Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 38
19FIMMTUDAGUR 27. mars 2003
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15
BLUE CRASH kl. 7
THUNDERPANTS kl. 4 og 5 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 4
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 b.i. 12 ára
FRIDA b.i. 12 kl. 5.30 og 8 THE HOURS b.i. 12 5.40, 8 og 10.20
PUNCH DRUNK b.i. 12 kl. 10.10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára
Þú átt meira skilið. Þess vegna færðu nú meiri Volkswagen. Komdu og
fáðu þér nýjan Golf, Golf Variant, Golf Variant 4Motion* eða Bora með
ótrúlega glæsilegum aukahlutapakka sem fylgir með í kaupunum.
Komdu strax og nældu þér í meiri VW!
Volkswagen
HEKLA • Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • www.hekla.is • hekla@hekla.is
* 4Motion er sítengt aldrif með rafeindastýringu fyrir aukið veggrip.
Golf Variant 4 Motion frá 36.488 kr.
á mánuði í 3 ár.
Golf Variant kostar frá 1.940 þús.
Innifalið í rekstrarleigu: 20.000 km. akstur
á ári, smurþjónusta og þjónustuskoðanir.
Rekstrarleiga er háð gengi gjaldmiðla og
getur því breyst án fyrirvara.
Í fyrra vann MR með fjórum stig-
um eftir að MS hafði haft forystu
fram yfir miðja keppni. Mest
komst liðið fimm stigum yfir
spurningaliðsvaltarann MR, sem
hífði upp um sig buxurnar í restina.
Þar á undan hafði MS ekki komist í
úrslit í meira en tíu ár.
Úlfur Einarsson á harma að
hefna þar sem hann var í tapliði MS
í fyrra. Félagi hans Ásbjörn Jónas-
son var líka í liðinu og allir liðs-
menn MR eru þeir sömu. Eini nýlið-
inn í úrslitakeppninni á morgun
verður því Hjördís Alda Hreiðars-
dóttir, sem er í fyrsta bekk MS. Úlf-
ur segir pressu vera á liði MS.
„Ég myndi samt halda að það
væri meiri pressa á MR,“ segir
hann. „Það er örugglega svolítið
erfitt að hafa tíu ára sigur á bakinu.
Ég ætla að vinna. Ég er ekki í þessu
til að tapa. MR-ingar hljóta að tapa
einhvern tímann, það hlýtur að fara
að styttast í það. Það eru að minns-
ta kosti ekki minni líkur á því núna
en í fyrra.“
Úlfur segir MS-liðið vera
reynslunni ríkara eftir ævintýrið í
fyrra. Í ár var því byrjað að æfa í
október og hefur liðið haldið til
streitu tveimur æfingum í viku.
Þeim hefur þó ekki verið fjölgað
þrátt fyrir að liðið sé komið í úrslit.
„Það er alveg óþarfi að gera ein-
hverjar aukaráðstafanir þó að við
séum komin í úrslit. Þetta hefur
gengið ágætlega hingað til.“
Hjá MR skall hurð nærri hælum
í fyrra og var þá níu ára sigur-
ganga skólans næstum rofin. Er
pressan meiri vegna þessa, eins og
Úlfur heldur?
„Pressa? Nei, nei, við höfum
bara gaman að þessu,“ segir Oddur
Ástráðsson sallarólegur. „Við erum
bara sprækir og höfum fulla trú á
okkur. Við ætlum að gera okkar
besta og teljum að það muni duga.
Þau komust í úrslit á móti okkur, og
hljóta því að vera verðugustu and-
stæðingarnir. Það er bara fínt að
hafa þessa sigurhefð á bakinu.
Þetta er gríðarlegur reynslubanki
sem við sækjum mikið í.“
Ólíkt MS hefur æfingum fjölgað
hjá liði MR því lengra sem liðið
hefur á keppnina. „Þetta er bara
geðsýki. Við æfum daglega og
lengi. Við byrjuðum að æfa einu
sinni í viku fyrir jól. Við erum bún-
ir að búa okkur andlega undir tap.
Við tökum því bara eins og menn.
Við ætlum bara að gera eins vel og
við getum. Vera sjálfum okkur og
okkar skóla til sóma,“ segir Oddur
að lokum.
Keppnin fer fram í Vetrargarði
Smáralindar á morgun og hefst
bein útsending Sjónvarpsins kl.
20.10.
biggi@frettabladid.is
LIÐ MS
Lið MS er skipað tveimur sem lentu í öðru sæti í fyrra auk eins nýnema.
Þau eru: Úlfur Einarsson, Höskuldur Daníelsson liðsstjóri og Ásbjörn Jónasson.
Í fyrra rétt marði MR sigur á andstæðingum sínum úr
MS í úrslitakeppni „Gettu Betur“. Á morgun er komið
að annarri úrslitaviðureign stórskotaliðanna.
■ SJÓNVARP
LIÐ MR
Sigurlið MR frá því í fyrra er mætt aftur til leiks. Þeir eru: Oddur Ástráðsson, Snæbjörn
Guðmundsson, Helgi Hrafn Guðmundsson liðsstjóri og Atli Freyr Steinþórsson.
MR gegn
MS, taka tvö!
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/TH
O
R
STEN
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VILH
ELM