Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.03.2003, Blaðsíða 14
14 26. mars 2003 MIÐVIKUDAGUR LONDON, AP Innrás Breta og Banda- ríkjamanna í Írak gengur „ná- kvæmlega samkvæmt áætlun,“ sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, við fjölmiðla þegar hann bjó sig undir að halda til fundar við George W. Bush Bandaríkjaforseta í Washington. „Það verður mótstaða allt til loka herferðarinnar,“ sagði Blair á öðrum blaðamannafundi sínum frá því innrásin hófst. „Það þarf tíma og þrautseigju, einbeitingu og fagmennsku hermanna okkar til að brjóta hana á bak aftur.“ Forsætisráðherrann breski sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að markmið innrásarinn- ar myndu nást. Blair sagði að hann og Bush myndu ræða innrásina í Írak á fundi sínum í dag. Enn fremur yrði rætt um samskipti við aðrar þjóðir og hvernig hægt yrði að bæta samskipti Evrópu og Banda- ríkjanna þannig að þau störfuðu saman sem vinir en ekki keppi- nautar. ■ ■ Innrás í Írak/ Kostnaður Á LEIÐ TIL WASHINGTON Tony Blair og George W. Bush funda um innrásina í Írak og samskipti við Evrópuþjóðir á fundi sínum í dag. Árásin gengur samkvæmt áætlun, segir Tony Blair: Brjótum mótsöðu á bak aftur SKRIÐDREKAR Í ÍRAK Stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak kostar á við 19 ára rekstur íslenska ríkisins. Nítjánföld fjárlög WASHINGTON Innrás Bandaríkja- manna í Írak kostar á við nítján- föld fjárlög íslenska ríkisins sé miðað við þá fjárveitingu sem Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti hefur farið fram á hjá þinginu. Bush fer fram á andvirði tæpra 6.000 milljarða íslenskra króna til að standa straum af kostnaði við innrásina í Írak og varnir gegn hryðjuverkum. Stærstur hluti fjárhæðarinnar fer til varnar- málaráðuneytisins til að greiða kostnað við hálfs árs rekstur hers- ins í Írak. Sú upphæð nemur 4.900 milljörðum íslenskra króna. Kostnaður breska hersins er ekki meðtalinn. ■ AUKINN STUÐNINGUR Stuðningur Breta við innrásina í Írak hefur aukist mjög eftir að hún varð að raunveruleika. 54% eru fylgjandi innrásinni samkvæmt könnun sem birtist í The Guardian, 30% eru andvíg henni. VILL VIÐSKIPTABANN Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, gagnrýndi arabaþjóðir fyrir að styðja ekki við bakið á Írökum gegn innrás Breta og Bandaríkja- manna. Hann hét á þá að hætta að selja olíu til Bandaríkjanna og Bretlands meðan á stríðinu stæði. ÁTTA FELLDIR Upplýsingamála- ráðherra Íraks segir að átta óvinahermenn hafi látist í bar- dögum nærri An Nasiriyah. Hann sagði enn fremur að þrjú bryn- varin farartæki hefðu verið eyðilögð í bardögum. Yfirmenn bandamanna könnuðust ekki við fregnirnar. ■ Innrás í Írak/ Örfréttir FYLGST MEÐ FRÉTTUM Kúrdinn Khamoo Haji hlustaði á útvarpið í helli sem hann hafði komið sér fyrir ásamt ættingjum sínum til að komast í skjól frá loftárásum í norðanverðu Írak. Fjöldi íbúa hefur flúið svæðið. SPRENGJUVÉL HLAÐIN Það er meira en að segja það að hlaða hinar risavöxnu B-52 sprengjuflugvélar. Hver þeirra um sig getur flogið með allt að 50 sprengjur. TEKIST Á LOFT Bandarísk herþota sést hér taka á loft frá flugmóðurskipinu Constellation. Flugmóðurskip- ið er statt á Persaflóa og tekur þátt í árásum á Írak. INNRÁSINNI MÓTMÆLT Á GAZA-STRÖNDINNI Palestínsk stúlka mundar leikfangabyssu á meðan pabbi hennar heldur á mynd af Saddam Hussein. Fjölmargir Palestínumenn hafa líst sig andvíga innrásinni í Írak. MYRKUR Í BAGDAD Mikill sandstormur og þykkur reykur frá skurðum fylltum af olíu sem kveikt hefur verið í til að halda aftur af innrásarherjum hefur orðið til þess að myrkvað er í Bagdad um miðjan dag. Flestir íbúar borg- arinnar héldu sig inni við í gær. SKYGGNI Í LÁGMARKI Sandstormur hefur gert það að verkum að skyggnið er oft ekki nema nokkrir metrar fram á veginn. Þetta hefur dregið úr fram- sókn innrásarherjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.