Fréttablaðið - 31.03.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 31.03.2003, Síða 6
6 31. mars 2003 MÁNUDAGUR ■ Innrás í Írak/ Örfréttir ■ Innrás í Írak/ Árásir LONDON, AP „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu blóðuga og óþarfa stríði. Ég vil að hermenn- irnir okkar verði kallaðir heim og ég vil að þeir komi heim áður en fleiri af þeim eru drepnir,“ sagði Robin Cook, fyrrum utanríkisráð- herra Bretlands, í Sunday Mirror. Hann segir ljóst að vonir Banda- ríkjamanna um skjótan sigur séu að engu orðnar og að blóðug innrás í Bagdad kunni að vera nauðsyn- leg. Orð þessa fyrrum ráðherra í stjórn Tony Blair vöktu hörð við- brögð stjórnarliða. „Ég held það sé ekki rétti tíminn, tíu dögum eftir að þetta byrjaði, að byrja að segja hermönnunum okkar að þeir verði að draga sig í hlé, skilja Saddam Hussein eftir við völd og leyfa hon- um að halda áfram slátrun sinni í Írak,“ sagði Mike O’Brien, undir- ráðherra í utanríkisráðuneytinu. 23 breskir hermenn hafa látist frá því innrásin í Írak hófst. Bret- ar sendu 45.000 hermenn á svæðin. Ólíkt Bandaríkjamönnum hafa þeir ekki talað um að senda fjöl- mennara herlið á svæðið. Bernard Jenkin, sem fer með varnarmál í skuggaráðuneyti Íhaldsflokksins, spáði því að Bretar yrðu að senda fleiri hermenn til Írak. ■ Hóta árásum erlendis ÍRAK, AP Taha Yassin Ramadan, varaforseti Íraks, hefur gefið í skyn að Írakar muni standa fyrir sjálfsmorðsárásum í Bandaríkj- unum og Bretlandi. „Sá dagur mun koma þegar ein píslarvættisaðgerð mun bana 5.000 óvinum,“ sagði Ramadan eftir að fjórir bandarískir her- menn létust í sjálfsmorðsárás írasks manns við herstöð Banda- ríkjahers í Írak. „Við notum hvaða aðferð sem er til að drepa óvininn í landi okkar og við munum fylgja óvininum til heimalands hans. Þetta er bara upphafið.“ ■ ÍRASKUR HERFORINGI FANGAÐUR Breskir hermenn við Basra náðu að handtaka íraskan hershöfð- ingja. Þeir hófu að yfirheyra hann í von um að hann upplýsti þá um varnartækni Íraka. Um svipað leyti felldu breskir her- menn ofursta úr lýðveldisverð- inum sem átti að styrkja varnir borgarinnar. RÁÐIST Á LÝÐVELDISVÖRÐINN Hersveitir Lýðveldisvarðarins í kringum Bagdad hafa orðið fyrir miklum loftárásum síðustu daga. Um það bil þremur af hverjum fjórum loftárásum Bandaríkja- manna og Breta á Íraka hefur verið beint gegn stöðvum Lýð- veldisvarðarins við Bagdad. FRÉTTAMENN BEITTIR HARÐRÆÐI Ísraelskur fréttamaður segir að hann og þrír aðrir fréttamenn hafi verið beittir harðræði af bandarískum hermönnum. Fréttamennirnir voru handteknir í Írak þar sem þeir fylgdust með framgangi innrásarinnar og þeim vísað úr landi. Portúgalskur fréttamaður var barinn, að sögn Ísraelans. UMSÁTURSBRAUT Þúsundir bandarískra landgönguliða í mið- hluta Írak sóttu í átt að Bagdad. Þeir reyndu að finna og eyða hóp- um íraskra hermanna á svæði sem hefur fengið viðurnefnið Umsátursbraut. LIÐSSAFNAÐUR Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, er legið á hálsi að hafa verið of bjartsýnn þegar kom að því að undirbúa innrás í Írak í nýjasta tölublaði tímaritsins New Yorker. Þar er haft eftir háttsettum her- foringjum að Rumsfeld hafi geng- ið þvert á óskir hersins um fjöl- mennara herlið og rekið á eftir innrás þó svo yfirmenn hersins teldu að fjölmennara herlið þyrfti til að bera sigur úr býtum í Írak. Í greininni segir að Rumsfeld hafi ítrekað barist fyrir því að her- inn sem sendur var til Íraks yrði fámennari en herinn hafði lagt upp með. Á endanum hafði hann sitt fram. „Hann var staðráðinn í að sanna mál sitt, að Írak myndi hrynja við innrás,“ er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni. Hann segir að kröfur Rumsfeld hafi orðið til þess að herinn væri of fámennur og hefði ekki allar þær birgðir sem hann þyrfti á að halda. Þegar Tyrkir neituðu að láta Bandaríkjaher eftir landsvæði til að ráðast inn í Írak úr norðri setti það skipulag hersins úr skorðum. Flytja þurfti hersveitir, sem stefnt hafði verið til Tyrklands, til Persaflóa. Þrátt fyrir beiðnir æðstu yfirmanna hersins um að bíða með innrás þar til búið væri að koma þeim hersveitum fyrir hafði Rumsfeld sitt fram um að hefja innrásina strax, að sögn New Yorker. Tommy Franks, yfirmaður bandaríska heraflans í Írak, neit- aði því á blaðamannafundi í gær að hann hefði farið fram á fjölmenn- ara herlið í aðdraganda innrásar. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda fjölmennar hersveitir á svæðið. Slíkir flutningar taka langan tíma og nokkrar vikur líða áður en þær hersveitir geta tekið þátt í bardögum. Franks vildi lítið tjá sig um hversu langan tíma inn- rásin tæki þegar hann var spurður hvort bardagar gætu dregist fram á sumar. Fréttastofa Sky sjón- varpsstöðvarinnar greindi frá því í gær að sumir bandarískir her- menn hefðu fengið fyrirmæli sem gefa til kynna að nokkurra vikna hlé verði á framsókn herjanna. ■ ÍRAK, AP Uggur er í bandarískum hermönnum í kjölfar árása sem borgaralega klæddir menn hafa gert á herstöðvar þeirra. Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bílsprengja sprakk við hlið her- stöðvar þeirra á laugardag. Í gær slösuðust á annan tug hermanna þegar maður keyrði bíl sínum á hóp hermanna sem voru í herstöð í Kúvæt. „Þetta er synd og skömm því núna verðum við að líta á alla óbreytta borgara sem ógn,“ sagði Bryce Ivings, liðþjálfi í banda- ríska fótgönguliðinu. „Ef við drep- um óbreytta borgara fyrir slysni vegna þess að þeir nálguðust okk- ur verður það á ábyrgð íraskra stjórnvalda.“ Tommy Franks, yfir- maður innrásarherjanna, kallaði árásirnar hryðjuverk. Saeed al-Sahhaf, upplýsingaráð- herra Íraks, hélt því fram að fjöl- margir óbreyttir borgarar hefðu verið skotnir til bana í bílum sínum af bandarískum hermönnum í hefndarhug. Háttsettur embættis- maður í íraska varnarmálaráðu- neytinu sagði sjálfsmorðsárásina á laugardag upphaf að heilögu stríði Íraka og Araba gegn innrásarherj- unum. Hann sagði meira en 4.000 sjálfboðaliða frá Arabalöndum vera komna til Íraks til að gera sjálfsmorðsárásir. ■ Sjálfsmorðsárás á bandaríska herstöð kostaði fjóra lífið: Hermenn óttast sjálfsmorðsárásir HVÍLD Í EYÐIMÖRKINNI Uggur er í mörgum hermönnum eftir tvær árásir borgaralegra klæddra manna um helgina. BRESKIR HERMENN Í ÍRAK Bretar deila nú um það hvort senda eigi fleiri hermenn til Írak, halda núverandi fjölda eða kalla hermennina heim. Miklar deilur í Bretlandi um innrásina í Írak: Vill kalla herinn heim DONALD RUMSFELD Bandarískir ráðamenn vonuðust til þess að írösk stjórnvöld myndu missa stjórn á landinu þegar innrás hæfist. Það gekk ekki eftir. Vangaveltur eru farnar að heyrast um að stríðið dragist fram á sumar. Herinn of lítill vegna sigurvissu Rumsfeld Að sögn bandaríska vikuritsins New Yorker barðist Donald Rumsfeld fyrir því að innrásarherinn í Írak yrði minni en herforingjar töldu þörf fyrir. Það er talið grafa undan framsókn innrásarhersins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.