Fréttablaðið - 21.03.2003, Side 31
ÓVEÐUR „Sjávargangurinn var óg-
urlegur. Himinháar öldurnar
gengu langt upp á land,“ segir Íris
Gústafsdóttir, kaupsýslumaður og
hárgreiðslukona í Torremolinos,
um foráttuveður sem gekk yfir
um síðustu helgi. Hún flutti til
Spánar frá Seltjarnarnesi og seg-
ist sjaldan hafa upplifað annan
eins veðurham og gekk yfir þenn-
an vinsæla ferðamannastað sem
Íslendingar hafa sótt árum sam-
an. Allt var í rúst á ströndinni við
Timor Sol-hótelið.
„Ruslatunnur, sólbekkir, þung-
ar steyptar plötur, sem mynda
gangstíg yfir sandinn og vega ör-
ugglega milli 20 og 30 kíló hver,
flugu þarna út um allt. Fólk var í
óða önn að reyna að bjarga þess-
um verðmætum og á gangstéttina
var búið að raða upp sólbekkjum
og hjólabátum og ýmsu öðru. Alls
kyns rusl og sjávargróður flaug
út um allt. Ég sá dauða fiska sem
höfðu orðið eftir langt uppi á
landi þegar öldurnar fóru til baka.
Þetta var ótrúlegt að sjá. Mér
fannst ég vera að ganga um
stríðshörmungasvæði,“ segir Íris.
Hún segir það vera margra
daga verk að þrífa og lagfæra
skemmdir sem þarna urðu.
„Öll ströndin var meira og
minna í rúst. Á einum stað var
slökkviliðsbíll að dæla upp úr
kjallara á veitingastað. Þetta ger-
ist á nokkurra ára fresti, segja
mér innfæddir hér,“ segir Íris.
Á þriðjudaginn gekk veðurofs-
inn niður, Írisi og öðrum íbúum
Torremolinos til mikils léttis. En
Spánarsólin er ekki farin að skína
enn og ríkjandi þáttur í veðrinu er
dumbungur. Í gær voru stór-
virkar vinnuvélar og fjöldi fólks á
ströndinni að laga til eftir
óveðrið. ■
31FÖSTUDAGUR 21. mars 2003
Þú átt meira skilið. Þess vegna færðu nú meiri Volkswagen. Komdu og
fáðu þér nýjan Golf, Golf Variant, Golf Variant 4Motion* eða Bora með
ótrúlega glæsilegum aukahlutapakka sem fylgir með í kaupunum.
Komdu strax og nældu þér í meiri VW!
Volkswagen
HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is
* 4Motion er sítengt aldrif með rafeindastýringu fyrir aukið veggrip.
Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km. akstur
á ári, smurþjónusta og þjónustuskoðanir.
Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og
getur því breyst án fyrirvara.
Golf frá 31.499 kr. á mánuði í 3 ár.
Golf kostar frá 1.895 þús.
G
O
TT
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
-E
R
IC
K
SO
N
·
S
ÍA
·
2
2
0
5
9
Allt útlit er fyrir að deilunnium sauðfjárbeitina í Helga-
felli í Vestmannaeyjum sé lokið.
Þar hafa tómstundabændur
klippt á girðingar garðyrkju-
stjóra bæjarins jafnvel oft á dag
til að koma fé sínu í Helgafellið
en garðyrkjustjórinn girt fyrir
jafn harðan. Nú er landið hins
vegar farið að rísa hjá Kristjáni
Bjarnasyni, garðyrkjustjóra í
Eyjum, því tómstundabændurnir
eru alveg hættir að klippa á girð-
ingarnar hjá honum. Hafa þær
fengið að standa í upphaflegri
mynd svo dögum skiptir. Lítur
garðyrkjustjórinn svo á og vonar
að nú sé þriggja mánaða umsát-
ursástandi í Helgafellinu lokið.
Óvissa ríkir um framtíðpylsuvagnsins við Vestur-
bæjarsundlaugina. Hann hefur
verið lokaður í tæp þrjú ár
vegna óvissu um skipulagsmál
á lóðinni. Skúli Skúlason, eig-
andi vagnsins, er orðin þreyttur
á biðinni enda fyrir löngu óskað
eftir að fá að stækka vagninn
og skapa þannig traustari
grundvöll fyrir rekstri hans.
Málið vefst fyrir skipulagsyfir-
völdum borgarinnar en Skúli er
staðráðinn í því að ef úrlausn
fæst ekki á næstunni muni
hann fjarlægja vagninn og
breyta honum í sumarbústað
fyrir sjálfan sig – annars staðar
en við Vesturbæjarlaugina. ■
ÍRIS GÚSTAFSDÓTTIR
Flutti til Spánar til að komast í sól og sand. Lenti í ofsaveðri og sandroki.
Ofsarok á Spánarströnd:
Sólbekkir og gang-
stéttir tókust á loft
MIKIÐ TJÓN
Óveðrið skildi eftir sig eyðileggingu á
ströndinni þar sem venjulega ríkir glað-
værð og allt er í föstum skorðum.
INFLÚENSA „Inflúensan sem nú
herjar leggst einkum á börn,“
segir Haraldur Briem sóttvarn-
arlæknir hjá Landlæknisembætt-
inu. Hann segir hana vera af
svokölluðum B-stofni, sem ekki
hafi borið mikið á undanfarin ár.
„Þess vegna eru börnin sérstak-
lega næm fyrir henni, einkum
þau sem eru það ung að þau hafa
ekki fengið flensu af þessum
stofni áður. Fullorðna fólkið hef-
ur hins vegar myndað ónæmi og
er ekki eins móttækilegt fyrir
veirunni,“ segir Haraldur.
Hann segir meðgöngutíma
flensunnar vera nokkra daga og
börnin smiti fyrstu tvo dagana
eftir að þau veikjast. Haraldur
leggur áherslu á að foreldrar
haldi börnum sínum inni þar til
þau eru alveg orðin einkenna-
laus. ■
BÖRN SÉRSTAKLEGA FYRIR BARÐINU
Flensan er af B-stofni, sem ekki hefur herj-
að mikið á Íslendinga undanfarin ár. Það
veldur því að mótstöðugeta þeirra gagn-
vart stofninum er minni en gegn öðrum.
Inflúensufaraldur:
Barnaflensa
Fréttiraf fólki
Lífsreynsla
■ Iris Gústafsdóttir hefur aldrei
upplifað annan eins veðurham og
gekk yfir Torremolinos um helgina.