Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.03.2003, Qupperneq 4
4 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.74 0.16% Sterlingspund 124.78 0.55% Dönsk króna 11.4 0.09% Evra 84.74 0.09% Gengisvístala krónu 123,42 0,26% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 340 Velta 6.562 m ICEX-15 1.397 0,53% Mestu viðskipti Vátryggingafélag Ís. hf. 2.837.053.002 Pharmaco hf. 138.116.000 Kaupþing banki hf. 125.998.150 Mesta hækkun Vátryggingafélag Íslands hf. 8,16% Búnaðarbanki Íslands hf. 2,83% Skýrr hf. 1,69% Mesta lækkun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. -2,82% Marel hf. -1,93% Össur hf. -1,06% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8244,6 -0,3% Nasdaq*: 1391,6 -0,4% FTSE: 3765,7 0,0% DAX: 2599,0 -0,6% Nikkei: 8002,7 1,7% S&P*: 871,0 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Kjörkassinn OF LÉTT Skyndikönnun Neytendasamtakanna leiddi í ljós að merkingum er ábótavant hjá bak- aríum, auk þess sem varan er of oft léttari en uppgefin þyngd. Neytendasamtökin kanna bakarí: Vigtun brauða í köku NEYTENDAMÁL Neytendasamtökin gera verulegar athugasemdir við þyngd brauðs og kaka frá bakarí- um. Merkingum er einnig ábóta- vant. Samtökin segja niðurstöðu könnunar sinnar mikil vonbrigði. Af 173 vörutegundum voru 25 léttari en uppgefin þyngd. Þar að auki voru 56 sýni ekki merkt með þyngd. Neytendasamtökin gera því athugasemdir við tæplega helming vörutegundanna. Samtökin lýsa vonbrigðum sín- um með þessa niðurstöðu. Það eina sem Neytendasamtökin fari fram á sé að matvara eins og brauð og kökur standist vigt og sé merkt samkvæmt þeim reglum sem gilda. Það fyrirtæki sem stóð sig verst í könnun Neytendasamtak- anna er Kexsmiðjan. Þrjár af fjór- um vörutegundum í könnuninni reyndust léttari en uppgefin þyngd. Önnur fyrirtæki sem sam- tökin nefna vegna lélegrar út- komu eru Ragnarsbakarí, Breið- holtsbakarí og Myllan. ■ VIRKJANIR „Það virðist ekkert tillit tekið til þess að það geta komið hlaup úr Jökulsá á Brú sem eiga sér óljós upptök. Eldvirkni undir Brúarjökli virðist hafa átt sér stað og ítrekað valdið gífurlegum hlaupum,“ segir Guðmundur Sig- valdason, fyrrverandi forstjóri Norrænu eldfjallamiðstöðvarinn- ar, um fyrirhugað Hálslón vegna Kárahnjúkavirkjunar og þann skort sem hann telur vera á rann- sóknum vegna hættumats. Sporður Brúarjökuls er á milli 20 og 30 kílómetra breiður og talið að við framhlaup gæti farið allt að 8 kílómetrum út í Hálslón eða um fimm kílómetra að jafnaði. Þykkt jökulsins þarna er um 150 metrar, sem þýðir að við framhlaup gætu há ísfjöll fallið fram í lónið með tilheyrandi flóðbylgjum og jaka- burðurinn gæti ógnað stíflunni. Um 40 ár eru síðan jökullinn gekk síðast fram en talið er að hann hlaupi fram tvisvar á öld. Vísindamenn hafa varað við því að eldsumbrot kunni að valda tjóni á fyrirhuguðum mannvirkj- um við Kárahnjúkavirkjun. Grím- ur Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, hefur varað ein- dregið við því að af þessu kunni að verða mesta manngerða ham- farahlaup í Íslandssögunni. Meðal þess sem Grímur nefndi var að ekki hafi verið gerðar nægar rannsóknir á virkni sprunga á svæðinu. Það gæti því orðið á ábyrgð Alþingis Íslendinga ef hamfarahlaup yrði við það að Kárahnjúkastíflan myndi bresta. Guðmundur Sigvaldason hefur uppi sömu viðvaranir en hann tel- ur að rannsaka hefði þurft bæði sprungusvæðið og eldvirkni undir Brúarjökli. Þá tekur hann undir með Grími hvað það varðar að ekki sé tekið tillit til aursöfnunar í Lóninu. ■ MENNTAMÁL Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra hafnaði því alfarið á opnum fundi talsmanna flokkanna í Háskóla Íslands að Ís- lendingar væru aftarlega á mer- inni þegar kæmi að fjárframlög- um til menntunar á háskólastigi. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Háskóla Íslands og um- ræðuefnið var stefna flokkanna gagnvart skólanum. Máli sínu til stuðnings sagði ráðherra að fjár- framlög til háskóla og rannsókna hefðu aukist um 80% hér á landi síðan 1998 og að heildarframlög til vísindarannsókna væru með þeim hæstu sem gerðust í veröld- inni sem hlutfall af ríkisútgjöld- um. Aukið fjárhagslegt svigrúm fyrirtækja, í kjölfar skattalækk- ana, sagði Tómas einnig hafa skil- að sér í auknum framlögum til há- skólans, þar sem fyrirtæki sæju hag sinn í því að nota hið aukna svigrúm til þess að fjárfesta í þekkingu og menntun. Vantar skýrari menntastefnu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, sagðist ekki geta tekið undir mál- flutning menntamálaráðherra og sagði tvo til þrjá milljarða vanta upp á til þess að fjárframlög til háskólamenntunar yrðu sambæri- leg við það sem gerðist á Norður- löndum. Nefndi hún máli sínu til stuðnings tölur frá OECD. Hún sagði jafnframt að tölur sýndu að menntunarstig þjóðarinnar væri ekki nógu hátt. Hún sagði sterk rök hníga að því að hærra mennt- unarstig skilaði sér í auknum hag- vexti og meiri jöfnuði í lífskjör- um. Því ættu Íslendingar óhikað að leggja meira fé til þessa mála- flokks. Ingibjörg auglýsti eftir stefnumörkun, til langs tíma, um það hvað almannavaldið ætlaðist fyrir í menntakerfinu, um það hvaða kröfur væri eðlilegt að gera og að hvaða markmiðum ætti að stefna. Háskólinn verði óháður og opinn Kolbrún Halldórsdóttir, þing- kona Vinstri grænna, lagði áherslu á það að faglegt sjálfstæði Háskóla Íslands yrði verndað og að skólinn yrði ekki markaðs- öflunum að bráð. Hún sagði mikil- vægt að Háskólinn ræki öflug menntasetur um land allt sem lytu stjórn höfuðstöðvanna í Reykja- vík og að ríkið fjármagnaði skól- ann með metnaðarfyllri hætti en nú er, þar sem skyldurnar sem sætu á herðum hans sem opins þjóðskóla væru miklar og mikil- vægar. Í máli Jónínu Bjartmarz, Fram- sóknarflokki, sem og annarra fundarmanna, kom fram að nauð- synlegt væri að setja meiri pen- inga í háskólamenntun, þar sem fjölgun nemenda á háskólastigi hefði verið langt umfram áætlanir og fjárþörf hefði því aukist af þeim sökum. Hún sagði eðlilegt að það yrði kannað hvort ekki mætti auka samstarf skóla á háskólastigi um menntun í fámennari og óarð- bærari kennslugreinum, til þess að skapa hagkvæmari einingar. Hún fagnaði aukinni samkeppni á háskólastigi. Margrét Sverrisdóttir, Frjáls- lynda flokknum, kvaðst hlynnt markaðslausnum á háskólastigi en sagði þó mikilvægt að standa vörð um Háskóla Íslands sem öflugan ríkisrekinn skóla, þar sem mark- aðsöflin réðu ekki ferðinni og að- gangur væri jafn. Hún lagði áher- slu á gildi fjarnáms, sem hún sagði sérstaklega mikilvægt fyrir konur í barnsburðarleyfi og lands- byggðarfólk. gs@frettabladid.is DEILA „Það kemur til greina að bærinn taki yfir rekstur leikskól- ans,“ segir Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar- bæjar, um það ástand sem komið er upp í leikskólanum Tjarnarási í Áslandi í Hafnarfirði. Skólinn er rekinn af Íslensku menntasam- tökunum undir stjórn Sunitu Ghandi. Vegna samstarfsörðug- leika við hana hafa leikskólastjór- ar sagt upp störfum frá og með 1. júní og talsverður uggur er í starfsfólki, segir Magnús, sem og foreldrum, sem fóru formlega fram á það á dögunum að bærinn taki yfir rekstur skólans. Fræðsluráð átti fund með Sunitu Ghandi í gær. Ákveðið var að beina þeim tilmælum til stjórn- ar Íslensku menntasamtakanna, áður en lengra er haldið, að stjórnin komi með tillögur til lausnar á þessari stöðu. Ætlunin er að ræða þær tillögur á fræðslu- nefndarfundi í næstu viku og taka ákvörðun um það í kjölfarið hvort rétt sé að bærinn taki yfir rekst- urinn. Magnús segir ljóst að það verði að hafa hraðann á til þess að leysa málið, því skólinn verði án leikskólastjóra frá og með 1. júní ef ekkert verður að gert. „Þetta var fundur sem var búið að boða áður en málið kom upp, en eitt af því sem við ræddum við Sonitu var uppsögn leikskóla- stjóra. Við lýstum áhyggjum okk- ar yfir því máli og fórum fram á það að framkvæmdastjórinn bæri það til stjórnar og skilaði umsögn um það hvernig hún hygðist leysa þessi mál. Það er boðaður fundur í fræðsluráði á miðvikudag í næstu viku. Við bíðum eftir því hvað stjórnin segir fram að því.“ ■ Leita morðingja: Þúsund handteknir BELGRAD, AP Um þúsund manns hafa verið handteknir vegna morðsins á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu. Þrátt fyrir það hefur enginn af þeim sem eru grunaðir um að vera höfuðpaurar samsærismanna verið handteknir. Fjöldi fyrrum samstarfs- manna og fylgismanna Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, hefur verið handtek- inn. Serbneskur embættismaður sagði að búast mætti við fleiri handtökum á næstu dögum. ■ KÁRAHNJÚKASVÆÐIÐ Umdeilt er hve mikil áhætta er vegna náttúruhamfara. Fyrrverandi forstjóri Norrænu eldfjallastöðvarinnar: Kárahnjúkaframkvæmd er allt of áhættusöm LEIKSKÓLINN Í ÁSLANDI Verður án leikskólastjóra frá og með 1. júní ef ekkert verður að gert. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fundaði með Sunitu Gandhi: Uggur í starfsfólki HÁSKÓLAFUNDUR Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu málefni Háskóla Íslands á opnum fundi í gær. Framlög til háskóla með þeim hæstu í heimi Tómas Ingi Olrich sagði á opnum fundi í Háskóla Íslands framlög til háskóla á Íslandi með þeim hæstu í heimi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir auglýsir eftir skýrari framtíðarsýn í menntamálum. Óttastu afleiðingar innrásarinnar í Írak? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að mótmæla innrás í Írak? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 3,9% 27,7%Nei 68,4% Veit ekki Já

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.