Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8
KÖNNUN Frjálslyndi flokkurinn er á góðri leið með að festa sig í sessi fyrir komandi kosningar, sam- kvæmt skoðanakönnunum Frétta- blaðsins í mars. Flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt og kemst yfir fimm prósenta mörkin sem ráða því hvort framboð fá uppbótar- þingmenn eða ekki. Flokkurinn fengi því þrjá þingmenn, einn á kostnað Framsóknar en tvo á kostnað Samfylkingar. Mikil sigling Frjálslyndra Frjálslyndi flokkurinn er búinn að vera á mikilli siglingu í mars. Fylgi flokksins fór í fyrsta skipti yfir fimm prósenta mörkin aðra helgi í mars þegar flokkurinn hélt flokksþing sitt. Í kjölfarið hefur flokkurinn haldið áfram að auka fylgi sitt og mælst með átta pró- senta fylgi í tveimur síðustu könn- unum. Flokkurinn nær tvöfaldar fylgi sitt miðað við febrúar, þegar hann mældist með 2,9% yfir mán- uðinn, og fengi samkvæmt því þrjá þingmenn. Mesta aukningin kemur sem fyrr segir undir lok mars og því spurning hvort fylgi flokksins haldi áfram að aukast. Einn fyrir borð Fylgi Framsóknarflokksins lækkar um eitt og hálft prósentu- stig milli mánaða. Samkvæmt því fengi flokkurinn sjö þingmenn. Fylgi flokksins hefur verið á bil- inu tíu til fjórtán prósent í mánuð- inum fram að síðustu könnun, þegar fylgi flokksins mælist að- eins 9,3%, það minnsta frá upp- hafi. Þá hafði fylgi flokksins lækkað í tveimur könnunum í röð. Óbreytt hjá Sjálfstæðis- flokknum Litlar breytingar urðu á fylgi Sjálfstæðisflokksins milli mán- aða. Flokkurinn mældist með 36% fylgi og 23 þingsæti í febrúar og mars. Fylgisbreytingarnar voru nokkrar innan marsmánaðar. Flokkurinn nálgaðist 40% mörkin í fyrstu könnun mánaðarins en mældist með 33% þremur könn- unum síðar. Sveiflurnar speglast að nokkru við fylgisþróun Frjáls- lynda flokksins. Tveir fyrir borð Samfylkingin tapar tveimur prósentustigum og jafn mörgum þingsætum milli mánaða sam- kvæmt nýju könnuninni. Flokkur- inn virðist þó vera að ná að snú fylgistapi sínu við í síðustu tveim- ur könnunum þegar fylgið hefur farið vaxandi á nýjan leik. Fyrir þann tíma hafði Samfylkingin tap- að fylgi samkvæmt fimm skoð- anakönnunum í röð eftir að hafa mælst með 45% fylgi 10. febrúar. 37% fylgi flokksins í mánuðinum myndi skila 24 þingsætum í kosn- ingum. Stöðugt fylgi Vinstri grænna Ef undan er skilin könnun Fréttablaðsins 10. mars, sem mældi Vinstri græna með 13,5% fylgi, hefur fylgi flokksins verið nokkuð stöðugt við níu prósentin í könnunum blaðsins í mars. Meðal- fylgi flokksins er því svipað milli mánaða, 9,8% í mars en var 9,1% í febrúar. Það myndi duga flokkn- um til að fá sex þingmenn, sama fjölda og í síðustu þingkosning- um. Um könnunina Fimm skoðanakannanir voru gerðar í mars. Af þeim 3.000 manns sem tóku þátt í þeim tóku 65,3% afstöðu. Frekari úttekt verð- ur í Fréttablaðinu á morgun. Þá verður fylgi flokkanna greint eftir kjördæmum og hvernig þingsæti hvers kjördæmis skiptast. ■ 8 31. mars 2003 MÁNUDAGUR ■ Lögreglufréttir Banaslys í Kerlingarfjöllum: Féll fram af snjóhengju ANDLÁT Karlmaður lést í vélsleða- slysi í Kerlingarfjöllum á laugar- dag. Maðurinn, sem var rúmlega fertugur, var á ferð með fleira fólki þegar slysið varð. Er talið að hann hafi látist samstundis eftir að hafa farið fram af snjóhengju og fallið 15-20 metra niður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til að sækja manninn. Maðurinn hafði verið í hella- skoðunarferð ásamt átta öðrum vélsleðamönnum. Hafði hópurinn nýlokið við að skoða íshelli. Mað- urinn var með þeim síðustu til að fara upp úr gilinu þar sem hella- skoðunin hafði farið fram. Á gils- brúnni féll hann fram af snjó- hengju og þaðan niður í læk. ■ HEILSA Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong tilkynntu í gær að 60 manns til viðbótar hefðu smitast af svo- kallaðri Asíuinflúensu. Rúmlega helmingur sjúklinganna var bú- settur í sömu byggingu í borginni, sem nú hefur verið lokað og sótt- hreinsuð. Kunnugt er um 530 tilfelli í Hong Kong, en flest tilfelli hafa greinst í Kína eða 800. Vitað er um 56 dauðsföll í hem- inum af völdum flensunnar, en miklar varúðarráðstafanir eru við- hafðar víða, til dæmis í Asíu, þar sem almenningi er ráðlagt að nota sóttvarnargrímur og vera sem minnst á ferli. Taóistar og búddist- ar hafa komið saman á torgum og beðið fyrir fórnarlömbum sjúk- dómsins og að útbreiðslan verði ekki meiri. Enn hefur ekkert lyf eða bóluefni fundist sem hefur áhrif á flensuna. ■ 103 ára í framboði: Berst fyrir unga fólkið NOREGUR Ellen Sörmeland, 103 ára gömul kona í bænum Osen í Þrándalögum, hefur ákveðið að bjóða sig fram til bæjarstjórnar- kosninga í haust. Ellen býður sig fram fyrir Kristilega þjóðarflokkinn, en þar hefur hún verið meðlimur síðan 1933. Ellen sér ágætlega og segist geta lesið öll skjöl sem henni ber- ast, en heyrnin er farin að daprast. „Ég heyri orðið lítið af því sem presturinn segir í kirkj- unni, en það kemur ekki að sök. Gamalt fólk á ekki að þurfa að hlusta á allt sem er sagt,“ segir hún glettnislega. Baráttumál Ellenar er unga fólkið: „Við þurfum að tryggja at- vinnu fyrir unga fólkið okkar, þeirra er framtíðin,“ segir elsti frambjóðandi Noregs í bæjar- málapólitíkinni. ■ KANNANIR Tiltölulega lítill munur er á því fylgi sem stjórnmála- flokkarnir mælast með í mars í skoðanakönnunum Fréttablaðs- ins og Gallup. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með tíu prósenta fylgi og sex þingmenn í báðum könnunum. Frjálslyndi flokkur- inn nýtur stuðnings fimm prósenta kjósenda hvort tveggja í uppsöfnuðum niðurstöðum Fréttablaðsins og skoðanakönnun Gallup. Frjálslyndir fengju samkvæmt því þrjá þingmenn, einum fleiri en í síðustu þingkos- ningum. Mestur munur á fylgi flokks milli kannana er hjá Framsóknar- flokknum. Hann fær fjórtán pró- sent atkvæða og átta þingmenn samkvæmt könnun Gallup. Í könnunum Fréttablaðsins fær hann þremur prósentum minna, eða ellefu prósent atkvæða, og sjö þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 23 þingmenn samkvæmt báðum könnunum, en fylgið mælist 35% hjá Gallup, 36% hjá Frétta- blaðinu. Samfylkingin fengi 37% samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins og 24 þingmenn. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup fengi flokkurinn 23 þingmenn og 35%. ■ Skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í mars: Svipaðar niðurstöð- ur tveggja kannana HRÆÐSLA VIÐ INFLÚENSU Almenningur í Asíu, þar sem ban- væn inflúensa geisar, notar grímur til að verja sig sjúkdómnum. 56 látnir af völdum faraldurs: Fleiri smitast af Asíuflensunni ÁFRAM ÍSLAND „Við höfnum þeim kosti að vera í hópi þjóða sem lýstu bak við tjöldin yfir stuðningi við banda- menn, en óskuðu eftir nafnleynd- ar til að losna við óþægindi heima fyrir.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðu sinni á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið, 28. mars. GLÓRULAUST STRÍÐ „Þetta eru sjálfseyðingarlegar aðferðir, fullkomlega órökréttar og hernaðarlega glórulausar.“ Al Lockwood, talsmaður breska hersins, um þá aðgerð íraska heraflans að senda 14 skriðdreka gegn herjum bandamanna í Basra. Allir skriðdrekarnir voru eyðilagðir. Mbl., 28. mars. ALLTAF SÖMU PRÚÐMENNIN „Móðir mín sagði mér að íslensk- ir karlmenn hefði þá komið út úr bjórkránum, gert hróp að frum- byggjakonum og jafnvel hrækt á þær.“ Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie um hvernig samskipt- um íslensku innflytjendanna var háttað við frumbyggja Kanada. Fréttablaðið, 28. mars. Orðrétt Frjálslyndir á siglingu Frjálslyndi flokkurinn vinnur mest allra flokka á samkvæmt uppsöfnuðum niðurstöðum skoðanakann- ana í mars. Samfylkingin tapar tveimur þingsætum milli mánaða en er áfram stærsti flokkurinn. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Frjálslyndir eru í mikilli sókn. DAVÍÐ ODDSSON Fylgið stendur í stað. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Framsóknarflokkur tapar fylgi. INGIBJÖRG SÓLRÚN Samfylkingin er áfram stærst. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Fylgi Vinstri grænna er stöðugt. SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS Í MARS Flokkur Fylgi Þing- manna- fjöldi Framsóknarflokkurinn 11,2% 7 Sjálfstæðisflokkurinn 36,1% 23 Frjálslyndi flokkurinn 5,3% 3 Samfylkingin 37,4% 24 Vinstri grænir 9,8% 6 FLÚÐU HÁVAÐANN Í KERFINU Innbrotstilraun var gerð í Safna- húsið að Görðum á Akranesi að- faranótt laugardagsins. Þeir sem voru að verki höfðu spennt upp glugga og við það fór öryggis- kerfið í gang. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi lagt á flótta og í leiðinni rifið niður gluggatjöld. Röktu öryggisverðir slóð þeirra í nálæg íbúðahverfi þar sem slóðin hvarf og máðist út. Lögreglan vinnur nú að rann- sókn málsins. BÍLVELTUR Á BLÁFJALLAVEGI Tvær bílveltur urðu á Bláfjalla- vegi á laugardag. Önnur veltan varð um hádegisbilið og hin síð- degis á laugardag. Engan sakaði en bílarnir skemmdust báðir. Hálka var á veginum og snjór.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.