Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2003 O líu fé la g ið 2 6/ 03 /0 3 MEÐ REGNHLÍFINA Í EYÐIMÖRKINNI Breskur liðþjálfi brá regnhlíf á loft þegar leiðindaveður gerði vart við sig í norðurhluta Kúveit. ÍRAK, AP Alþjóða Rauða krossinn hefur hafið viðgerðir á dælustöð vatnsveitunnar í Basra sem varð fyrir skemmdum í átökum Íraka og bandarískra og breskra innrásar- sveita síðastliðinn föstudag. Hjálp- arstarfsmenn höfðu fram að þessu ekki getað komist að dælustöðinni vegna linnulausra átaka á svæðinu. Talsmenn Rauða krossins segja að þó takast muni að koma vatns- veitunni aftur í gang sé ástandið í borginni nú þegar mjög alvarlegt. Skortur á hreinu drykkjarvatni hafi aukið útbreiðslu niðurgangs auk þess sem óttast sé að kólerufarald- ur sé yfirvofandi í borginni. ■ HJÁLPARSTARF Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Basra. Innrás í Írak/hjálparstarf: Ófremdarástand yfirvofandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.