Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 6
6 1. mars 2003 LAUGARDAGURVEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 38 1. 2. 3. Feðgarnir Ísleifur Haraldsson og Gylfi Arnar Ísleifsson björguðust eftir að bátur þeirra sökk 11 mílum fyrir utan Grindavik. Hvað hét báturinn? Nýr morgunþáttur lítur dagsins ljós hjá RÚV 3. mars nk. Hver verður umsjónarmaður þáttar- ins? Á Hlustendaverðlaunum FM957 steig óvænt fram á sjónarsviðið hljómsveit sem hætti samstarfi árið 1999. Hvaða hljómsveit var þetta? Brýnt að skrá í erlendri mynt Samkvæmt lögum er heimilt að skrá hlutabréf í erlendum myntum. Sú skráning lætur á sér standa. Skráning í erlendri mynt er brýnt hags- munamál bæði Kauphallar Íslands og fyrirtækja í erlendri sókn. KAUPHALLARVIÐSKIPTI Þrátt fyrir heimild löggjafans um að félög geti skráð hlutabréf sín í erlendri mynt hefur ekki tekist að ljúka málinu þannig að slíkt sé mögu- legt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er nokk- urrar óþreyju far- ið að gæta hjá stjórnendum fyr- irtækja sem gera upp í erlendri mynt. Þeir telja að allt of hægt gangi að koma þessu í kring. Meðal fyrir- tækja sem gera upp í erlendri mynt eru Marel, Bakkavör og Össur. Skráning bréfanna í er- lendri mynt eykur möguleika fyr- irtækjanna á að fá erlenda fjár- festa að fyrirtækjunum. Krónan er óstöðug og erlendir fjárfestar eru tregir til að bæta gengis- áhættu við fyrirtækjaáhættuna sem fylgir fjárfestingum í ís- lenskum fyrirtækjum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir mögu- leika á skráningu bréfa í erlendri mynt ekki bara brýnt hagsmuna- mál fyrirtækjanna, heldur ekki síður Kauphallarinnar sjálfrar. „Við höfum áhuga á að setja upp alþjóðlegan markað í Kauphöll- inni fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Það er engin leið að markaðssetja Kauphöllina með þeim hætti nema erlend fyrirtæki geti skráð bréf sín í alþjóðlegum myntum.“ Hindrun þess að takist að skrá bréf í erlendri mynt liggur í því að ekki hefur tekist að finna leiðir til að láta viðskiptin fara fram og gera þau upp í erlendri mynt þannig að krónan komi þar hvergi nærri. Erfiðlega hefur gengið að leysa þennan uppgjörsvanda í kerfinu. „Það er ekki búið að finna nægilega góða leið til að klára það.“ Þórður segir verið að vinna að lausn á þessu máli í samráðsnefnd Seðlabankans, Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands. „Þar brennur hitinn á mönnum að finna leið í þessu. Við teljum að við séum með leið í sjónmáli, en endanleg lausn er ekki komin á málið.“ Þórður segir brýnt bæði fyrir Kauphöll Ísland og fyrirtæki sem vilja skrá sig að það takist að leysa málið. „Við styðjum heils- hugar sjónarmið þeirra fyrir- tækja sem ýta á eftir því að skrán- ing í erlendri mynt verði möguleg sem fyrst. Þetta er mjög brýnt mál, því án þessa möguleika verð- ur Kauphöllin aldrei annað en heimamarkaður.“ haflidi@frettabladid.is Stúdentaráð Háskóla Íslands: Varar við frumvarpi LÖG Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem varað er við að Alþingi samþykki óbreyttar þær breytingatillögur á lögum um lögmenn sem þar liggja fyrir. Í breytingatillögunum er gert ráð fyrir að hver og einn háskóli hafi sjálfdæmi um menntunarkröf- ur lögmanna. „Þetta snýst ekki um hvort kennsla er eitthvað betri í Háskóla Íslands því við teljum að samkeppn- in við skólann hafi verið til góða fremur en hitt,“ segir Brynjólfur Stefánsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við fögnum sam- keppni á háskólastigi, sem hefur orðið til þess að námsframboð hefur aukist og nú býðst fjölbreyttara nám en áður.“ Stúdentaráð telur að tryggja verði að nemar í sama fagi, sem ætla að afla sér sömu starfsrétt- inda, verði að uppfylla ákveðnar l á g m a r k s m e n n t u n a r k r ö f u r. Brynjólfur segir slík ákvæði ekki síður lúta að réttaröryggi þeirra sem þurfi að leita til dómstóla í framtíðinni. „Við teljum að það þurfi að ljúka ákveðnum fögum til að geta flutt mál fyrir rétti og geta dæmt í þeim. Við Háskólann í Reykjavík er til að mynda ekki kenndur sifjaréttur og mjög fáir tímar eru í almenni lögfræði.“ Brynjólfur segir Stúdentaráð ekki telja fyrirhugaðar breytingar tímabærar fyrr en efnisleg viðmið um menntunarkröfur lögmanna liggi fyrir. ■ Tveir fyrir einn á Púkanammibar alla laugardaga! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - N O I 20 24 9 0 2/ 20 03 GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Reiknað er með að breið samstaða verði um Guðjón sem formann. Frjálslyndi flokkurinn: Guðjón næsti for- maður STJÓRNMÁL Guðjón A. Kristjánsson, varaformaður Frjálslynda flokks- ins, hyggst bjóða sig fram til for- mennsku á flokksþinginu sem hald- ið verður á Hótel Sögu 7. og 8. mars næstkomandi. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins og núverandi formaður, er að setjast í helgan stein. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segist ekki ætla að gefa kost á sér til formennsku og reiknar með að breið samstaða verði um Guðjón sem næsta formann. ■ KROTAÐ Á KIRKJU Tvö eigna- spjöll voru tilkynnt lögreglu í Vestmannaeyjum í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða skemmdir á sumarbústað sem er í „gamla hrauninu“ við Höfðaveg. Hafði verið gerð til- raun til að kveikja í sófa sem þar var inni. Í hinu tilvikinu var um að ræða veggjakrot á Landakirkju og safnaðarheimili kirkjunnar. Ekki er vitað hverj- ir voru að verki. DRENGUR SLASAÐIST Tólf ára drengur slasaðist þegar hann var að renna sér á snjóþotu á Stakkgerðistúni í Vestmannaeyj- um. Drengurinn lenti á járn- stykki með þeim afleiðingum að hann skarst á fæti og þurfti að sauma fimmtán spor til að loka fætinum. Þá slasaðist maður í andliti, handlegg og fótlegg eftir að hafa fengið á sig heita gufu þegar loki sprakk á vinnustað. Meira flutt út til Færeyja en Rússlands og Kína samanlagt: Útflutningstekjur námu 2,6 milljörðum VIÐSKIPTI Útflutningur Íslands til Færeyja er töluvert meiri en til Kína og Rússlands samanlagt. Þetta kemur fram í skýrslu Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra um utanríkismál. Sam- kvæmt henni eru Færeyjar á með- al mikilvægustu viðskiptalanda Íslands. Þannig nam útflutningur til Færeyja tæpum 2,6 milljörðum króna árið 2001, en á sama tíma nam hann samanlagt 1,6 milljörð- um til Kína og Rússlands, sem eru margfalt fjölmennari ríki. Þetta ár nam útflutningur til Finnlands 1,3 milljörðum og um tveimur milljörðum til Kanada og Svíþjóð- ar. Íslendingar fluttu mest út af notuðum skipum til Færeyja árið 2001 eða fyrir rúmar 700 milljónir króna. Útflutnings- tekjur af rafeindavogum námu tæpum 400 milljónum, fiski til bræðslu um 350 milljónum og öðrum iðnaðarvörum um 300 milljónum. Þá námu tekjur af útflutningi kindakjöts til Fær- eyja um 130 milljónum króna. ■ MEST FLUTT ÚT AF NOTUÐUM SKIPUM Íslendingar fluttu mest út af notuðum skipum til Færeyja árið 2001 eða fyrir rúm- ar 700 milljónir króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ERFITT AÐ LEYSA Fyrirtæki sem gera upp í erlendum myntum og eru með meginhluta viðskipta í útlöndum eru orðin óþolinmóð með hve hægt miðar í þá átt að þau fái að skrá bréf sín í alþjóðleg- um myntum í Kauphöll Íslands. „Það er engin leið að mark- aðssetja Kauphöllina með þeim hætti nema erlend fyrir- tæki geti skráð bréf sín í alþjóðlegum myntum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ábyrgðarsjóður launa: Ábyrgð hækkuð ALÞINGI Hámarksábyrgð Ábyrgðar- sjóðs launa vegna launakrafna verð- ur hækkuð úr 232 þúsund krónum á mánuði í 250 þúsund samkvæmt frumvarpi til nýrra heildarlaga um sjóðinn. Núgildandi lög sjóðsins eru tíu ára gömul og hefur endurskoðun þeirra staðið yfir um nokkurt skeið. Auk hækkunar á hámarksábyrgð launakrafna er lagt til að sjóðurinn taki á sig ábyrgð á vangreiddum ið- gjöldum, sem nema allt að 4% af ið- gjaldsstofni á grundvelli samnings um viðbótarlífeyrissparnað og sam- kvæmt ákvæðum kjarasamninga. Einnig eru lagðar til breytingar er lúta að undanþágum frá ábyrgð sjóðsins vegna tengsla kröfuhafa við gjaldþrota eigendur. ■ HVETJA LÖGMENN TIL AÐ KYNNA SÉR BETUR LÖG UM LÖGMENN Stúdentaráð telur felast í því ákveðið réttaröryggi fyrir þá sem leita þurfi til dómstóla í framtíðinni. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 77.79 0.23% Sterlingspund 122.9 -0.10% Dönsk króna 11.27 -0.19% Evra 83.73 -0.18% Gengisvístala krónu 121,20 -0,41% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 594 Velta 9.147 m ICEX-15 1.388 -0,05% Mestu viðskipti Fjárfestingarf. Straumur hf. 227.700.428 Eimskipafélag Íslands hf. 204.539.920 Vátryggingafélag Ísl. hf. 172.014.200 Mesta hækkun Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 36,36% Landssími Íslands hf. 8,49% Jarðboranir hf. 6,67% Mesta lækkun Eimskipafélag Íslands hf. -2,42% Kaupþing banki hf. -1,08% Samherji hf. -1,05% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 7907,1 0,3% Nasdaq*: 1335,7 0,9% FTSE: 3655,6 2,4% DAX: 2563,9 2,0% Nikkei: 8363,0 0,0% S&P*: 842,3 0,6% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.