru bæði ljón. Ög-
mundur er reyndar krabbi en
hann er ídealisti: Það er rangt að
eyða landinu, segir hann. Gerum
hálendið að þjóðgarði! Og þetta
kemur beint frá hjartanu. En þá
kemur steingeitin Davíð og segir:
Bíddu nú við, hvað kostar þetta?
Svo rekur hann kannski tölur um
kostnað við þjóðgarð á Þingvöll-
um, Skaftafelli og svo framvegis.
Segir svo: Þetta eru bara skýja-
borgir! Og afgreiðir ídealistana
sem skýjaglópa. Þetta fer í taug-
arnar á vinstra fólki sem segir
hroka hvernig hann afgreiðir mál-
in. Þetta snúist ekki alfarið um
praktík. Davíð er ofsalega jarð-
bundinn. Þannig er það bara hvort
sem fólki líkar betur eða verr við
hann. Það er eftir honum haft að
ef þessi þorp á Vestfjörðum bera
sig ekki eigi bara að leggja þau
niður.
Þarna er styrkur hans og veik-
leiki. Davíð er steingeit og svo er
hann vatnsberi í hugsun og sam-
skiptum, sem Ingibjörg Sólrún er
ekki, getur verið ískaldur. Sem
slíkur getur hann horft á fólk eins
og á teikniborði. Honum er alveg
sama um einstaklinginn án þess
að það sé illa meint. Ég er hægri-
sinnaður, segir hann, sem þýðir að
ég vil að einstaklingurinn fái
frelsi til að bjarga sér. Ef einstak-
lingurinn verður svo undir, þá er
það bara sorrí, ekki hans mál.
Ingibjörg hefur þetta sama
rekstrar-jarðelement í sér. Hún er
málefnaleg og nennir að setja sig
inn í hvað holræsakerfið kostar,
eins og Davíð, meðan ídealistar á
borð við Kolbrúnu tala bara út frá
hjartanu.“
Í Miðhimninum eru markmið-
in. Og þar eru kortin þeirra Dav-
íðs og Ingibjargar Sólrúnar ólík.
Davíð er með miðhimin í ljóni en
Ingibjörg í vog. Davíð er Bubbi
kóngur, einræðislegur sem telur
skýlaust að einstaklingurinn eigi
að njóta sín en vogin í Ingibjörgu
segir félagshyggja, jöfnuður og
réttlæti. Þau eru mjög lík nema
hvað þetta varðar. Gunnlaugur er
að finna út hvað aðskilur þau. En
það ber flest að sama brunni.
Árni Sigfússon
átti ekki séns
„Ég tel þau nota mismunandi
stjórnunarstíl. Davíð notar tilfinn-
ingalega kúgun sem stjórntæki.
Hann brýtur fólk niður tilfinninga-
lega og terroriserar. Ingibjörg
reynir að vera meiri samvinnukona
en hún getur sannarlega verið
hvöss líka. Lýsandi er hvernig þau
bera sig. Ef maður horfir til þess
hvernig þau sitja í stjórnmálaum-
ræðum, þá eru þau bæði stíf, sem
er dæmigert fyrir steingeitina. Þau
draga sig inn í sjálf sig og horfa út
undan sér. Hvöss. Svo segir
mótherjinn eitthvað og þá segja
þau: Jújú, en... og svo kemur stunga
og svo rífa þau andstæðinginn í
spað.
Þau eru bæði rísandi sporðdrek-
ar sem skiptir miklu máli. Þetta
kom berlega í ljós í einvígi Ingi-
bjargar og Árna Sigfússonar. Hann
átti einfaldlega ekki séns. Árni er
ljón og með ákaflega svipað
stjörnukort og Bill Clinton fyrrum
Bandaríkjaforseti. Þeir eru báðir
ljón með tungl í nauti, ákaflega góð-
látlegar týpur, bangsalegir og góðir.
Davíð og Ingibjörg eiga það sam-
merkt að vera grimm og kaldhæð-
in. Ingibjörg reif hinn góðlátlega
Árna í sig.
Og þetta segir okkur það um Ís-
lendinga að þeir þola ekki einlægni
og yfirborðsmennsku heldur hríf-
ast þeir af kaldhæðni og niðurrifi.
Foringjar eru flottir, taka málstað
andstæðingsins og pakka honum
saman, og ágætt að persónulegar
stungur fylgi. Þau ganga frá and-
stæðingnum. Það er sameiginlegt
þeim. Þau eru rekstrartýpur, fram-
kvæmdastjórar, jarðbundin, mál-
efnaleg ... það er styrkur þeirra
beggja. Svo hafa þau þennan hvas-
sa front.“
Og hvað gerist þegar þau loksins
18 1. mars 2003 LAUGARDAGUR
Turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum – Davíð Oddsson og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir – eru lygilega lík í ljósi stjörnuspekinnar: Sól
í steingeit, tungl í fiskum og rísandi sporðdrekar bæði: Köld,
grimm, hvöss og fundvís á veikleika mótherjans stinga þau óhikað
líkt og færustu skylmingameistarar.
Of lík til að þola
hvort annað
Davíð Oddsson
Fæðingardagur 17. janúar 1948
Staðartími 2:30 GMT 3:30
Reykjavík 64˚˚09 N 21˚53 V
Sól í steingeit 25˚ 56’ 3. húsi
Tungl í fiskum 29˚ 22’ 5. húsi
Rísandi í sporðdreka 1˚ 55’ 1. húsi
Merkúr í vatnsbera 4˚ 38’ 3. húsi
Venus í vatnsbera 28˚ 51’ 4. húsi
Mars í meyju 7˚ 08’ 10. húsi
Miðhiminn í ljóni 23˚ 47’ 10. húsi
Júpíter í bogmanni 18˚ 31’ 2. húsi
Satúrnus í ljóni 21˚ 01’ 9. húsi
Úranus í tvíbura 22˚ 54’ 8. húsi
Neptúnus í vog 12˚ 60’ 12. húsi
Plútó í ljóni 14˚ 10’ 9. húsi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Fæðingardagur 31. desember 1954
Staðartími 6:00 GMT 7:00
Reykjavík 64˚˚09 N 21˚53 V
Sól í steingeit 9˚ 05’ 2. húsi
Tungl í fiskum 19˚ 17’ 3. húsi
Rísandi í sporðdreka 21˚ 52’ 1. húsi
Merkúr í steingeit 12˚ 29’ 2. húsi
Venus í sporðdreka 25˚ 19’ 1. húsi
Mars í fiskum 19˚ 17’ 3. húsi
Miðhiminn í vog 2˚ 30’ 10. húsi
Júpíter í krabba 26˚ 56’ 8. húsi
Satúrnus í sporðdreka 18˚ 17’ 12. húsi
Úranus í krabba 26˚ 21’ 8. húsi
Neptúnus í vog 27˚ 60’ 11. húsi
Plútó í ljóni 14˚ 10’ 9. húsi
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
Stjörnuspekingur í þrjátíu ár. Hann hefur stúderað stjörnukort stjórnmálamanna gaum-
gæfilega og það fer um hann þegar hann reynir að sjá fyrir sér fund Ingibjargar Sólrúnar
og Davíðs.
DAVÍÐ ODDSSON
Hefur gríðarlega sterka og grimmdarlega
tilfinningalega áru og brýtur fólk niður sál-
rænt. Sem rísandi sporðdreki nýtur hann
þess að taka fyrir tvíbura á borð við Össur
sem talar mikið og skiptir oft um skoðun.
Steingeitum reynist létt verk að hlaupa um
koll þá sem ekki hafa vaðið fyrir neðan sig.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Þegar steingeitin reiðist stífnar hún upp,
hverfur inn í sig og með rísandi sporð-
dreka leitar hún yfirveguð færis og svo
kemur hin banvæna stunga. Þannig fór fyr-
ir hinu góðlátlega ljóni, Árna Sigfússyni,
sem átti aldrei séns.