Fréttablaðið - 21.03.2003, Side 8
8 21. mars 2003 FÖSTUDAGUR
■ Innrás í Írak/
utanríkisráðherra
Mjög misjafnt mat
MANNFALL Upplýsingarnar sem
bárust um mannfall í fyrstu
árásum Bandaríkjamanna á
Kúvæt í fyrri nótt eru misvís-
andi. Írösk stjórnvöld sögðu að
einn hefði farist og nokkrir
slasast. Skömmu áður hafði
rússnesk sjónvarpsstöð greint
frá því að tíu hefðu fallið í árás-
unum.
Það er algengara en ekki að
tölur um mannfall séu á reiki.
Stríðsaðilar sjá sér hag í því að
telja fallna og særða með sínum
hætti. Þannig getur ríki sem
verður fyrir árás séð sér hag í
að ýkja tölur um fallna til að
sýna fram á grimmd andstæð-
inganna eða draga úr þeim til að
draga úr hræðslu meðal almenn-
ings. Almenningsálitið getur
reynst árásaraðila erfitt ef
margir óbreyttir borgarar falla
af þeirra sökum, því sjá þeir hag
í að draga úr áætluðum fjölda
látinna.
Árásaraðili sem vill auka á
upplausn og skeytir engu um al-
menningsálitið getur séð sér
hag í að hátt áætlað mannfall al-
mennings valdi hræðslu meðal
almennings.
Til hliðar má sjá áætlanir
nokkurra aðila um mannfall af
völdum sprengjuárása Banda-
ríkjamanna á Afganistan. ■
■ Innrás í Írak/mannfall
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Utanríkisráðherra segir að með stuðningi
sínum við innrásina sé Ísland ekki á
nokkurn hátt að ganga gegn Sameinuðu
þjóðunum.
Hlutleysi
hentar ekki
Íslandi
ÍRAK Skoðanakannanir hafa sýnt
að mikill meirihluti íslensku þjóð-
arinnar er mótfallinn innrásinni í
Írak og hefði kosið að ríkisstjórn-
in lýsti yfir hlutleysi. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra segir
að það hafi ekki reynst Íslending-
um vel að stunda hlutleysisstefnu.
„Ég tel að sú afstaða sem við
höfum tekið í þessu máli sé eðlileg
og í fullu samræmi við okkar ut-
anríkispólitísku hefðir,“ segir
Halldór. „Við höfum tekið það
skýrt fram að við hefðum viljað
sjá öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna komast að niðurstöðu, en
hins vegar alltaf gert okkur grein
fyrir því að ef það tækist ekki þá
væri ekki þar með sagt að ekkert
ætti að gera.“
Halldór segir að með stuðningi
sínum við innrásina sé Ísland ekki
á nokkurn hátt að ganga gegn
Sameinuðu þjóðunum. ■
2. ÁGÚST 1990 Írak ræðst inn í
Kúvæt. Saddam Hussein hefur
sakað ríkið um offramleiðslu á
olíu þannig að verð féll meðan
Írakar þurftu á fé að halda til að
bæta fjárhag sinn eftir stríðið við
Írak.
17. JANÚAR 1991 Hersveitir undir
forystu Bandaríkjanna hefja loft-
árásir á Írak. Innrás hefst mán-
uði síðar.
26. FEBRÚAR 1991 Kúvæt frelsað.
2. MARS 1991 Öryggisráð SÞ set-
ur Írökum viss skilyrði, þeirra á
meðal að eyða gjöreyðingarvopn-
um og greiða Kúvætum stríðs-
skaðabætur.
16. DESEMBER 1998 Vopnaeftir-
litsmenn fara frá Írak eftir að
hafa sakað stjórnvöld um skort á
samstarfi. Fjögurra daga loft-
árásir Breta og Bandaríkjamanna
fylgja í kjölfarið.
17. DESEMBER 1999 Öryggisráðið
setur á fót nýjar vopnaeftirlits-
sveitir.
27. JANÚAR
2000 Írakar
segjast ekki
munu eiga sam-
starf við Hans
Blix, yfirmann
vopnaeftirlits-
sveitanna.
8. NÓVEMBER 2002 Öryggisráðið
samþykkir ályktun 1441 þar sem
Írökum er hótað alvarlegum af-
leiðingum ef þeir eyða ekki gjör-
eyðingarvopnum sínum.
27. NÓVEMBER 2002 Vopnaeftir-
litsmenn hefja starf sitt í Írak.
7. DESEMBER 2002 Írakar skila
öryggisráðinu skýrslu þar sem
þeir segjast ekki búa yfir neinum
gjöreyðingarvopnum.
7. MARS 2003 Bandaríkjamenn,
Bretar og Spánverjar leggja til
að Írak fái tíu daga frest til að af-
vopnast. Öryggisráðið klofnar í
afstöðu sinni.
17. MARS 2003 George W. Bush
Bandaríkjaforseti gefur Saddam
Hussein Íraksforseta tveggja sól-
arhringa frest til að fara í útlegð.
18. MARS 2003
Íraskir framá-
menn hafna úr-
slitakostum
Bandaríkja-
manna.
19. MARS 2003 Fresturinn rennur
út klukkan 1.15 eftir miðnætti.
Bandaríkjamenn hefja sprengju-
árásir á Bagdad. Írakar svara
með flugskeytaárásum.
Ósköp venju-
legur dagur
JÓRDANÍA „Það er ósköp rólegt hjá
mér hérna heima,“ sagði Kristín
Kjartansdóttir, sem búsett hefur
verið í Jórdaníu um árabil, þegar
Fréttablaðið hafði samband við
hana í gærmorgun.
„Þetta er ósköp venjulegur dag-
ur að öllu leyti, nema að maður
veit náttúrlega að það er byrjað
stríð. Ég fór rétt áðan út til að
borga netreikninginn okkar og
gekk þangað. Maðurinn minn, sem
starfar við ríkisháskólann í borg-
inni Zarqa, sem er í um hálftíma
akstursfjarlægð frá Amman, fór
líka í vinnuna í morgun. Skólahald-
ið gengur sem sagt sinn vanagang.
Hér er allt við það sama og við höf-
um ekki orðið vör við neitt.“
Kristín sagði að Íslendingarnir í
Jórdaníu væru rólegir yfir ástand-
inu. Þá sagðist hún ekki hafa trú á
því að Jórdanía myndi dragast inn
í stríðið. Einu ráðstafanirnar sem
hún hefði gert væru þær að hún
hefði birgt heimilið upp af mat til
þess að eiga nóg ef útgöngubanni
yrði komið á.
Helgarviðtal við Kristínu mun
birtast í Fréttablaðinu á morgun. ■
Ljósmyndar flótta-
mannastrauminn
Íslendingurinn Þorkell Þorkelsson óttast ekki um líf sitt. Hann er
starfsmaður Rauða krossins í Jórdaníu.
JÓRDANÍA Fyrstu flóttamennirnir
sem komu til búða Rauða Kross-
ins í Jórdaníu í gær var 26 manna
hópur af súdönsku bergi brotinn.
Þeir voru komnir á áfangastað að-
eins fáeinum klukkustundum eft-
ir að fyrstu flugskeytin lentu á
Bagdad aðfaranótt fimmtudags.
Búðirnar eru staðsettar í
Ruweshid, 50 kílómetra frá írösku
landamærunum, og þar er aðstaða
til að taka við um 25 þúsund
manns.
Að sögn Þorkels Þorkelssonar
ljósmyndara, sem staddur er í
Amman í Jórdaníu, er um tólf til
fimmtán tíma ökufæri frá Amm-
an til Bagdad ef greiðfært er.
Hann lítur ekki svo á að hann
sjálfur sé í hættu. „Landfræði-
lega er þetta þó nokkur vega-
lengd. Jórdanía liggur milli Íraks
og Ísraels og ég hef ekki þungar
áhyggjur. Rauði krossinn passar
vel upp á sitt fólk,“ sagði Þorkell.
Hann segir að loftið hafi verið
lævi blandið undanfarna daga í
Amman og fólk hafi óttast það
versta. Og nú er brostið á með
stríði.
Þorkell er starfsmaður al-
þjóðadeildar Rauða krossins í
Amman og er þar staddur gagn-
gert til að mynda starfið í Mið-
austurlöndum. Hann hefur verið
staðsettur í Amman í tæpa tutt-
ugu daga en þar er mikill viðbún-
aður, sem og í löndunum allt um
kring, og búist er við straumi
flóttamanna.
Þorkell segir nokkra starfs-
menn Rauða krossins stadda á
átakasvæðinu sjálfu. „En Rauði
krossinn hefur ekki áhuga á
átökunum sjálfum heldur aðeins
þeim sem eiga um sárt að binda.
Við förum þangað sem flótta-
mannastraumurinn liggur.
Ómögulegt er að segja til um
það á þessari stundu hvert átök-
in gætu leitað.“
jakob@frettabladid.is
■ 12 ára Írakksdeila
ÞORKELL ÞORKELSSON
Er staddur í Amman í Jórdaníu gagngert til að ljósmynda flóttamannastrauminn.
Amman er til þess að gera skammt frá átakasvæðum í Írak.
■ Innrás í Írak/Íslendingar
KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR
Kristín hefur birgt heimilið upp af mat ef
til útgöngubanns kemur.
■ Innrás í Írak/Íslendingar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Fimleikaveisla
í Laugardalshöll
21.–23. mars
Íslandsmót í hópfimleikum 2003
Föstudagur:
Kl. 19.15 Undankeppni, krýndir verða Íslandsmeistarar á áhöldum.
Laugardagur:
Kl. 11.50 Úrslit, krýndir verða Íslandsmeistarar í hópfimleikum.
Íslandsmót í áhaldafimleikum 2003
Laugardagur:
Kl. 16.00 Fjölþraut, krýndir Íslandsmeistarar.
Sunnudagur:
Kl. 14.00 Úrslit á einstökum áhöldum.
Við hvetjum allt áhugafólk um fimleika til þess að
fjölmenna í Höllina og fylgjast með frábærum fimleikum.
Aðgangur ókeypis.