Fréttablaðið - 27.03.2003, Page 10
FIMMTUDAGUR 27. mars 2003
VELFERÐARKERFIÐ Eitt hundað og ell-
efu fjölskyldur voru afgreiddar
með matargjöfum í síðustu viku
hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavík-
ur. Ásgerður Flosadóttir, formaður
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur,
segir marga hafa þurft frá að
hverfa. „Ástandið er búið að vera
slæmt síðan í september árið 2001.
Fjöldinn er í takt við tölur um auk-
ið atvinnuleysi. Við erum örugg-
lega með þeim fyrstu sem greina
vandann þegar illa árar hjá fólki.“
Ásgerður segist búast við að sjá
aukinn fjölda fólks leita sér aðstoð-
ar á þessu ári.
„Þegar á heildina er litið tel ég
íslenska velferðarkerfið vera
ágætt en það eru ákveðnir hópar
sem ekki njóta þess. Um er að ræða
tekjulága, einstæðar mæður og ör-
yrkja sem ungir hafa farið á bætur.
Þá má ekki gleyma öldruðum sem
einungis búa við greiðslur úr
tryggingakerfinu,“ segir Ásgerður.
ÁSGERÐUR FLOSADÓTTIR
„Ríkið býður upp á þetta vonleysi. En vert
er að geta þess sem gott er og lýsi ég
ánægju minni yfir ákvörðun stjórnvalda
að bæta kjör öryrkja.“
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur:
Ríkið býður upp
á vonleysi
FRAMKVÆMDIR „Miklar fram-
kvæmdir hefjast hér í næstu
viku, Hafnargatan, sem er aðal-
verslunargata bæjarnis, verður
tekin í gegn og henni gefin and-
litslyfting. Það er búið að bíða
eftir þessu í mörg ár,“ segir
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ.
Fasteignaeigendum við Hafn-
argötu voru kynntar þessar
framkvæmdir á mánudag og lík-
lega verður skrifað undir samn-
inga á morgun. Breytingar
verða í stíl við Skólavörðustíg-
inn í Reykjavík þar sem hellur
verða lagðar á götuna.
Reykjanesbær:
Hafnargata fær
andlitslyftingu
REYKJANESBÆR
Framkvæmdir framundan.