Fréttablaðið - 21.03.2003, Page 19

Fréttablaðið - 21.03.2003, Page 19
FÖSTUDAGUR 21. mars 2003 Komdu og kynnstu af eigin raun hvað það er sem heillar bílaáhugafólk um víða veröld við Mazda6. Og svo er verðið miklu hagstæðara en ríkulegur búnaður bílsins gefur til kynna. Mátaðu Mazda6 Mazda6 bíll ársins í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Litháen, Írlandi, Skotlandi, Svíþjóð og annað sætið í kosningu á bíl ársins í Evrópu og Gullna stýrinu í Þýskalandi. . Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá kl. 12-16. Ræsir, Skúlagötu 59. Pantið auglýsingar tímanlega! Fermingarblaðið Nánari upplýsingar í síma 515 7515 eða atli@frettabladid.is Sérblað um fermingar og fermingar- gjafir fylgir Fréttablaðinu 27. mars. M YN D IR /J Ó N A Ð AL ST EI N N FÓTBOLTI KR og Breiðablik leika í Meistarakeppni kvenna á sunnu- dag en þar mætast félögin sem urðu í tveimur efstu sætum Síma- deildarinnar í fyrra. Leikurinn verður í Egilshöll og hefst kl. 18. Keppnin var árlegur viðburður frá 1992 til 1998. Akranes sigraði í fyrstu keppninni en síðan hafa Breiðablik og KR skipst á um að sigra. Þau hafa þrisvar áður mæst í keppninni. KR vann 1-0 á Ásvöll- um árið 1995 og 3-1 á Valsvelli árið 1997 en Blikarnir unnu 4-1 í Kaplakrika ári síðar. ■ BIKARMEISTARAR KR-stúlkur fagna bikarmeist- aratitlinum í fyrra. Meistarakeppni kvenna: KR og Breiðablik keppa á sunnudag VONBRIGÐI Thierry Henry, framherji Arsenal, var niður- lútur eftir tap liðsins gegn Valencia í Meist- aradeild Evrópu í fyrrakvöld. Enska liðið er þar með fallið úr leik og olli niðurstaðan bæði liðsmönnum og áhangendum Lund- únaliðsins miklum vonbrigðum. Evrópumeistarakeppnin 2004: Kuranyi val- inn í þýska landsliðið FÓTBOLTI Kevin Kuranyi er eini ný- liðinn í þýska landsliðinu sem leik- ur gegn Litháen annan laugardag. Kuranyi var einnig gjaldgengur í landslið Panama og Brasilíu vegna þess að móðir hans er frá Panama og hann fæddur og uppalinn í Petropolis í Brasilíu. Árið 1997 fór hann til Þýskalands og gerðist leik- maður Stuttgart síðar sama ár. Kuranyi hefur skorað 13 mörk í 24 deildarleikjum í vetur og tvisvar í fjórum U21-landsleikjum. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.