Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 34
FIMMTUDAGUR 27. mars 2003 15
Knattspyrnan í Rio de Janeiro:
Slagsmál, brottrekstrar og 78 fríspörk
FÓTBOLTI Vasco da Gama varð
meistari Rio de Janeiro-héraðs á
sunnudag eftir 2-1 sigur á Flu-
minense. Leo Lima og Souza
skoruðu fyrir Vasco en Ademil-
son fyrir Fluminense. Vasco
vann einnig fyrri leik félaganna
2-1.
Einum leikmanni úr hvoru liði
var vísað af velli og Antonio
Lopes, þjálfari Vasco da Gama,
var rekinn af vettvangi eftir
hópslagsmál. Fríspörkin urðu 78.
Lopes, sem mætti til leiks í
happafötunum sínum, gulri skyr-
tu sem táknar árangur og hvítum
buxum sem tákna frið, henti bolt-
anum í Alex Oliveira, leikmann
Fluminense, sem lá meiddur á
vellinum. Á augabragði leystist
leikurinn upp í slagsmál sem
leikmenn og forráðamenn félag-
anna, lögreglumenn, fréttamenn
og ýmsir aðrir tóku þátt í. Lopes,
sem var tækniþjálfari brasilísku
heimsmeistaranna í fyrra, gekk
vasklega fram í slagsmálunum,
hvattur af forseta félagsins,
Eurico Miranda.
Þrátt fyrir ofbeldið í leiknum
fögnuðu leikmenn Vasco da
Gama titlinum með borða sem á
stóð: „Jesús, þessi sigur er fyrir
þig“. ■
ROMARIO
CR Vasco da Gama frá Rio de Janeiro er eitt fremsta knattspyrnufélag Brasilíu. Félagið var
stofnað árið 1898 en heimavöllur þess heitir Sao Januario. Romário de Souza Faria er
einn þekktasti leikmaður félagsins en hann lék með Vasco da Gama árin 1985 til 1988 og
2000 til 2002.
Meistaradeild 2004:
Ræðst í
Þýskalandi
FÓTBOLTI Úrslitaleikur Meistara-
deildar Evrópu verður háður á
AufSchalke leikvanginum í Gel-
senkirchen í Þýskalandi á næsta ári.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti um ákvörðunina í
gær. Úrslitaleikur deildarinnar var
síðast leikinn í Þýskalandi árið 1997
þegar Borussia Dortmund vann
Juventus með 3 mörkum gegn einu
á Ólympíuleikvanginum í München.
Einnig hefur verið ákveðið að úr-
slitaleikur Evrópukeppni bikarhafa
verði háður á Ullevi-leikvanginum í
Gautaborg. Úrslitaleikir keppninn-
ar voru einnig spilaðir á Ullevi árin
1983 og 1990. ■
AÐMÍRÁLLINN
David Robinson, eða Aðmírállinn eins
og hann er kallaður, í baráttu við Tim
Thomas, leikmann Bucks. Robinson
skoraði 10 stig í leiknum.
David Robinson:
Kvaddur
með virktum
KÖRFUBOLTI David Robinson, leik-
maður San Antonio Spurs, var
kvaddur með virktum eftir sigur-
leik liðsins gegn Milwaukee
Bucks, 107:94, í NBA-deildinni í
körfubolta í fyrrakvöld.
Robinson leggur skóna á hill-
una eftir þessa leiktíð og var leik-
urinn tileinkaður honum. „Aðdá-
endur San Antonio, þið eruð frá-
bærir, ég elska ykkur alla,“ sagði
Robinson eftir leikinn.
Robinson hefur leikið með
Spurs allan sinn feril, eða í 13 ár.
Hann varð m.a. meistari með lið-
inu árið 1999. ■
AP/M
YN
D
Jean Tigana:
Hættir hjá
Fulham
FÓTBOLTI Samningur Jean Tigana,
knattspyrnustjóra Fulham, verð-
ur ekki endurnýjaður að lokinni
þessari leiktíð.
Þetta kom fram í bréfi sem Mo-
hamed Al Fayed, eigandi liðsins,
sendi Frakkanum. Þar segist
Fayed aldrei hafa efast um hæfni
Tigana sem stjóra en vegna von-
brigða undanfarinna tveggja
tímabila hafi hann neyðst til að
taka þessa ákvörðun.
Tigana kom til Fulham í júlí
árið 2000 og kom félaginu upp í
úrvalsdeild á sinni fyrstu leiktíð.
Erfiðlega hefur hins vegar gengið
undanfarið og er liðið nú í 13. sæti
ensku úrvalsdeildarinnar. ■