Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 31

Fréttablaðið - 27.03.2003, Side 31
27. mars 2003Fermingablaðið18 Blóm og skreytingar setja há-tíðlegan svip á fermingardag- inn og eru skemmtilegur hluti undirbúningsins. Áslaug Hlíf Jensdóttir, blómaskreytingakona og eigandi blómaverslunarinnar Allt í blóma, segir foreldra og fermingarbörn auðveldlega geta séð um skreytingarnar sjálf. „Einfaldleikinn er allsráðandi og hægt að fá tilbúnar skrautlengjur á borðin og á kertin. Enn fremur er hægt að klippa lengjurnar til eftir hentugleika, til dæmis sem skraut í hár. Fiðrildi alls kon- ar njóta líka mikilla vinsælda og passa nánast hvar sem er.“ Áslaug Hlíf segir að hægt sé að skreyta hvít- dekkuð borð með einföldum, lituðum renning- um sem gefa fallega heildarmynd. „Einfaldleikinn er líkja ríkjandi í kertavali, falleg stór kerti með krossi sem er gerður úr vír, perl- um eða skrautlengjum eru vin- sælust. Glervasar, flotkerti og skraut- steinar eru fallegir í vatn og hægt að fá liti í vatnið í öllum tónum. Þar er til dæmis lime-liturinn skemmtilegur og hentar báðum kynjum,“ segir Áslaug Hlíf. ■ Einfaldleikinn alls- ráðandi í skreytingum – litaðir renningar og stór kerti með krossi STÓR LÁTLAUS KERTI Kerti með krossi, til dæmis úr vír, perlum eða skrautlengjum, eru vinsælust. STÍLHREINT Flotkerti og skrautsteinar í vatni eru falleg borðskreyting. SKREYTTIR GLERVASAR OG GLÖS Hægt að útfæra á ýmsa vegu og taka sig vel út á hvítdekkuðu borði. Fermingarveislur á Íslandi eruoft heldur þunglamaleg sam- kvæmi þar sem fólk, sem þekkist jafnvel lítið, kemur saman, borð- ar, drekkur kaffið sitt og fer. Eft- ir alla vinnuna og undirbúninginn er það synd og skömm ef veislan er ekki vel heppnuð og skemmti- leg. Frændur vorir Danir leggja mikið upp úr skemmtilegum veislum og gera þá fermingar- börnum jafn hátt undir höfði og brúðhjónum og afmælisbörnum. Brúðkaupsveislur á Íslandi eru gjarnan vel skipulagðar og all- skyns uppákomur til skemmtunar. Það er ekkert sem segir að hið sama eigi ekki að gilda um ferm- ingarveislur. Ræður, leikir og tónlist ættu að skipa veglegan sess í fermingarveislunni og gestirnir mega gjarnan vera virkari. Skipuleggið því endi- lega veisluna vel í samráði við fermingarbarnið og nánustu fjöl- skyldu og vini, hristið saman gestina og hafið gaman af öllu saman. ■ Gerum fermingar- veisluna skemmtilega – nokkur góð ráð fyrir veisluhaldara 1. Fáið einhvern nákominn fermingar- barninu til að vera veislustjóri. 2. Fáið einhvern til að halda ræðu eða ávarpa barnið. 3. Athugið hvort einhver í fjölskyldu- eða vinahópnum spilar á hljóðfæri (t.d. harm- onikku eða gítar). Biðjið viðkomandi að taka hljóðfærið með og spila undir fjölda- söng. 4. Prentið út söngtexta og setjið við hvern disk. 5. Ef einhver hagmæltur er nákominn fermingarbarninu er sniðugt að fá hann/hana til að semja hátíðarvísur. 6. Athugið hvort einhver í fjölskyldunni lumar á skemmtilegum leikjum eða uppá- komum. Fáið veislustjórann til að stjórna gamninu. 7. Kannski eru börn í samkvæminu sem er sitthvað til lista lagt. Fáið þau til að syngja eitt lag eða spila á hljóðfærið sem þau eru að læra á. SKEMMILTEGHEIT Í BLAND VIÐ MAT OG KÖKUR Fermingarveislur, ólíkt brúðkaupsveislum og stórafmælum á Íslandi, eru oft óskipulagðar. Hvort sem veislan er haldin í heimahúsi eða sal er alltaf pláss fyrir skemmtilegar uppákomur. Ef bjóða á upp á kaffi og kökurí fermingarveislunni er snið- ugt að byrja strax í janúar að huga að bakstri. Veljið tertur sem auðvelt er að setja í frysti og þær sem ekki þarf að skreyta mikið. Veljið fimm sortir og bak- ið eina tertu hverja helgi og skel- lið í frysti. Sniðugra er að hafa tegundirnar færri en fleiri og hafa frekar tvær kökur af hverri tegund. Sniðug t

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.