Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 25
27. mars 2003Fermingablaðið FERMINGARGJAFIR Gullsmiðja Hansínu Jens Laugaveg 20b, v/ Klapparstíg, sími 551 8448 Ég fékk ágætt Yamaha-hljóm-borð, ansi stórt og mikið,“ segir Ómar Örn Hauksson, annar umsjónarmanna Popp og kók á SkjáEinum, aðspurður um eftir- minnilegustu fermingargjöfina. „Ég hafði sýnt áhuga á að eignast hljómborð fyrir jólin áður en ég fermdist og fékk þá lítið Casio- hljómborð. Því sýndi ég slíkan áhuga að foreldrar og skyldmenni slógu saman í þetta stóra fyrir fermingardaginn.“ Ómar Örn hefur þó aldrei kunnað á hljóðfæri og hljómborð- ið varð ekki til þess að hann lærði það. „Með litla hljómborðinu fylgdu kubbar með lögum sem kenndu manni lagið. Þannig lærði ég tvö, þrjú lög eins og Georgia on My Mind og fleiri skemmtileg. Stóra hljómborðinu fylgdu hins vegar engir leiðarvísar, svo ég komst aldrei upp á lagið með að spila neitt á það. Áhuginn dvínaði þar af leiðandi á tveimur vikum.“ Nú á dóttir kunningja Ómars hljóðfærið. „Ég gaf henni það fyrir tveimur árum og hún nýtir það, sem er fínt,“ segir Ómar Örn. ■ Það hefur verið gagnrýnt aðvið notum orðið ferming í þessu samhengi, en það er orð sem hefur nokkrar merkingar og ein af þeim er að styðja og styrk- ja. Það er nú eiginlega það sem borgaraleg ferming gengur út á,“ segir Jóhann Björnsson heim- spekingur, sem sér um undirbún- ing Siðmenntar fyrir borgara- lega fermingu. „Þetta er leið- sögn, þar sem við viljum styðja okkar æskufólk út í lífið.“ Jóhann segir krakkana sækja undirbúningsnámskeið þar sem ýmislegt er tekið fyrir sem kem- ur þeim að góðum notum í lífinu. „Ég hef stundum sagt við krakk- ana að ég sé ekki beint að kenna þeim svo mikið, frekar að efla með þeim svona umhugsunar- virkni, að þau læri að hugsa á gagnrýninn hátt. Undirliggjandi er svo auðvitað að þau leitist við að verða góðar manneskjur. Jóhann segir sumt af náms- efninu breytilegt frá ári til árs því reynt sé að taka mið af því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni. „Í ár ræddum við til dæmis hvað felst í því að taka erfiða ákvörðun. Þau fengu nokkur dæmi þar sem þau þurftu að velja milli erfiðra kosta. Þá er mikið lagt upp úr að kenna mannleg samskipti, ekki síst milli unglinga og fullorðinna. Ágreiningsefnin eru skoðuð og í sameiningu finnum við út hvernig best er að leysa vanda- málin.“ Jóhann segir að krakkarnir ræði vímuefni, forvarnir, sam- skipti kynjanna, einelti og for- dóma. „Við höfum lagt mikla áherslu á að ræða fordóma og það að vera öðruvísi. Til okkar koma krakkar af ýmsu þjóðerni og úr mörgum trúfélögum. Það er því mikilvægt að krakkarnir skilji að fólk getur haft mismun- andi skoðanir en samt verið vin- ir. Námskeiðið endar svo með há- tíðlegri athöfn í Háskólabíói sem er sniðin líkt og útskrift úr skóla,“ segir Jóhann. Foreldrar barnanna skipu- leggja athöfnina og stjórna henni með hjálp Siðmenntar. Börnin sjálf eru í aðalhlutverkinu, flutt eru ávörp, ljóð og sögur og spilað á hljóðfæri. Að lokum fá þau skrautritað skjal til staðfesting- ar því að þau hafi lokið ferming- arnámskeiðinu. ■ Engir leiðarvísar með hljómborðinu – Ómar Örn Hauksson gafst upp á spilamennskunni eftir tvær vikur Eftirminnilegast úr fermingunni ÓMAR ÖRN HAUKSSON Fermingargjöfin varð ekki til þess að hann lærði á hljóðfæri. Hann hefur nú gefið gripinn þangað sem hann nýtist betur. Það er í lagi að vera „öðruvísi“ 90 börn ætla að fermast borgaralega í ár. Undirbúningurinn felst meðal annars í því að temja sér sjálfstæða hugsun. Hvað er borgaraleg ferming? JÓHANN BJÖRNSSON HEIMSPEKINGUR Jóhann segir áherslu Siðmenntar í fermingarundirbúningnum vera heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. M YN D /R Ó B ER T M YN D /T H O R ST EN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.