Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 4
4 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR SAMA MARKMIÐ, SAMA RÉTT- LÆTING Lögmaður fimm íraskra útlaga segir að sömu rök og rétt- læti innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Írak rétt- læti innrás útlaganna í íraska sendiráðið í Berlín. Útlagarnir héldu nokkrum gíslum í sendi- ráðinu í nokkra klukkutíma áður en þeir gáfust upp. FRAMSAL SENDIHERRA Bosnísk- ir saksóknarar freista þess að fá fyrrum sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum framseld- an frá Bandaríkjunum. Hann er ásakaður um að stela andvirði nærri 200 milljóna króna úr op- inberum sjóðum meðan hann gegndi embætti. Þjófnaðurinn leiddi meðal annars til þess að sendiráðið gat ekki greitt leigu og símareikninga. FJÖLGAR Í EVRÓPURÁÐINU Serbíu og Svartfjallalandi hefur verið boðin aðild að Evrópuráð- inu. Allt útlit er fyrir að þetta lausbeislaða ríkjasamband, sem byggir á grunni Júgóslavíu, verði 45. aðildarríki Evrópuráðs- ins. Byggðarannsóknir: Lán felld niður BYGGÐAÞRÓUN Byggðarannsóknar- stofnun leggur til að Akureyri, Ísafjörður og Egilsstaðir verði þrír miðpunktar í eflingu byggða- kjarna á landsbyggðinni. Auðveldara aðgengi að námi, lægri flutningskostnaður, bættar samgöngur og betri fjarskipti eru lykilatriðin í nýrri skýrslu. Stofn- unin telur fjárfestingar eiga að miðast við það að stækka áhrifa- svæði byggðakjarnanna. Lögð er til þátttaka opinberra aðila í ný- sköpunarstarfsemi og að felld séu niður námslán þeirra sem búa úti á landi. ■ ■ Evrópa FJÖLHÆF DÝR Flogið var með höfrungana Makai og Tacoma í herþyrlum til Umm Qasr. Höfrungar leita að sprengjum ÍRAK Bandaríkjamenn og Bretar hafa gripið til þess ráðs að flytja tvo sérþjálfaða höfrunga til Persaflóa til að aðstoða hermenn við að finna tundurdufl í innsigl- ingunni að hafnarborginni Umm Qasr. Höfrungunum, sem heita Makai og Tacoma, hefur verið kennt að snerta ekki tundurduflin og eru þeir því í óverulegri hættu, að sögn Renuart. Aðalógnin stafar aftur á móti af öðrum höfrungum á svæðinu sem gætu reynt að reka þessa óboðnu gesti burt. Bandaríski sjóherinn uppgötv- aði gagnsemi sjávarspendýra í hernaðarlegum tilgangi snemma á sjöunda áratugnum og voru höfrungar meðal annars notaðir sem leitardýr í Víetnamstríðinu á áttunda áratugnum. ■ STJÓRNMÁL „Mér ber að taka þá af- stöðu sem ég tel að þjóni best ut- anríkispólitískum hagsmunum þessa lands. Það er mitt starf,“ sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra á opnum fundi í Há- skóla Íslands í gær, frammi fyrir troðfullum sal háskólamanna og annarra sem flestir virtust fullir efasemda um stuðning Íslands og spurðu beinskeyttra spurninga. „Það er ljóst að við Íslendingar erum í hópi 45 þjóða sem styðja tafarlausa afvopnun Saddams Husseins,“ sagði Halldór. „Við skulum vona að það takist vel og það taki ekki langan tíma. Ég tel að sú afstaða sem ég hef tekið fyr- ir hönd Íslands sé okkur fyrir bestu. Sagan mun leiða í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér.“ Halldór lagði áherslu á að Ís- lendingar væru ekki þátttakendur í átökunum í Írak, þó svo að ríkis- stjórnin styddi innrásina pólitískt. Hann sagði þá afstöðu vera í sam- ræmi við sögu íslenskrar utanrík- isstefnu. „Fyrir okkur skipta Atl- antshafstengslin gríðarlega miklu máli,“ sagði Halldór. „Við höfum alltaf átt nánari samskipti við Breta, Bandaríkjamenn, Hollend- inga og Dani en Frakka og Þjóð- verja.“ Hann sagði það æskilegra að sátt myndaðist í alþjóðasamfé- laginu um aðgerðir af þessu tagi. Hann hafi hins vegar ekki hafa haft trú á því að slíkt samkomulag myndi nást í þessu máli, úr því sem komið var, og átök hafi verið óumflýjanleg. Halldóri varð tíðrætt um eðli ógnarstjórnar Saddams Husseins og talaði um dráp hans á almenn- um borgurum í Írak á undanförn- um árum og nauðsyn þess að stöðva þau. Stríðið væri því háð að stórum hluta til í mannúðarskyni, svipað og í Kosovo árið 1999. Hall- dór hafnaði því þó ekki aðspurður að innrásin væri gerð út af öðrum hagsmunum, eins og t.d. olíu. „Mið-Austurlönd skipta miklu máli,“ sagði Halldór. „Olían sem þaðan kemur drífur áfram efna- hagskerfi alls heimsins, ekki bara Bandaríkjanna. Það skiptir því auðvitað miklu máli fyrir alla að það ríki almennur stöðugleiki í Mið-Austurlöndum.“ Halldór lagði áherslu á að farið yrði af fullri einurð í það verkefni að stríði loknu að koma á sjálfstæðu ríki Palestínu, sem hann kvað lykilatriði fyrir frið og stöðug- leika. Jafnframt sagðist hann þeirrar skoðunar að uppbyggingu í Írak að stríði loknu yrði stjórnað af Sameinuðu þjóðunum. gs@frettabladid.is DREIFING „Það er mikið ánægjuefni að íbúar Reykjanesbæjar, sem er fimmti stærsti bærinn á landinu, skuli bætast í þann hóp sem fær Fréttablaðið inn í hús,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Frá og með deginum í dag verður Fréttablaðinu dreift dag- lega í öll hús í þéttbýli á Suður- nesjum. Árni segist vonast til að Frétta- blaðið fjalli meira um málefni sem tengjast Suðurnesjum. Hann segir blaðið hafa verið nokkuð lið- tækt í þeim efnum þó alltaf megi gera betur. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi, tekur í sama streng: „Það er mjög gott mál að dagleg dreifing sé hafin á Frétta- blaðinu hér á Suðurnesjum. Sjálf- ur sæki ég alltaf blaðið út á bens- ínstöð, en það verður gott að geta sparað sér sporin.“ ■ Akureyri: Inn í mánuð DÓMSMÁL Tveir menn, liðlega tví- tugir, voru dæmdir fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra til 30 daga fangelsisvistar fyrir inn- brot og brot gegn fíkniefnalög- gjöfinni, en á öðrum þeirra fund- ust 0,40 grömm af amfetamíni. Sá var jafnframt dæmdur til að greiða 40 þúsund króna sekt til ríkissjóðs auk þess sem þeim var gert að greiða málskostnað. Það var í ágúst 2002 að þeir brutust í félagi inn í verslunina Litla Hús- ið að Strandgötu 13 á Akureyri og stálu þaðan 10.000 krónum. Þeir játuðu brot sín skýlaust og þótti ekki ástæða til annars en að skilorðsbinda fangelsis- dóminn. ■ ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjórinn fagnar því að Frétta- blaðinu verði framvegis dreift á hvert heimili á Suðurnesjum. Reykjanesbær: Bæjarstjóri ánægður að fá Fréttablaðið HALLDÓR ÁSGRÍMSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA Varðist fimlega frammi fyrir troðfullum sal í Háskóla Íslands í gær. Sagði átökin í Írak hafa verið orðin óumflýjanleg og að ríkisstjórnin styddi innrásina pólitískt. Íslendingar væru hins vegar ekki þátttakendur í stríðinu. Ráðherra gagnrýndur Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra varði stefnu ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu á opnum fundi í Háskóla Íslands í gær. ■ Innrás í Írak/ Tundurdufl Bíður þú spennt(ur) eftir landsleik Íslendinga og Skota á laugardaginn? Spurning dagsins í dag: Hvenær lýkur stríðinu í Írak? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 36% 32% 32% Hvaða leik? Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.