Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2003, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.03.2003, Qupperneq 6
MIKIL PÓLITÍSK MISTÖK „Hern- aðaraðgerðirnar verða ekki rétt- lættar,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti og kallaði árás- irnar mikil pólitísk mistök. HARMAR ÁRÁSIRNAR „Frakkland harmar þess- ar aðgerðir, sem eru hafn- ar án sam- þykkis Sam- einuðu þjóð- anna,“ sagði Jacques Chirac Frakklandsfor- seti. „Við vonum að aðgerðirnar verði skammvinnar, mannfall eins lítið og mögulegt er og að þær hafi ekki hörmulegar afleið- ingar fyrir almenning.“ VIÐBÚIÐ „Stríðið í Írak er raun- veruleiki sem við áttum von á,“ sagði Glora Macapagal Arroyo, forseti Filippseyja, sem styðja innrás í Írak. SÝNDU EKKI SAMSTARFSVILJA Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, ítrekaði stuðning við innrásina. Hún væri nauðsyn- leg þar sem Írakar hefðu hvorki verið hreinskilnir né sýnt sam- starfsvilja við afvopnun. ENGIN RÉTTLÆTING „Það gæti verið að Írakar feli gjöreyðingar- vopn. En það réttlætir ekki að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra fari sínu fram,“ sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Hann sagði árásirnar óréttlætanlegar án samþykktar Sameinuðu þjóðanna. TRYGGJA FRIÐ OG FRELSI „Stund- um er stríð nauðsynlegt til að tryggja frelsi og frið,“ sagði And- ers Fogh Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sem vill veita innrásarherjum lið með því að senda herskip á vettvang. ÓÁSÆTTANLEGT Tarja Halonen Finnlandsforseti gagnrýndi árás- ir Bandaríkjamanna. Hún sagði árásir án samþykktar Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna óvið- unandi. AF HINU ILLA „Stríð er alltaf af hinu illa. Við getum aðeins vonað að það verði stutt,“ sagði Kjell Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs. 6 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR ■ Innrás í Írak/ Utanríkismálanefnd ■ Innrás í Írak/ viðbrögð leiðtoga Síðustu dagar lagersölunnar að Vatnagörðum 14 Dömu- • Herra- • Barnafatnaður Þekkt vörumerki – frábært verð Opið: Föstudag kl. 12-18 og laugardag kl. 10-16 VERÐDÆMI: buxur 1.000 kr. • herraskyrtur 1.000 kr. • pils 1.000 kr. bolir 800 kr. • jakkar 2.000 kr. • peysur 1.000 kr. kápur frá 3.000 kr. Fundað síðdegis ÍRAK Utanríkismálanefnd Alþing- is fundar síðdegis vegna árásar- innar á Írak. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ekki telja að nefndin hafi verið hundsuð. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í fyrra- dag fyrir að hafa tekið einhliða ákvörðun um stuðning við árás Bandaríkjamanna og Breta á Írak. Óskaði hún tafarlaust eftir fundi í utanríkismálanefnd, sem hún sagði að hefði verið hundsuð í málinu. „Þessi afstaða Íslands er í fullu samræmi við það sem ég hef sagt á Alþingi,“ segir Halldór. „Enn fremur er þetta í fullu sam- ræmi við þau samtöl sem ég hef átt við utanríkismálanefnd.“ ■ Rauði kross- inn safnar fé SÖFNUN Rauði kross Íslands sendi frá sér í dag fréttatilkynningu þar sem hann fer fram á á stuðning al- mennings við hjálparstarfið í Írak. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Rauði krossinn mun á næstu dögum skrifa ríkisstjórn- inni bréf og fara fram á stuðning opinberra aðila vegna stríðs- ástandsins í Írak. Í tilkynningunni segir: „Hægt er að hringja í söfnun- arsímann 907 2020 og leggja þan- nig fram 1.000 krónur af sím- reikningi eða fara inn á vef fé- lagsins www.redcross.is og setja framlagið á greiðslukort. Alþjóða Rauði krossinn hefur í dag skorað á stríðsaðila að virða mannúðar- lög í hvívetna.“ ■ MÓTMÆLI, AP Árásum Bandaríkja- manna á Írak var mótmælt víða um heim í gær. Rúmlega hundrað þúsund manns komu saman í Aþ- enu, höfuðborg Grikklands, til að mótmæla og kölluðu slagorð eins og „Nei við stríði“ og „Bandarísku morðingjar“. Um 50.000 manns mótmæltu stríðinu í Berlín og efnt var til mótmæla í fleiri borgum Þýskalands. Þrátt fyrir að ítölsk stjórnvöld hafi lýst stuðningi við innrás í Írak er þorri ítalsks almennings and- vígur innrás. 20.000 manns mót- mæltu í Tórínó og 45.000 í Mílanó. Í höfuðborginni Róm kom lögregla í veg fyrir að mótmælendur kæmust að bandaríska sendiráð- inu. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Kaíró. ■ Stjórnvöld fordæmd fyrir að styðja innrás Fjölmenn mótmæli á Lækjartorgi. Meðal þeirra sem tóku til máls voru fulltrúar stjórnarandstöðunnar. MÓTMÆLI „Mín skoðun á Bush Bandaríkjaforseta? Það eru eigin- lega ekki til nógu niðrandi orð. Hann er dæmi um mestu lágkúru og afturhaldssemi sem komið hefur í Hvíta húsið og er þá langt til jafn- að,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson, einn forsvarsmanna hreyfingarinn- ar Átak gegn stríði sem stóð fyrir miklum útifundi á Lækjartorgi í gær. Erfitt er að áætla fjöldann en ljóst má vera að þeir sem mættu skiptu hundruðum. Veður setti sitt mark á fundinn en reyndar stóð til að hann ein- kenndist af stuttum ræðum og varð sú raunin. Meðal þeirra sem töluðu voru fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar: Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, Margrét Sverrisdóttir fyr- ir Frjálslynda og Þórunn Svein- bjarnardóttir fyrir Samfylkingu. Öll voru þau eindregið þeirrar skoð- unnar að stjórnvöld væru á afar hálum ís með afstöðu sinni og eftir- látssemi við stefnu Bandaríkja- manna. Þorvaldur, sem var fundar- stjóri, velkist ekki í vafa um að mót- mæli hafi áhrif og nefnir sem dæmi Víetnamstríðið. Hann er einnig sannfærður um að afstaða stjórn- valda brjóti gersamlega í bága við vilja þjóðarinnar. „Fyrir um mánuði birtist skoðanakönnun í Mogganum þar sem sagði að um 64 prósent væru mikið á móti stríðsrekstrinum og önnur 19,7 prósent væru frekar á móti. Ég held að andstaðan hafi auk- ist síðan þá, ekki síst í ljós þess að ákvörðun um árásina var ekki tekin í Öryggisráðinu heldur af einstök- um ríkjum.“ ■ MÓTMÆLI FYRIR UTAN STJÓRNARRÁÐIÐ Um 20 nemar úr Listaháskóla Íslands mótmæltu stuðningi Íslands við stríðið í Írak með táknrænum hætti. Þeir bjuggu sig í búning fórnarlamba stríðsátaka. ■ Innrás í Írak/mótmæli ■ Innrás í Írak/mótmæli ÍRAK, AP Tæpum tveimur klukku- stundum eftir að fresturinn sem George W. Bush Bandaríkjafor- seti gaf Saddam Hussein Íraks- forseta til að fara í útlegð rann út var fyrstu bandarísku flugskeyt- unum skotið á úthverfi Bagdad. Nokkrum klukkustundum áður en fresturinn rann út voru gerðar loftárásir á tíu skotmörk í suður- hluta Íraks. Bandaríska leyniþjónustan til- kynnti Bush að hún teldi sig hafa upplýsingar um staðsetningu nokkurra helstu leiðtoga Íraks. Flugskeytunum var beint að þeim. Írakar sögðu einn óbreyttan borg- ara hafa látið lífið og nokkra slasast. Rússneskir sjónvarps- menn sögðu tíu hafa látist. Bush hét því að „afvopna Írak, frelsa þjóðina og vernda heiminn fyrir mikilli ógn“. „Við lofum ykkur að Írak, for- ysta þess og þjóðin munu snúast gegn hinum illu innrásarherjum. Með guðs vilja bíða þeir ósigur,“ sagði Saddam Hussein í sjón- varpsávarpi skömmu síðar. Nokkru síðar skutu Írakar fjórum flugskeytum að Kúvæt. Ekkert tjón varð af þeim árásum. ■ ■ Innrás í Írak/ hjálparstarf TRÉ EKKI RUNNA Þýskir mótmælendur léku sér með nafn Bandaríkjaforseta. „Við þörfnumst trjáa, ekki runna.“ Bush þýðir runni. Hundruð þúsunda mótmæltu stríði SPRENGJUR LENDA Á BAGDAD Blossarnir á myndinni sýna hvar flugskeyti Bandaríkjamanna lentu í flugskeyta- og loftárásum á Bagdad. ■ Innrás í Írak/sprengjuárásir Árás hófst að morgni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.