Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 30
27. mars 2003 Fermingablaðið 17
Kannski er til
smuga sem
passar þér
Ljósmyndastofan Mynd
sími: 565 4207
www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 554 3020
Þessir grænmetisréttir sóma sér vel á ferm-
ingarborðinu hvort sem boðið er upp á
kaffi og kökur eða mat.
Botn:
4 dl spelt eða heilhveiti
3- 4 tsk. lyftiduft (vínsteinslyftiduft frá YGG-
DRASIL)
1/2 - 1 tsk. salt
ca 2 dl ab-mjólk eða sojajógúrt og/eða
volgt vatn
● Mjöli, lyftidufti og salti er blandað sam-
an í skál, ab-mjókin hrærð út í.
Ef deigið er of blautt er smá mjöli bætt út
í, ef það er of þurrt er meiri vökva bætt út
í - það á að vera líkt og eyrnasnepill við-
komu. Deigið er síðan flatt út, sett í smurt
form og forbakað við ca. 200˚C í 5 mín.
Fylling:
150 g sólþurrkaðir tómatar, úr krukku
150 g þistilhjörtu, úr krukku
150 g möndlur eða hnetur, þurrristaðar í
ofni í ca. 5 mín við 200˚c
150 g rifinn soja-mosarella ostur
150 g tófú, hellið vatninu af og létt kreistið
það með eldhúspappír
smá salt og cayennepipar
1 hnefi ferskt grænt krydd - hvað finnst þér
best?
t.d. kóríander - basil - graslaukur - timian -
fáfnisgras - sítrónumelissa
● Allt sett í matvinnsluvélina nema soja-
osturinn og maukað vel. Sojaostinum er
blandað saman við fyllinguna, sem er sett
í forbakaða bökubotninn. Bakað við 200˚C
í ca. 10 mín. eða þar til þær eru orðnar
gylltar á yfirborðinu. Skreytt með fersku
grænu kryddi.
Tómat- og mósarellafylling
2 msk. sinnep
6-8 tómatar í frekar þunnum sneiðum
3 mosarellaostar, t.d. þessi íslenski, í frekar
þunnum sneiðum
1 dl ólífuolía
1 búnt ferskt basil
1 hvítlauksrif
smá sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
● Smyrjið forbakaða bökubotninn með
sinnepi. Raðið tómatsneiðum og
mósarellasneiðum til skiptis og þekið allan
botninn. Setjið í blandara eða matvinnslu-
vél olíu, basil og hvítlauk og hellið yfir bök-
una. Kryddið með smá sjávarsalti og ný-
möluðum svörtum pipar. Bakið við ca
200˚C í 10 mín.
Kartöflubaka
smá ólífuolía
1 púrrulaukur
1 rauðlaukur
1/2 tsk. múskat
1/2 tsk. karrý
smá sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
5 meðalstórar soðnar kartöflur – afhýddar
ca 50 g rifinn jurtamosarellaostur
ferskt kóríander
nokkrar sneiðar af ferskum parmesan
25 g furuhnetur – þurrristaðar
● Hitið ólífuolíuna á pönnu og mýkið
púrruna og rauðlaukinn þar á í ca. 10 mín.
eða þar til þetta verður gyllt og flott. Krydd-
ið með múskati, karrýi, smá sjávarsalti og
nýmöluðum pipar. Skerið kartöflurnar í
sneiðar, t.d. í eggjaskera, og raðið þeim í
forbakaðan bökubotninn og stráið mosa-
rellaostinum yfir. Hellið laukmaukinu yfir
og bakið við 200˚C í ca 10 mín. Stráið
ferskum kóríander og sneiðum af ferskum
parmesanosti yfir ásamt furuhnetum.
Flestir sem haldaf e r m i n g a r v e i s l u
senda út boðskort til ætt-
ingja og vina. Boðskort
geta verið margvísleg,
en skemmtilegast er að
þau séu ögn persónuleg.
Svanhildur Óskarsdóttir,
móðir fermingarbarns-
ins Óskars Kjartansson-
ar, er ein þeirra sem
bjuggu til persónulegt
boðskort.
„Þetta er svona eins
og lítil bók með mynd af
Óskari á forsíðunni. Inni
í bókinni er svo
boðskortið og gömul
gullkorn frá því að Óskar
var lítill,“ segir Svanhildur. „Ég
hef safnað saman skemmtilegum
tilsvörum frá því hann byrjaði að
tala og á nóg til að gera boðskort
fram eftir ævi fyrir hann, til
dæmis fyrir útskriftir og gift-
ingu,“ segir hún hlæjandi.
Svanhildur er svo heppin að
vinna hjá fyrirtæki sem heitir
Samskipti, sem er með ljósritun-
ar- og prentþjónustu. „Þeir hjálp-
uðu mér með kortið. En aðalatrið-
ið er að fá skemmtilegar hug-
myndir og gera þetta persónu-
legt,“ segir hún. ■
Grænt og góm-
sætt í ferminguna
Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti ráðleggur
grænmetisbökur með mismunandi fyllingum.
SOLLA Á GRÆNUM KOSTI
Er þekkt fyrir upskriftir að girnilegum og
hollum grænmetisréttum.
GRÆNMETISBAKA
Góð og holl og þar að auki falleg á fermingarborðinu.
Persónuleg boðskort
skemmtilegust
– og auðveld að búa til
BOÐSKORTIÐ HANS ÓSKARS
Óskar er hæstánægður með kortið og full-
ur tilhlökkunar fyrir fermingardaginn.
M
YN
D
/V
IL
H
EL
M