Fréttablaðið - 31.03.2003, Side 1

Fréttablaðið - 31.03.2003, Side 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 31. mars 2003 Tónlist 21 Leikhús 21 Myndlist 21 Bíó 22 Íþróttir 18 Sjónvarp 24 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FÓLK Doktorsritgerð Herdísar MÁNUDAGUR 76. tölublað – 3. árgangur bls. 3022 PERSÓNAN Veiðir fisk og fiðurfé bls. 28 FÓTBOLTI bls. 30 Semur við botnliðið LÍFSREYNSLA Frambjóð- andi hjá Mæðra- styrksnefnd bls. 20 REYKJAVÍK Snýst í ört vaxandi norðvestanátt með éljum síðdegis. Hiti 1 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Él 7 Akureyri 5-10 Skýjað 8 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 8 Vestmannaeyjar 5-10 Él 7 ➜ ➜ ➜ ➜ Minnsta fylgi Framsóknar Framsóknarflokkur mælist með 9,3% fylgi og hefur ekki mælst lægri áður. Sjálfstæðisflokkur bætir sig milli vikna. Fylgi annarra flokka breytist lítið sem ekkert. KÖNNUN „Þetta er auðvitað graf- alvarleg staða,“ segir Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins. Fylgi flokksins mælist aðeins 9,3% í könnun Fréttablaðsins og hefur ekki áður mælst jafn lágt. Flokkurinn fékk ellefu prósent fyrir viku. „Ef Framsóknarflokkurinn, sem hefur staðið í stórræðum fyr- ir þjóðina í átta ár, rekið hér mikla atvinnustefnu sem hefur skapað þjóðartekjur sem skila samhjálpinni miklum peningum, ef hann á ekki sterkari stöðu en þetta er ég hissa,“ segir Guðni. „Af því að ég er bjartsýnismaður trúi ég að hver maður setjist nið- ur og hugsi með sér: Þetta á Framsóknarflokkurinn ekki skil- ið, því skoðanakannanir segja að 60% þjóðarinnar vilji hann í ríkis- stjórn,“ segir Guðni og bætir við: „Ég trúi að þetta sé eins og oftast áður, pólitíkin gerist á hálfum mánuði.“ „Ég held að áhrifin af lands- fundinum séu ekki að fullu komin fram,“ segir Einar K. Guðfinns- son, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem bætir við sig tveimur prósentustigum milli vikna og fær 35%. „Við erum á siglingu upp á við og finn- um góðan byr í okkar segl,“ „Við erum afar þakklát fyrir þennan stuðning og horfum bjart- sýn á framtíðina,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. Fylgi flokksins mælist nær tvöfalt meira en í síð- ustu kosningum í annarri könnun- inni í röð. Litlar breytingar eru á fylgi stjórnarandstöðuflokkanna. Sam- fylkingin fengi 38,5%, hafði 38,3%, Vinstri grænir fengju níu prósent, fengu 9,4% í síðustu könnun. Frjálslyndi flokkurinn fengi átta prósent, var með 7,8%. Þetta er fyrsta könnun Frétta- blaðsins þar sem aðeins tveir flokkar ná tíu prósentum. Ef nið- urstöður kosninga yrðu í sam- ræmi við skoðanakönnunina fengi Framsóknarflokkurinn sex þing- sæti og Sjálfstæðisflokkurinn 22. Stjórnarflokkarnir fengju því samanlagt 28 af 63 þingsætum. Frjálslyndi flokkurinn fengi fimm þingsæti, Samfylkingin 24 og Vinstri grænir sex. ■ VIÐRÆÐUR Fjallað um tilboð sem EFTA-ríki gerðu ESB um framlög í þróunarsjóði vegna stækkunar ESB. Niðurstaða verður að fást í samningaviðræðum í þessari viku ef takast á að ganga frá stækkun- inni á leiðtogafundi ESB í næsta mánuði. Takist það ekki getur það haft slæm áhrif á evrópska efna- hagssvæðinu. Viðbrögð við tilboði FYRIRLESTUR Dominic J. Pulera flyt- ur fyrirlestur um sambúð kynþátta og fólks af ólíku þjóðerni í Banda- ríkjum 21. aldar. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála og verður fluttur í stofu 101 í Lögbergi, Há- skóla Íslands, klukkan 12.00. Fund- arstjóri verður Jóhann M. Hauks- son stjórnmálafræðingur. Sambúð kynþátta TÓNLIST Sænsku bræðurnir Hakan og Jan Rying leika og syngja sænsk vísnalög og þjóðlög í Súfist- anum í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30. Sænskir bræður syngja KÖRFUBOLTI KR tekur á móti deildar- meisturum Keflavíkur í DHL-höll- inni klukkan 19.15 í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta. Á sama tíma leika ÍS og Njarðvík. Njarðvíkingar eiga möguleika á að ná þriðja sætinu af Grindvíkingum. Þriðji leikurinn fer fram í Grinda- vík. Þar taka heimamenn á móti Haukum. Þrír leikir í körfubolta STJÓRNMÁL „Það er afskaplega mik- ilvægt og eftirsóknarvert hlutverk að fá að gegna stöðu formanns Sjálfstæðisflokksins. Ég heiti því að í þeim störfum mun ég reyna að gera mitt besta,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráðherra í ræðustóli á landsþingi Sjálfstæðisflokksins í gær, eftir að hafa verið endurkjör- inn formaður flokksins með 98% atkvæða. Það er besta kosning sem nokkur formaður hefur hlotið í sögu Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde var endurkjör- inn varaformaður með 93% at- kvæða. Landsfundarmenn virtust sammála um að helstu tíðindi fund- arins væru tillögur Davíðs Odds- sonar um umfangsmiklar skatta- lækkanir, sem hann setti fram í setningarræðu fundarins. Ljóst er að flokkurinn mun leggja höfuð- áherslu á skattamál í komandi kosningum. Nokkur átök, en þó minni en oft áður, urðu um sjávar- útvegsmál. Tekist var á um tillögu fulltrúa Vestfirðinga um línuíviln- anir. Hún var samþykkt. Þá þótti bera til tíðinda að sex konur hlutu kosningu í ellefu sæti í miðstjórn flokksins. Þar af voru fimm í sex efstu sætunum. Nánar á síðu 4 Óstöðugt veður: Mánuður vonbrigðanna VEÐUR Landsmenn mega búast við óstöðugu veðri næstu vikurnar, að sögn Unnar Ólafsdóttur, veður- fræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún varar fólk við að gera sér miklar vonir um að vorið sé á næsta leyti. Hún segir að þó það sé algengt að blíðviðri ríki lengi fram eftir vetri sé ekki hægt að treysta því að það haldist fram á sumar. „Meðaltalið sýnir að hretið skilar sér,“ segir Unnur. Apríl er oft kallaður mánuður vonbrigð- anna. Næstu daga er spáð kröftugum lægðum. Áttir verða norðlægar síðar seinni partinn í dag og búast má við éljagangi, fyrst vestast á landinu. Hiti verður á bilinu núll til átta stig. ■ FJÖLSKYLDUR FLÝJA BARDAGA VIÐ BASRA Harðir bardagar hafa geisað við Basra, næststærstu borg Íraks. Margir íbúar borgarinnar hafa freistað þess að flýja hana til að sleppa frá stríðsátökunum. Þetta fólk flýði yfir eina brúna við borgina sem er á valdi Breta. Fréttir af innrásinni í Írak er að finna á blaðsíðu 6. BANDARÍKIN Haukar eða dúfur? bls. 16 Davíð Oddsson endurkjörinn formaður í bestu kosningu í sögu flokksins: Hlaut 98% atkvæða M YN D /A P NOKKRAR STAÐREYNDIR UM 90.000 eintök 73% fólks lesa blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á mánudögum? Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið 20% D V 58% 75% Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá febrúar 2003 MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.