Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 26. mars 2003 hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MARS Föstudagur Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 3. apríl í eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2 vikur í sólinni. Það er um 28 stiga hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frá- bærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Stökktu til Kanarí 3. apríl frá kr. 29.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.963 Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn 2-11 ára. Flug, gisting og skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 31.461 Verð kr. 42.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr. 45.097. Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina  18.30 Sýn Western World Soccer Show.  19.15 Njarðvík Annar leikur Njarðvíkur og Kefla- víkur í undanúrslitum Intersport- deildarinnar.  22.20 RÚV Handboltakvöld. Nýjustu fréttirnar úr íslenska handboltanum.  22.30 Sportið með Olís. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.00 Sýn Fastrax 2002. Vélasport. Hrað- skreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. KÖRFUBOLTI John Stockton, sem verður 41 árs gamall í dag, átti fínan leik fyrir Utah Jazz gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Kappinn skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar í 96:91 sigri Jazz. Liðið er í sjötta sæti Vestur- deildar þegar 12 leikir eru eftir af deildarkeppninni, en átta lið kom- ast áfram úr deildinni í úrslita- keppnina. Kurt Thomas skoraði 23 stig og Allan Houston 20 þegar New York Knicks vann Toronto Raptors með 100 stigum gegn 90. Með sigrinum heldur Knicks í vonina um að komast í úrslitakeppnina. ■ FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Ís- lands var stofnað á þessum degi árið 1947. Fram að þeim tíma var það einkum Knattspyrnuráð Reykjavíkur sem sá um málefni fótboltans hérlendis. Umfang knattspyrnunnar hef- ur aukist gríðarlega frá stofnun KSÍ. Árið 1947 tóku aðeins fimm félög þátt í Íslandsmóti meistara- flokks en í sumar keppa um átta- tíu félög á Íslandsmótum karla og kvenna. Bikarkeppni KSÍ hófst árið 1960, Meistarakeppni árið 1969, Íslandsmót kvenna árið 1972 og Deildabikarkeppnin árið 1996. Íslensk félög hafa tekið þátt í Evr- ópukeppnum frá 1964. Árið 1955 var Íslandsmóti karla skipt í tvær deildir, þriðju deildinni var bætt við árið 1966 og þeirri fjórðu árið 1982. Íslandsmót kvenna hefur verið leikið í tveimur deildum frá 1982. Árið 1947 hafði Ísland aðeins leikið einn landsleik en undanfar- in ár hefur Ísland átt fjögur lands- lið karla og fjögur lið kvenna. A- landslið karla tók fyrst þátt í al- þjóðlegri keppni árið 1957 og A- landslið kvenna árið 1982. PIERCE Paul Pierce og félagar í Boston Celtics töp- uðu naumlega fyrir Utah Jazz í fyrrakvöld. NBA-deildin: Stockton stendur fyrir sínu AP /M YN D A-LANDSLIÐ KARLA Hermann Hreiðarsson í leik gegn Skotum í fyrra. Stofndagur: KSÍ á afmæli í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.