Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Trúlofunar- og
giftingarhringir
20% afsláttur í takmarkaðan tíma
www.gunnimagg . i s
Bakþankar
ÞRÁINS BERTELSSONAR
Stórmennsku-
brjálæði
300 milljón krónur eru skemmtilegtala. Vonandi dettur einhverjum í
hug að bjóða mér 300 milljónir fyrir
að hætta að hæðast að sér í Frétta-
blaðinu. Þó ekki væri nema 100
milljónir. Safnast þegar saman kem-
ur. Þegar ég er búinn að eignast
þessa peninga ætla ég að nota þá til
að gerast meðeigandi í stríði ein-
hvers staðar.
ÍSLAND keypti hlutabréf í inn-
rásinni í Írak fyrir einmitt 300 millj-
ónir sem eru smápeningar þegar um
svona stórframkvæmd er að ræða.
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég
geti keypt mig inn í hóp hinna stað-
föstu þjóða sem einstaklingur ef ég
get einhvern veginn barið upp 300
milljónkall í aðgangseyri. Þá fæ ég
örugglega að taka í höndina á Banda-
ríkjaforseta og ókeypis þyrluflug að
skoða valkesti, húsarústir og brenn-
andi olíulindir. Það góða við stríð
sem fjárfestingu er að ekki þarf að
setja þau í umhverfismat.
SÍÐUSTU 2000 árin hefur verið
mikil verðbólga í heiminum. 30 silf-
urpeningar eru orðnir að 300 millj-
ónum áður en maður veit af. Þar að
auki hefur gildismatið snúist við. Í
staðinn fyrir að fá greitt fyrir að
framselja meðbræður sína í dauðann
verður maður núna að borga fyrir að
fá að taka þátt í aftökunni. Það er
líka andstætt frjálshyggjunni að rík-
ið skuli hafa einkarétt á því að taka
þátt í styrjöldum. Auðvitað á að
einkavæða styrjaldarþátttöku Íslend-
inga strax í dag, þannig að einstak-
lingum og lífeyrissjóðum gefist kost-
ur á að fjárfesta í styrjöldum úti um
víða veröld, og þurfi ekki að sætta
sig við miðstýrðar ríkisfjárfestingar
í styrjöldum sem eru ríkisstjórninni
þóknanlegar.
GEÐLÆKNIRINN minn sagði að
það væri ótvírætt einkenni um geð-
veiki þegar ég sagði honum að mig
dreymdi um að eignast 300 milljón
krónur til að geta keypt mig inn í
styrjöld suður í Írak. Þá spurði ég
hann hvort sama gilti um ríkisstjórn
Íslands sem er einmitt nýbúin að
gera þetta. Geðlæknirinn sagðist
enga ábyrgð bera á ríkisstjórninni
en bað mig að koma aftur í næstu
viku og muna að halda áfram að taka
lyfin mín. Ég held hann hafi verið að
muldra um eitthvað sem hann kallaði
„mikilmennskubrjálæði“. ■