Fréttablaðið - 31.03.2003, Page 4
4 31. mars 2003 MÁNUDAGUR
Hvernig gengur karlaliði KR í
fótbolta næsta sumar?
Spurning dagsins: Ertu hlynnt(ur) eða
andvíg(ur) því að ÁTVR verði lögð nið-
ur?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
39,9%
4%Bikarmeistarar
13,8%
Vinna ekkert
Íslandsmeistarar
42,3%Vinna tvöfalt
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Kjartan Gunnarsson telur ekki óæskilegt að formaður sé lengi við völd:
Vonar að Davíð hætti ekki í bráð
STJÓRNMÁL „Því miður er það þan-
nig að hvorki hann né aðrir góð-
ir menn eru eilífir. Ég geri ráð
fyrir því að hann eigi eftir að
hætta einhvern tímann, en ég
vona að það verði ekki fyrr en
eftir mjög langan tíma og hann
eigi eftir að leiða bæði flokkinn
og þjóðina í mörg ár til viðbót-
ar,“ segir Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, aðspurður um það
hvort hann sjái fyrir sér að Dav-
íð Oddsson láti af formennsku í
Sjálfstæðisflokknum einhvern
tímann á komandi árum.
„Sjálfstæðisflokkurinn á auð-
vitað ekki neina kröfu á því að
Davíð helgi honum líf sitt allt,“
segir hann. „Hann er búinn að
vera forystumaður í Sjálfstæðis-
flokknum síðan 1982, þegar hann
varð borgarstjóri í Reykjavík,
og síðan samfellt í fremstu röð,
annað hvort sem borgarstjóri
eða formaður flokksins, þannig
að hann er búinn að skila miklu
og glæsilegu dagsverki fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. En það er
margt sem hann á eftir að gera
og margt sem flokkurinn á eftir
að gera með honum. Við hlökk-
um til þess.“
Kjartan segist ekki telja
óæskilegt að formaðurinn sitji
lengi á formannsstóli. „Nei, ég
tel það síður en svo óæskilegt,“
segir hann. „Það eina sem skipt-
ir máli á þeim vettvangi er það
hvort menn ráða við það starf
sem þeir taka að sér og hvort
þeir skila árangri í því. Og það
hefur náttúrlega enginn íslensk-
ur stjórnmálamaður fyrr eða
síðar skilað jafn miklum árangri
og Davíð Oddsson í starfi sínu
sem formaður og leiðtogi í Sjálf-
stæðisflokknum.“ ■
Gefur stærri
loforð en áður
Davíð Oddsson forsætisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn leggja í kosn-
ingabaráttuna með stærri loforð en oft áður. Flokkurinn mun leggja
höfuðáherslu á skattamál.
STJÓRNMÁL „Jú, það er rétt. Við
leggjum í kosningabaráttuna með
óvenju stór loforð,“ segir Davíð
Oddsson, forsætisráðherra og ný-
endurkjörinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins að afloknum lands-
fundi. „Ég hef yfirleitt verið
fremur spar á loforð. Við lítum
hins vegar svo á að það séu ákveð-
in skil núna. Nú eru allar líkur til
þess að menn geti staðið við slík
loforð. Þess vegna eru þau gefin.“
Stærstu tíðindi landsfundarins
voru án efa yfirlýsingar Davíðs í
setningarræðu þess efnis að Sjálf-
stæðisflokkurinn muni meðal
annars lækka tekjuskatt um 4%
og virðisaukaskatt á matvæli og
aðrar vörur um helming, verði
hann áfram í ríkisstjórn. Saman-
lagt nema skattalækkunartillögur
Sjálfstæðisflokksins ríflega 20
milljörðum króna. Þessar tillögur,
segir Davíð, verða settar í önd-
vegi í komandi kosningabaráttu
flokksins.
„Menn hefðu ekki getað gefið
slíkar yfirlýsingar fyrir tveimur
eða þremur árum,“ segir Davíð.
„Þá var ekki vitað að hagvöxtur-
inn gæti orðið þetta mikill. Þar að
auki hefur okkur tekist að greiða
niður skuldir. Bara það eitt hefur
sparað okkur sex milljarða á ári,
sem er 24 milljarðar á kjörtíma-
bilinu.“
Davíð hlaut bestu kosningu sem
nokkur formaður flokksins hefur
hlotið fyrr eða síðar í sögu hans,
eða 98% atkvæða. Þau ummæli
hafa verið höfð eftir honum í fjöl-
miðlum að hann hyggist hætta eft-
ir næsta kjörtímabil. Aðspurður
segir hann að orð sín hafi verið lít-
illega oftúlkuð, og allt geti gerst í
þessum efnum. Hann telur ekki
sérstaklega aðkallandi að endur-
nýja í forystu flokksins. „Ólafur
Thors var formaður í 27 ár,“ segir
hann. „Ég á ennþá langt í land með
að ná því. Varaformaðurinn hefur
einungis setið í nokkur ár. Við
erum allir ungir menn. En þetta er
auðvitað allt saman afstætt. Ég er
búinn að vera lengi í stjórnmálum,
þótt ég sé ekki gamall.“
Hann segist vilja einbeita sér
meira að skrifum, ef hann hætti í
stjórnmálum. „Ég myndi gera
meira af því en ég hef gert, já,“
segir Davíð.
gs@frettabladid.is
KJARTAN GUNNARSSON
Vonar að Davíð eigi eftir að
leiða þjóðina og flokkinn í
mörg ár til viðbótar.
DAVÍÐ ODDSSON
Þakkaði landsfundamönnum góða kosningu í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.
ÁRNI MATHIESEN
Sáttur við endanlega landsfundarályktun
um sjávarútvegsmál.
Sjávarútvegstillaga:
Samþykkt
gegn vilja
ráðherra
STJÓRNMÁL „Ég greiddi atkvæði á
móti þessu í nefndinni. Hins veg-
ar voru deilurnar um sjávarút-
vegsmál í nefndinni minni en oft
hefur verið, sem sést best á því að
þetta var aðalmálið,“ segir Árni
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
aðspurður um nokkur átök sem
urðu um sjávarútvegsmál, sér-
staklega eina tillögu í þeim mála-
flokki, á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins.
Fulltrúar Vestfirðinga settu
fram tillögur í sjávarútvegsnefnd
á laugardag um línuívilnanir til
handa dreifðari byggðum. Tillag-
an var felld með naumindum í
nefndinni, þar á meðal með at-
kvæði sjávarútvegsráðherra.
Fylgismenn hennar gáfust hins
vegar ekki upp við svo búið, held-
ur lögðu hana fram á þinginu
sjálfu. Þar var hún samþykkt. Þar
með er tillagan um línuívilnanir
komin inn í lokaályktun flokksins
um sjávarútvegsmál, gegn vilja
sjávarútvegsráðherrans. Hann
kveðst þó sáttur við ályktunina.
„Það þarf alltaf að gera málamiðl-
anir á svona stórum fundi. Fylgis-
menn tillögunnar um línuívilnan-
irnar rökstuddu mál sitt mjög vel,
meðal annars með því að benda á
að þetta væri betri leið en byggða-
kvótaleiðin.“ ■
TINNA TRAUSTADÓTTIR
Náði góðri kosningu í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins ásamt fimm öðrum konum.
Kosning í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins:
Stórsigur
kvenna
STJÓRNMÁL „Þetta var geysilega
góður árangur hjá konunum. Við
vorum sjö í framboði og sex
náðu inn. Fimm konur eru í sex
efstu sætunum,“ segir Tinna
Traustadóttir, sem náði ásamt
fimm öðrum sjálfstæðiskonum
góðri kosningu í miðstjórn
flokksins á landsfundinum í gær.
„Það voru ellefu sæti í boði.
Þetta er gríðarlega góður árang-
ur. Frábær kosning.“
Birna Lárusdóttir, forseti
bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ,
varð efst í kjörinu. Tinna varð í
öðru sæti, en hún hefur meðal
annars starfað þó nokkuð innan
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og er þar ritari. „Ég held
að þetta hafi farið svona fyrst og
fremst vegna þess að það voru
gríðarlega fínar og hæfileikarík-
ar konur í framboði,“ segir
Tinna. „Það var líka mikill vilji
fyrir því að fá fleiri konur inn í
miðstjórn.“
Aðspurð vill hún þó ekki
segja að miðstjórnin hafi verið
karlaveldi hingað til. „Ég vil
ekki segja það,“ segir hún. „En
það var ekki vanþörf á því að fá
fleiri konur þarna inn.“ ■
Endurnýjun bílaflotans stendur fyrir dyrum:
Partasalar að drukkna í bílhræjum
BÍLAR Bílapartasalar vita ekki sitt
rjúkandi ráð. Gamlir bílar hrann-
ast inn á geymslusvæði þeirra og
nú er ekki rúm fyrir fleiri:
„Það er allt of mikið af bílum í
landinu og við höfum ekki lengur
pláss,“ segir Hjálmar Hlöðvers-
son í Bílakringlunni á Höfða-
bakka. Undir orð hans taka aðrir
bílapartasalar sem muna vart
aðra eins tíð. Eigendur eldri bíla
eru í vanda því þeir hvorki seljast
né komast til bílapartasalanna.
Ástæðan er einföld: Landsmenn
eru að endurnýja bílaflotann:
„Nýskráningar á bílum það
sem af er ársins eru um níu þús-
und á móti sjö þúsund allt árið í
fyrra,“ segir Ingólfur Bender hjá
greiningardeild Íslandsbanka. „Á
næsta ári spáum við því að ný-
skráningar verði um ellefu þús-
und og svo hátt í fjórtán þúsund
árið 2004,“ segir hann.
Spá greiningardeildar Ís-
landsbanka byggir að mestu á
kaupmáttaraukningu sem þegar
er orðin og svo endurnýjunar-
þörf bílaflotans. Bílasala síðustu
tvö árin hefur verið mjög slök
eftir mikla sölu árið 1999 þegar
um fimmtán þúsund nýir bílar
voru skráðir: „Bifreiðasala er
góður mælikvarði á væntingar
fólks um betri tíð,“ segir Ingólf-
ur Bender. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HRÚGA AF BÍLUM
Bílapartasalar taka ekki við meiru. Nýir bílar streyma til landsins.