Fréttablaðið - 27.03.2003, Síða 42

Fréttablaðið - 27.03.2003, Síða 42
FIMMTUDAGUR 27. mars 2003 VERÐMYNDUN Sigurður Bernhöft óp- erusöngvari hefur lagt fyrir sig bjórinnflutning og náð þeim ár- angri að bjóða upp á ódýrasta bjór- inn í Ríkinu. Sá heitir Faxe, er danskur og helsti keppinautur Tuborg og Carlsberg í Danmörku. Sigurður býður bjór sinn á 159 krónur stykkið í hálfs lítra dós í verslunum ÁTVR á meðan aðrir kosta um og yfir 200 krónur. Sig- urður er stoltur af þessum árangri sínum en svíður jafn mikið að fá ekki að koma skilaboðum þar að lútandi til viðskiptavina sina: „Þegar fólk kemur inn í Ríkið veit það í raun og veru ekki hvar er hægt að gera bestu kaupin í bjórn- um. Að vísu eru þarna verðmerk- ingar en það þarf að leita að þeim. Ef ástandið ætti að vera eðlilegt og neytendum í hag ætti bjórinn minn að vera á tilboðspalli eins og sultu- krukkur í Bónus,“ segir hann. Bjór söngvarans í Ríkinu kostar í raun og veru ekki nema 36,99 krónur þó hann sé seldur á 159 krónur. Allt annað eru gjöld og munar þar mest um áfengisgjald, sem er 68,97 af hverri dós. Þá er virðisaukaskatturinn 31,28 krónur, álagning ÁTVR 14,69 krónur og skilagjald 7,23 krónur. Að öllu sam- anlögðu: Bjórdósin kostar 37 krón- ur en gjöldin sem lögð eru á dósina eru 122 krónur. ■ EYVINDUR ERLENDSSON Í BRUSSEL Það er ekkert líklegra en að í þessari gler- höll búi bæði draugar og tröll. Tvær heimildarmyndir í sjónvarpi: Draugar, tröll og einelti SJÓNVARP Heimildarmyndir hafa verið á dagskrá ríkissjónvarps að undanförnu í meiri mæli en áður. Má þar nefna myndir um Lalla Johns, Hlemm, Vigdísi Finnboga- dóttur og nú síðast tælensku kon- urnar Pam og Noi. Næstkomandi sunnudagskvöld verður frumsýnd í ríkissjónvarpinu enn ein íslensk heimildarmynd, sem ber heitið Herför til Brussel. Segir þar frá vikulangri för nokkurra íslenskra og erlendra félagsmanna í Drauga- og tröllaskoðunarfélagi Evrópu, sem fóru á fund Evrópu- sambandsins í Brussel haustið 2001. Í sendinefndinni voru bændur, prófessorar og allt þar á milli, jafnvel mórar og skottur og er Ey- vindur Erlendsson umsjónarmað- ur myndarinnar. Sjónvarpið lætur ekki þar við sitja því í kvöld verður á dagskrá þáttur um einelti, sem talsvert hefur verið í umræðunni að und- anförnu. Hann ber nafnið „Einelti – helvíti á jörð“ og verður sýndur klukkan 20.10. Að sögn aðstand- enda þáttarins er markmiðið að varpa ljósi á einelti. Talað er við þekkta sem óþekkta Íslendinga sem tengjast einelti á einn eða annan hátt. Höfundar eru Krist- björn H. Björnsson og Sigurður Hólm Gunnarsson. ■ RAFMAGNSLAUST Texasbúinn og rithöfundurinn Mimi Swartz ræðir um bók sína „Power Failure“ sem kom út í gær en í bókinni rekur hún sögu Enron-hneykslisins í samstarfi við upp- ljóstrarann Sherron Watkins. 23 BJÓRVERÐIÐ Viðisaukaskattur 31,28 kr. Álagning ÁTVR 14,69 kr. Skilagjald 7,29 kr. Áfengisgjald 68,97 kr. Heildsöluverð 36,99 kr. Býður upp á ódýrasta bjórinn – en enginn veit af því: Bjórinn kostar 37 krónur – annað eru gjöld JANE SEYMOUR Þessi fornfræga leikkona og Bondgella stillir sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti á nýja söngskemmtun Celine Dion í Las Vegas á þriðjudaginn. Skemmtunin heitir „A New Day“ eða „Nýr dagur“.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.