Fréttablaðið - 27.03.2003, Síða 7
8 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR
LONDON, AP Stríðsglæpir kunna að
hafa verið drýgðir á báða bóga af
þeim sem berjast í Írak, að sögn
Amnesty International.
„Sérhver árás á óbreytta borg-
ara er stríðsglæpur,“ sagði
Claudio Cordone, helsti forvígis-
maður samtakanna í alþjóðarétti.
„Þeir sem reyna að eyða muninum
á hermönnum og óbreyttum borg-
urum grafa undan grundvallar-
sjónarmiðum mannúðarlaga.“
Amnesty segir að Bandaríkja-
menn hafi gert sig seka um stríðs-
glæp þegar þeir skutu flugskeyt-
um á helstu sjónvarpsstöð Íraka.
„Þetta er borgaralegt skotmark
og því verndað af alþjóðalögum
um mannúðarmál,“ sagði Cord-
one. Hann sagði að ekki væri
hægt að ráðast á sjónvarpsstöð
einfaldlega vegna þess að hún
væri notuð í áróðursskyni.
Helstu stríðsglæpir Íraka sem
Amnesty nefnir er að koma her-
sveitum sínum og hernaðarmann-
virkjum fyrir í nágrenni við
óbreytta borgara. Þá fordæmdu
samtökin Íraka fyrir að skjóta
viljandi á eigin borgara í borginni
Basra í suðurhluta Íraks. ■
■ Innrás í Írak/
Kofi Annan
■ Innrás í Írak/
Mannúðarstarf
Borgaraleg skotmörk verða fyrir árásum:
Stríðsglæpir
á báða bóga
BAGDAD, AP Mannskæðasta einstaka
atvikið sem hefur kostað óbreytta
borgara lífið frá því átök hófust í
Írak átti sér stað í Bagdad í gær. Þá
létu fjórtán einstaklingar lífið þeg-
ar tvo bandarísk flugskeyti
sprungu í íbúðahverfi í Bagdad að
sögn íraskra stjórnvalda. 30 manns
að auki særðust í sprengingunum.
Sprengingarnar skildu eftir sig
mikla eyðileggingu. Byggingar
brunnu, vatn flæddi yfir göturnar
þegar vatnsleiðslur sprungu, götu-
ljós féllu og bílar og tré þeyttust til.
Flugskeytin lentu í þéttbýlu hverfi
Bagdad þar sem er að finna mörg
íbúðarhús auk nokkurra veitinga-
staða og bifreiðaverkstæða.
Meðal þeirra skotmarka sem
bandaríski herinn skaut að voru
sjónvarpsstöðin í Bagdad, fjar-
skiptamiðstöðvar og upplýsinga-
ráðuneytið.
Talsmenn bandaríska hersins
sögðust ekki geta staðfest að
bandarísk flugskeyti hefðu
sprungið í íbúðahverfinu. „Við
gerum allt sem í okkar valdi stend-
ur til að vera nákvæmir í árásum
okkar.“ ■
Fjórtán óbreyttir borgarar féllu og 30 særðust:
Flugskeyti
sprungu í
íbúðahverfi
MIKIL EYÐILEGGING
Mannfjöldi lagði leið sína að staðnum þar sem flugskeytin sprungu.
Mikil reiði greip um sig.
Matvæli
flutt til Írak
UMM QASR, AP Flutningar eru hafn-
ir á vatni og matvælum til Íraks.
Þetta er upphafið að mikilli mann-
úðaraðstoð sem George W. Bush
Bandaríkjaforseti hafði lofað.
Fyrstu flutningalestirnar voru
minni í sniðum en stefnt hafði
verið að. Sjö stórir flutningabílar
komu með birgðir frá Kúvæt til
hafnarborgarinnar Umm Qasr.
Stefnt hafði verið að því að 30
flutningabílar tækju þátt í fyrstu
flutningunum. Ekki tókst að hlaða
þá vegna óveðurs, að sögn for-
stöðumanns stofnunarinnar sem
sér um flutningana. ■
HÚSARÚSTIR Í BAGDAD
Slökkviliðsmenn huga að því sem eftir stendur
af húsi í Bagdad sem varð fyrir sprengjum.
Bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum á sjón-
varpsstöð í Bagdad í fyrrinótt.
Auknar
áhyggjur
SÞ, AP „Ég hef sífellt meiri áhyggj-
ur af mannfalli meðal óbreyttra
borgara í þessum átökum,“ sagði
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna. „Ég vil minna alla ófrið-
araðila á að þeir ættu að virða al-
þjóðleg mannréttindalög og grípa
til allra nauðsynlegra ráða til að
vernda borgara. Þeir eru ábyrgir
fyrir velferð almennings á svæð-
inu.“
Annan minntist sérstaklega á
fréttir af því að óbreyttir borgar-
ar hefðu látið lífið þegar flug-
skeyti Bandaríkjamanna hefðu
sprungið í íbúðahverfi. Á fundi
með Condoleezza Rice, öryggis-
ráðgjafa Bandaríkjaforseta,
minnti hann á að Bandaríkin bæru
lagalega skyldu til að aðstoða
borgara sem biðu tjón vegna
stríðsins. ■
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D