Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 20
■ ■ FUNDIR  12.00 Sjávarútvegsráðuneytið og Háskóli Íslands standa fyrir opn- um fyrirlestri sem ber yfirskriftina „Framtíðarviðfangsefni í sjávarút- vegi“. Árni M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra fjallar um ný við- fangsefni á vegum ráðuneytisins og gerir grein fyrir líffræðilegri fiskveiðistjórnun. Fyrirlesturinn verður haldinn í Hátíðasal Há- skólans, Aðalbyggingu, og stend- ur yfir frá kl. 12-13.  12.30 Í stofu 113 í Listaháskóla Ís- lands, Skipholti 1, flytur Halldóra Ísleifsdóttir, grafískur hönnuður, fyrirlestur sem hún nefnir Dýrt rusl eða verðmætasköpun?  12.30 Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra ræðir um stríðið í Írak á hádegisfundi með Háskólastúd- entum í Odda, stofu 101. Fundar- stjóri er Ólafur Þ. Harðarson.  13.30 Fræðslu- og umræðufundur verður haldinn í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, um atvinnumissi, áhrif hans á líðan fólks og hvernig skynsam- legt er að bregðast við. Á þessum fundi mun Garðar Björgvinsson frá Fjármálaþjónustunni ræða fjár- málahliðina á atvinnumissi.  16.00 Fundur verður haldinn fyrir sjúklinga í dagvist MS-félagsins og aðstandendur þeirra í húsi MS-félagsins, Sléttuvegi 5. Fund- arefnið er starfsemi dagvistarinn- ar.  20.00 Stofnfundur Félags Les- blindra á Íslandi verður haldinn á Hótel Borg. Félagið mun vinna markvíst að því að auka vitund og þekkingu á lesblindu á Íslandi. Undirbúningur hefur staðið yfir síðan um áramót og nú er komið að stofnun félagsins.  20.30 Bókaforlagið Bjartur efnir til laufléttrar útgáfuhátíðar á Súfist- anum í tilefni af útkomu bókar- innar Við hinir einkennisklæddu eftir Braga Ólafsson. Bragi les upp úr bókinni og Eiríkur Guð- mundsson fjallar um Braga og skáldskap hans auk þess sem Kristinn Árnason gítarleikari leik- ur lauflétt lög, þó ekki á gítarinn. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.30 Háskólakórinn og Bergþór Pálsson flytja Háskólakantötuna eftir Pál Ísólfsson á Háskólatón- leikum í Norræna húsinu. Hákon Leifsson stjórnar og Kristinn Örn Kristinsson leikur á píanó.  21.00 Eyjólfur Kristjánsson með tónleika á Stokkseyri.  21.00 Paul Lydon spilar á píanó og syngur frumsamin lög í Norræna húsinu. Kira Kira sér um plötu- spilarann á eftir. Kaffistofa Nor- ræna hússins verður opin til klukkan ellefu.  Kanadíski dávaldurinn Paul Royters verður með skemmtidagskrá í Smáralind í dag. ■ ■ FRAM UNDAN  Á fimmtudaginn verður leikritið Rauða spjaldið eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.  Á fimmtudaginn flytur Peter Maté píanóleikari ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands píanókonsert eftir Béla Bartok á tónleikum í Háskólabíói. Einnig verða flutt verk eftir Jón Nordal og Tsjaíkov- skí.  Á laugardaginn verður frumflutt barnaleikritið Gaggalú eftir Ólaf Hauk Símonarson í Hafnarfjarð- arleikhúsinu.  Á laugardaginn frumflytur Íslenska óperan úrdrætti úr óperunum Madama Butterfly eftir Puccini og Ítalska stúlkan í Alsír eftir Rossini. ■ ■ SÝNINGAR  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Ak- ureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur yfir sýning á nokkrum konkret- verkum frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýningunni eiga verk lista- mennirnir Benedikt Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson, Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovésk- um veggspjöldum úr eigu safns- ins, sem hafa ekki komið áður fyr- ir almenningssjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný mál- verk.  Finnbogi Pétursson myndlistarmað- ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ásmundarsafni þar sem hann myndgerir hljóð.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamanns- ins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norðurslóð- um.  Listamaðurinn Svandís Egilsdóttir er með myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og skúlptúr. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík.  Þór Magnús Kapor er með mynd- listarsýningu í Listasal Man, Skólavörðustíg 14.  Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, sýnir Alistair Macintyre stór pappírs- verk, sem unnin eru með ís og járnlitarefni.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýning á áður ósýndum verkum listakonunnar Louisu Matthías- dóttur.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi. 20 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGURhvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 MARS Miðvikudagur Ég segi það með glotti á vör, aðþessi bók sé mín skáldskapar- fræði,“ segir Bragi Ólafsson skáld. Bókaforlagið Bjartur gef- ur út í dag eftir hann bókina Við hinir einkennisklæddu. „Ég kalla þetta póetískt testamenti. Ég er þarna svolítið að setja fram mína eigin sýn á skáldskapinn og hvernig hann tengist veruleikan- um.“ Bragi segir bókina setta sam- an úr aðskildum brotum, sem hanga aðeins lauslega saman. Sumt í henni er sett fram sem hefðbundnar smásögur, annað er meira eins og ljóð í lausu máli. „Þetta er öðrum þræði unnið upp úr gömlum ljóðahugmynd- um, sem hafa lengi legið í skúff- unni hjá mér og í hausnum. Síðan fóru þessar myndir smám saman að taka á sig mynd þegar ég var kominn með yfir- skriftina, Við hinir einkennis- klæddu.“ Bragi segir að fyrsta persónan í heiti bókarinnar eigi við hann sjálfan, þótt hún sé höfð í fleir- tölu. „Við erum alltaf að koma fram í einhverjum einkennis- klæðnaði dags daglega, hvort sem það er hversdagslegur klæðnaður eða ekki.“ Árið 1996 kom út bók eftir Braga sem heitir Nöfnin á úti- dyrahurðinni. Hann segir að nýja bókin kallist á við þá bók, því hvorug þeirra er hefðbundin ljóðabók eða smásögur. „Þessi nýja bók stendur saman af óljósum minningum mínum, bæði úr æsku og frá seinni árum. Svo er einhver togstreita á milli þess hvort þetta séu sannar minningar eða búnar til. Ég get ekki alltaf greint á milli þess sjálfur. Mér finnst ég í rauninni alltaf vera að glopra niður öllum minn- ingum, gleyma eigin ævi, þannig að mér finnst ég þurfa að fylla upp í eyðurnar. Þetta er í raunni það sem drífur mig mest áfram í að skrifa, að búa til staðreyndir inn í mitt eigið líf. Þetta verða eins konar staðgenglar fyrir glat- aðar minningar.“ Bragi segist ekkert viss um að þessi bók hefði komið út ef það efni sem hann var kominn með í óformlegu handriti hefði ekki fallið svona vel að nýrri bókaröð forlagsins Bjarts. Í sömu röð er bók Hermanns Stefánssonar, Sjónhverfingar, sem kom út í síð- ustu viku. Á næstu vikum koma svo út tvær bækur í viðbót í sömu röð, Einkavegir eftir Þröst Helgason og Ferðalok eftir Jón Karl Helgason. gudsteinn@frettabladid.is ■ NÝ BÓK Verð frá 68.500.- m. grind Queen 153x203 Tilboð Amerískar lúxus heilsudýnur BRAGI ÓLAFSSON Bókaforlagið Bjartur efnir til laufléttrar út- gáfuhátíðar á Súfistanum í kvöld í tilefni af útkomu nýrrar bókar eftir Braga Ólafsson. Bragi les upp úr bókinni, Eiríkur Guð- mundsson fjallar um skáldskap Braga og svo leikur Kristinn Árnason gítarleikari nokkur lög, en ekki þó á gítarinn. Skáldskaparfræði Braga Ólafssonar Það mark-v e r ð a s t a sem ég hef séð undanfarið er sýning norska listamannsins Patrick Huse í Hafnarhúsinu,“ segir Erla Þórar- insdóttir myndlistarmaður. „Sýn- ingin heitir Penetration og það er athyglisvert hvernig hann tekur öðruvísi en við á landinu, sem landslagsmálari, en hann fer ofan í það og inn í það. Það er hætt við að svona sýningar líði hjá þegar fólk veit engin deili á listamannin- um en þetta er eitthvað sem fólk ætti endilega að gefa sér tíma til að skoða.“ Mittmat Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir „Forsetinn kemur í heimsókn“ gamanleik með söngvum í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikudaga og föstudaga kl. 14.00 og sunnudaga kl. 15.00. Miðapantanir á skrifstofu s. 588 2111, einnig eru miðar seldir við innganginn. SÝNINGUM FE R FÆKKANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.