Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 6
6 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR
■ Asía
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 78.26 -1.57%
Sterlingspund 123.41 -1.26%
Dönsk króna 11.28 -1.05%
Evra 83.79 -1.09%
Gengisvístala krónu 122 0,4%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 416
Velta 6.446 m
ICEX-15 1.406,340
0,01%
Mestu viðskipti
Pharmaco hf. 548.968.272
SH hf. 284.678.742
Framtak Fjárfestingarb. hf. 284.067.845
Mesta hækkun
Austurbakki hf. 8,96%
Skeljungur hf. 1,96%
Eimskipafélag Íslands hf. 1,57%
Mesta lækkun
Þormóður rammi-Sæberg hf. -3,33%
Kögun hf. -2,04%
Sjóvá-Almennar hf. -1,89%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8322,9 1,9%
Nasdaq*: 1396,3 1,9%
FTSE: 3762,0 0,5%
DAX: 2630,5 3,2%
Nikkei: 8002,7 1,7%
S&P*: 878,0 1,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Kötturinn Rellir átti afmæli á dögun-um. Hversu gamall varð Rellir?
2Fræg manneskja fékk höfnun á krítar-korti sínu þegar hún var að versla í
Eymundssyni í Austurstræti. Hvaða fræga
persóna var þetta?
3Bæjarfulltrúi í Vestmanneyjum sagðiskilið við meirihluta Sjálfstæðisflokks-
ins og myndar nú meirihluta með V-lista.
Hvað heitir bæjarfulltrúinn?
Svörin eru á bls. 28
VELFERÐARKERFIÐ „Við þurfum að
staga í stór göt í okkar velferðar-
kerfi og lyfta öryggiskerfinu um-
talsvert hærra á einstökum sviðum,
eins og á sviði örorkubóta, ellilíf-
eyris, almannatrygginga, sjúkra-
dagpeninga og atvinnuleyfisbóta,“
segir Stefán Ólafsson, prófessor í
félagsfræði við Háskóla Íslands,
sem hefur unnið að umfangsmikl-
um rannsóknum á íslenska velferð-
arkerfinu á undanförnum árum.
„Eitt stærsta óheillaskrefið var
þegar atvinnuleysisbætur voru
teknar úr samhengi við lægstu um-
sömdu laun. Atvinnuleysisbætur í
dag væru rúmlega 20 þúsund krón-
um hærri ef það hefði ekki verið
gert. Örorkulífeyrir og ellilífeyrir
almannatrygginga væri um 20%
hærri. Lífeyrir almannatrygginga,
sem var árið 1990 um 80% af lág-
markslaunum, er núna innan við
60% af lágmarkslaunum og rétt um
40% af meðallaunum verkafólks.
Það er því ljóst að bilið á milli líf-
eyrisupphæðanna sem koma frá al-
mannatryggingakerfinu og launa á
vinnumarkaði hefur stóraukist. Og
bara þetta þýðir að almanntrygg-
ingakerfið hefur veikst
til muna.“
Stefán nefnir fleira
sem hefur veikt velferð-
arkerfið á undanförnum
10 árum. Þar á meðal er
aukinn hlutur notendagjalda í heil-
brigðisþjónustu, aukinn hlutur
skólagjalda og aukinn hlutur sjúk-
linga í lyfjakostnaði. „Ég myndi
líka nefna síaukna beitingu tekju-
tengingar á bótagreiðsl-
um og lífeyri, sem gerir
hlut ríkisins sífellt
minni,“ segir Stefán.
„Og svo myndi ég nefna
aukið hlutverk einkaað-
ila í velferðarþjónustunni, sem kall-
ar yfirleitt á greiðslu frá notend-
um.“
Stefán telur að íslenska velferð-
arkerfið eigi mjög langt í land með
að nálgast þau kerfi sem við lýði
eru á hinum Norðurlöndunum í
gæðum. Hann telur að Íslendingar
hafi færst mjög merkjanlega í átt
til velferðarkerfis eins og ríkir í
Bandaríkjunum, þar sem hlutur
hins opinbera er minni og hópur fá-
tækra sem þurfa að leita ölmusu
hjá sjálfstæðum stofnunum er mun
stærri.
Stefán segir að það hafi komið
fram í skoðanakönnunum að al-
menningur styðji kröftuglega efl-
ingu allra meginþátta velferðar-
kerfisins og vilji auka útgjöld til
þess. „Það er óþarfi að hafa lélegt
velferðarkerfi hér á landi,“ segir
Stefán. „Við getum mjög auðveld-
lega leyst þessa sárustu fátækt í
landinu án þess að að kostnaður sé
verulegur.“
gs@frettabladid.is
STEFÁN ÓLAFSSON
Eitt stærsta óheillaskrefið í íslensku velferðarkerfi var stigið um miðjan tíunda áratuginn þegar atvinnuleysisbætur voru teknar úr sam-
hengi við lægstu umsömdu laun. Þetta gerir það að verkum að atvinnuleysisbætur eru nú undir fátæktarmörkum.
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við eigum auð-
vitað að umgangast þetta lífríki
okkar af ábyrgð. Það er ekki síst
hagsmunamál okkar sem stöndum
að LÍÚ,“ segir Friðrik J. Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, í framhaldi af ummælum
sem féllu á fundi smábátamanna í
Borgarnesi fyrir nokkru. Þar lýsti
Magnús Þór Hafsteinsson, frétta-
maður, fiskifræðingur og fram-
bjóðandi Frjálslynda flokksins,
afleiðingum þess að hann sýndi í
Sjónvarpinu myndir sem sýndu
skemmdir á hafsbotni vegna botn-
vörpuveiða. Sérstaklega þótti slá-
andi hve illa botnvarpan lék kór-
ala sem af mörgum eru taldir
nauðsynlegir til þess að viðhalda
tegundasamsetningu. Magnús Þór
sagði að ekkert hefði gerst við
sýningu myndanna annað en það
að hann hafi uppskorið andúð að-
standenda LÍÚ.
Friðrik segir að það sé þvert á
alla skynsemi að halda því fram
að hagsmunasamtök útgerðar-
manna vilji standa að eyðilegg-
ingu á hafsbotninum. Þvert á móti
felist hagsmunir þeirra sem
standa að LÍÚ í því að viðhalda
auðlindinni.
„Ef kórallar eru góðir fyrir líf-
ríkið þá á auðvitað að vernda þá.
En auðvitað er ljóst að það vantar
rannsóknir á þessu sviði. Það er
okkar hagur að ítarlegar rann-
sóknir fari fram því við ætlum að
lifa af veiðum og skila auðlindinni
áfram til komandi kynslóða,“ seg-
ir Friðrik.
Hann segir að í framhaldi
rannsókna verði menn að bregð-
ast við í samræmi við niðurstöð-
urnar, hverjar sem þær séu. En
hann efast um að málflutningur
smábátamanna gegn botnvörpu-
veiðum sé byggður á heilindum.
„Þetta snýst auðvitað að miklu
leyti um að þeir fái áfram að veiða
smáfisk á króka,“ segir Friðrik. ■
FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON
Hagsmunamál allra útgerðarmanna að við-
halda auðlindinni.
HAFSBOTNINN
Víða á hafsbotni má sjá stórbrotið „landslag“. Þessi tölvumynd er hönnuð af Guðrúnu
Helgadóttur hjá Hafrannsóknastofnun og sýnir botnlag skammt frá Grímsey.
Smábátamenn segja botnvörpu skaða lífríki:
LÍÚ vill láta rannsaka
áhrif veiða á botninn
FJÖLMIÐLAR „Það sætir auðvitað
töluverðum tíðindum að í landinu
séu núna komin tvö blöð með jafn
mikla útbreiðslu,“ segir Þorbjörn
Broddason, prófessor í fjölmiðla-
fræðum við Háskóla Íslands, um
nýja fjölmiðlakönnun Gallup.
Hún sýnir að ívið fleiri Íslending-
ar lesa Fréttablaðið en Morgun-
blaðið.
Þorbjörn segir að þó menn
hafi spáð frekar illa fyrir Frétta-
blaðinu hafi það náð stöðu sem
ókeypis blöð hafi ekki náð áður.
Blaðið hafi mikla sérstöðu meðal
slíkra blaða; það væri borið heim
til fólks en ekki dreift á brautar-
stöðvum eða viðlíka stöðum. Þá
væri það líkara hefðbundnu sölu-
blaði en ókeypis blaði.
„Frá sjónarmiði auglýsenda
og þeirra sem vilja koma ein-
hverju á framfæri er sú staða allt
í einu komin upp að það er eigin-
lega sama hvort blaðið valið er;
boðskapurinn kemst til skila í
jafn ríkum mæli,“ segir Þor-
björn.
Þorbjörn telur að Fréttablaðið
hafi náð að vinna bug á stærsta
vandanum sem að ókeypis blöð-
um steðjar. „Mér sýnist að
Fréttablaðið hafi komist yfir það
sem gæti verið stærsti vandinn;
að það sé ómerkilegra vegna þess
að það sé ókeypis.“ ■
ÞORBJÖRN BRODDASON
„Frá sjónarmiði auglýsenda og þeirra sem
vilja koma einhverju á framfæri er sú staða
allt í einu komin upp að það er eiginlega
sama hvort blaðið valið er; boðskapurinn
kemst til skila í jafn ríkum mæli,“ segir
Þorbjörn Broddason prófessor í fjölmiðla-
fræði.
Prófessor í fjölmiðlafræði um lestur Fréttablaðsins:
Útbreiðslan sætir tíðindum
Evrópusambandið:
Cresson
ákærð
BRUSSEL, AP Belgískir saksóknarar
hafa ákært Edith Cresson, fyrrum
forsætisráðherra Frakklands, fyr-
ir misnotkun á almannafé meðan
hún var einn af meðlimum fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins. Ásakanir um að Cresson
og sjö undirmenn hennar hefðu
notað fjármuni framkvæmda-
stjórnarinnar til að umbuna vin-
um og stuðningsmönnum urðu til
þess að framkvæmdastjórnin
sagði öll af sér.
Verði Cresson fundin sek um
misnotkun á almannafé er hægt
að dæma hana til allt að fimm ára
fangelsisvistar. ■
AURSKRIÐA Á FERÐAMANNASTAÐ
Tólf manns létu lífið þegar aur-
skriður féllu á vinsælum ferða-
mannastað á eynni Sulawesi í
Indónesíu. Miklar rigningar und-
anfarna daga hafa valdið flóðum
og aurskriðum víða á eyjunni en
jarðvegurinn á svæðinu er afar
laus í sér, einkum vegna skóg-
areyðingar.
TJÓN AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA
Snarpur jarðskjálfti, 5,3 á Richt-
er-skala, skók landsvæði í miðri
Indónesíu með þeim afleiðingum
að að minnsta kosti 20 manns
slösuðust. Fjölmörg hús skemmd-
ust auk hafnarmannvirkja og um-
ferðarmiðstöðvar. Skjálftin
fannst í allt að 300 kílómetra
fjarlægð frá upptökunum.
ÍBÚÐIR UPP Í GJÖLD Bæjarráð
Hornafjarðar hefur samþykkt að
taka þrjár tveggja herbergja
íbúðir í nýbyggingu í bænum upp
í skuld. Verktakinn sem byggði
húsið með íbúðunum hefur ekki
staðið skil á gatnagerðargjöldum.
■ Sveitarstjórnir
Segir Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor. Íslenska velferðarkerfið hefur
veikst til muna á undanförnum árum að hans mati.
Óþarfi að hafa lélegt
velferðarkerfi
Lyfja við Lágmúla:
Játar lyfjastuld
LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur
handtekið mann vegna ráns í
verslun Lyfju við Lágmúla. Mað-
urinn, sem er rétt rúmlega tvítug-
ur, hefur játað verknaðinn og telst
málið upplýst.
16. mars ruddist maður sem
virtist í annarlegu ástandi inn í
verslun Lyfju við Lágmúla. Hann
var með sólgleraugu og ógnaði
lyfjafræðingi til að hann segði sér
hvar tiltekin lyf væru. Svo virtist
þó sem hann vissi nákvæmlega
hvað hann vildi því hann var varla
nema um mínútu inni í verslun-
inni og hafði með sér talsvert
magn sterkra verkjalyfja. ■