Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 45
Hrósið 26 27. mars 2003 FIMMTUDAGUR RÍKISBORGARI Þór Saari, hagfræð- ingur hjá Lánasýslu ríkisins, hef- ur tekið þá ákvörðun að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti: „Ég heiti Saari vegna þess að faðir minn var fæddur í Finnlandi en bjó í Bandaríkjunum. Hann var yfirmaður hjá bandarískum flug- félögum á Keflavíkurflugvelli og þá kynntist hann móður minni,“ segir Þór um eftirnafn sitt og bandaríska ríkisborgararéttinn sem hann vill nú losna við. „Ég bjó í Bandaríkjunum fram til sex ára aldurs þegar foreldrar mínir skildu og þá flutti ég til Íslands ásamt móður minni og systur.“ Þór tók gamla landsprófið og lagðist síðan í heimssiglingar á fraktskipum og telst til að hann hafi heimsótt 60 þjóðlönd. Að því loknu fór hann aftur til Bandaríkj- anna til náms og var þar í tíu ár ef frá er talið eitt sumar þegar hann kenndi ensku í Barcelona. „Núna nýt ég þess mest að ferðast um Ísland og þá sérstak- lega um hálendið. Þegar maður hefur ferðast um heiminn í 20 ár finnst manni nóg komið og þá vill maður vera heima,“ segir Þór Saari, sem er kvæntur Sólveigu Jóhannesdóttur hjúkrunarfræð- ingi og saman eiga þau þriggja ára dóttur. ■ ÞÓR SAARI Eftir að hafa ferðast í 20 ár um heiminn vill hann nú vera heima. Persónan ■ Þór Saari hagfræðingur hefur ósk- að eftir því að fá að afsala sér banda- rískum ríkisborgararétti. Hefur hann lagt erindi þessa efnis fram í banda- ríska sendiráðinu við Laufásveg. FJÖLMIÐLAR Það fer ekki á milli mála. Samkvæmt niðurstöðum síðustu áhorfskönnunar Gallups er Vala Matt með langvinsælasta þáttinn á Skjá einum og skýtur bæði heimsþekktum framhalds- myndaflokkum og Silfri Egils ref fyrir rass. Nýjungagirnin á Skjá einum bitnar ekki á Völu, sem verið hefur lengur í íslensku sjón- varpi en flestir aðrir – og alltaf brosandi. „Ég veit ekki hvað veldur þessu en ég reyni alltaf að vera í núinu og gera eingöngu það sem mér finnst skemmtilegt. Ætli það sé ekki það sem hrífur fólk með,“ segir Vala, sem er höfundur þátt- arins Innlit-útlit frá a til ö. Klipp- ir, lýsir og stjórnar öllu saman. Enda vön manneskja. Því hefur verið haldið fram að vinsældir þáttar Völu Matt helgist af því að hún sé í raun að full- nægja gægjuþörf fólks með því að fara heim til fólks og sýna hvað býr að baki luktum dyrum og gluggatjöldum. Því neitar Vala sjálf: „Ég vil ekki nota orðið gægj- ast því það hefur neikvæða merk- ingu. Við erum að líta inn til fólks og forvitnast um hvernig mis- munandi karakterar búa til sitt umhverfi – búa sér til hreiður. En það besta er að af viðbrögðum áhorfenda ræð ég að margir fá þarna hugmyndir um hvernig þeir sjálfir geta búið til sín hreiður og það er gott,“ segir Vala, sem er ekki á förum úr sjónvarpinu og ætlar að halda heimsóknum sín- um til fólks á skjánum áfram á meðan einhver vill horfa: „Ég hef aldrei áður verið svona lengi með einn sjónvarpsþátt og það er bara af því ég hef svo gaman af þessu. Ef mér fer að leiðast þá sný ég mér að einhverju öðru,“ segir galdrakonan í sjónvarpinu – enn á toppnum eftir öll þessi ár. eir@frettabladid.is Imbakassinn Fær Jón Kristjánsson heilbrigð-is- og tryggingaráðherra fyrir að hækka grunnlífeyri ungra ör- yrkja um helming. Svo ekki sé minnst á hvernig hann hjó á Þjórs- árverahnútinn. Það mætti að ósekju fela Jóni fleiri verkefni á vegum ríkisstjórnarinnar. Fréttiraf fólki VALA MATTEnn á toppnum eftir öll þessi ár. Galdrakonan í sjónvarpinu Vala Matt er með vinsælasta sjónvarpsþáttinn á Skjá einum og skýtur Silfri Egils ref fyrir rass. Hún hefur verið lengur í sjónvarpi en flestir aðrir og er ekkert á förum. Segir starfsgleðina skipta öllu. 60 landa maður Nokkrir frambjóðendur í Suð-urkjördæmi funduðu í Sand- gerði á dögunum og Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra lét sig vita- skuld ekki vanta. Hann var á léttu nótunum eins og hans er von og vísa og reytti meðal ann- FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Gömlu grínjaxlarnir í Spaug-stofunni halda úti langvin- sælasta sjónvarpsþætti landsins samkvæmt nýrri áhorfskönnun IMG Gallup en þátturinn mældist með 68,6% áhorf. Fyrrum Kast- ljósshetjan Gísli Marteinn Bald- ursson má einnig vel við una en hann hitar upp fyrir Spaugstof- una á laugardagskvöldum og mælist með 56,6% uppsafnað áhorf. Fréttir Sjónvarpsins mældust með 43% en gamlir fé- lagar Gísla í Kastljósinu standa honum talsvert að baki með 29,6% áhorf. Jón Ólafsson er á góðri siglingu með þátt sinn Af fingrum fram í 36,7% og glæpa- jaxlinn vinsæli Tony Soprano er svo öllu aftar á merinni með 27,2%. ■ ars af sér brandara um íhalds- semi og þvergirðingshátt Vinstri grænna og uppskar talsverðan hlátur. Oddviti VG í kjördæminu, sagnfræðingurinn Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, fékk að lokum nóg af uppistandi ráðherrans og kastaði fram þessari vísu til að lækka í honum rostann. Ráðherrann er raupgjarn mjög, röddu hefur enda væna. Hann dreymir um að leggj’á lög sem losa hann við Vinstri græna. Fréttiraf fólki ÚPS!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.