Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 11
SÓTTKVÍ Heilbrigðisyfirvöld í Singapúr hafa gripið til örþrifaráða í baráttu sinni við dularfulla veirusýkingu sem breiðst hefur út í landinu á undanförnum vikum. Dularfulla veirusýkingin: Hundruð í sóttkví SINGAPÚR, AP Yfirvöld í Singapúr hafa skipað hundruðum borgara að halda sig heima í von um að hægt verði að hefta útbreiðslu dularfullrar veirusýkingar sem skaut upp kollinum í landinu fyrir nokkrum vikum. Heilbrigðisyfir- völd hafa einnig lokað leikskóla og grunnskóla en þetta munu vera umfangsmestu sóttvarnarráðstaf- anir sem gripið hefur verið til í heiminum. Fram að þessu hafa 65 Singapúrar veikst af völdum veirunnar og nú hefur um 740 landsmönnum sem gætu hafa um- gengist sýkta einstaklinga verið gert að halda sig heima næstu tíu daga. Ef fólkið hlýðir ekki skipun yfirvalda getur það átt yfir höfði sér ákæru. ■ Árás á gyðing: Enginn kom til bjargar BERLÍN, AP Ráðist var á bandarísk- an námsmann um hábjartan dag á verslunargötu í Berlín. Námsmað- urinn var einn á ferð og var hann klæddur að sið strangtrúaðra gyð- inga. Að sögn vitna voru árásar- mennirnir fjórir og af arabískum uppruna. Kýldu þeir Bandaríkja- manninn í andlitið og köstuðu að honum lauslegum hlutum. Hann slapp án teljandi meiðsla en var illa brugðið, einkum vegna þess að enginn skarst í leikinn þrátt fyrir að fjöldi fólks yrði vitni að árás- inni. Reyndi hann meðal annars árangurslaust að fá lánaðan síma til þess að hringja á lögreglu. ■ SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Borgarbyggðar hyggst selja jarðirnar Skíðsholt og Stapasel auk hluta síns í Hvítstöðum. Bjóða á leigutökum á sumarbú- staðalóðum í landi Syðri- Hraundals lóðirnar til kaups. Leita á leiða til að selja Syðri- Hraundal og hlut í jörðinni Grenjum þannig að aðgangur að afrétti verði tryggður. Minnihluti Framsóknar- manna er alfarið á móti sölu á Syðri-Hraundal og hlutnum í Grenjum. Nauðsynlegt sé að nýta land þessara jarða innan fjallgirðingar sem afrétt: „Sala á landinu væri aðför að sauðfjárbúskap og búsetu í Álfta- neshreppi,“ sögðu framsóknar- menn á bæjarstjórnarfundi. Þeir bentu á að íbúar í Álftanes-, Hraun- og Borgarhreppi hafi mótmælt söluáformunum. Salan þjóni ekki hagsmunum Borgar- byggðar. Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sagði á hinn bóg- inn að með því að leita eftir um- sögn landbúnaðarnefndar vildi meirihlutinn tryggja aðgang að afréttarlöndum: „Það er fráleitt að ætla að slíkt sé aðför að sauðfjárbúskap og bú- setu í Álftaneshreppi og vísum við því alfarið á bug,“ sagði Helga. ■ BORGARBYGGÐ „Það er fráleitt að ætla að slíkt sé aðför að sauðfjárbúskap og búsetu í Álftaneshreppi og vísum við því alfarið á bug,“ sagði Helga Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, um gagnrýni framsóknarmanna á fyrirhugaða jarða- sölu. Framsókn í Borgarbyggð ósátt við jarðasölu: Aðför að sauðfjárrækt Heimsókn endurgoldin: Páll í Kína OPINBER HEIMSÓKN Páll Pétursson félagsmálaráðherra er nú stadd- ur í Kína í opinberri heimsókn. Með honum í för er ráðuneytis- stjórinn Hermann Sæmundsson, eiginkonur þeirra og ritari rá- herra, María Sæmundsdóttir. Tilgangur ferðarinnar er að end- urgjalda heimsókn varafélags- málaráðherra Kínverja, sem var hér á ferð í október árið 2002. Starfandi félagsmálaráðherra er flokksbróðir Páls, Guðni Ágústs- son, en frægt er þegar hann fékk magakveisu í heimsókn sinni til Kína á sínum tíma. ■ 11MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2003

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.