Fréttablaðið - 31.03.2003, Qupperneq 11
■ Menntun
■ Atvinna
11MÁNUDAGUR 31. mars 2003
Ef þú þarft að fara í viðskiptaferð til London eða Kaupmannahafnar á þessum tilteknu dögum
þá bjóðast tveir kostir*. Verðmunurinn er sláandi. Iceland Express: Engin sunnudagaregla, enginn
bókunarfyrirvari, flug alla daga, engin hámarksdvöl og engin lágmarksdvöl. Auðvelt og
ódýrt er að breyta bókun.
Hjá Iceland Express starfar samhentur hópur fólks sem hefur víðtæka reynslu í
ferðaheiminum. Þú hefur beint samband við þjónustufulltrúa sem gengur frá öllum
bókunum, einnig á hótelum og bílaleigubílum. Vidskiptaferdir@IcelandExpress.is
Kaupmannahöfn
Icelandair
mið. 02.04 - fös. 04.04 99.950,-*
Iceland Express
mið. 02.04 - fös. 04.04 25.980,-*
London
Keflavík
Icelandair
mið. 02.04 - fös. 04.04 100.800,-*
Iceland Express
mið. 02.04 - fös. 04.04 23.980,-*
Ef allar viðskiptaákvarðanir
væru svona auðveldar ...
Upplýsingar fengnar úr bókunarvélum Icelandair
og Iceland Express á Netinu 24.3.2003 kl. 14:42
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
*
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
/
S
ÍA
0
3
.0
3
STJÓRNMÁL „Ég fagna samkomu-
laginu sem mikilvægum áfanga í
réttindabaráttu öryrkja. Það að
lífeyrir ungra öryrkja tvöfaldist
er í anda stefnu Samfylkingarinn-
ar. Við höfum þrisvar sinnum lagt
fram tillögu á Alþingi um að enn
lengra væri gengið í að bæta kjör
þeirra sem tapa starfsorku sinni á
unga aldri,“ segir Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylking-
arinnar, um samkomulag heil-
brigðisráðherra og öryrkja. Össur
segir þetta mikið gæfuspor fyrir
ríkisstjórnina því með þessu virð-
ist hún hafa látið af langvinnu
stríði sínu gegn öryrkjum sem
hafi staðið allt þetta kjörtímabil
og virst á köflum vera hálfgerðar
ofsóknir á hendur formanni Ör-
yrkjabandalagsins.
„Batnandi fólki er best að lifa
en menn skulu hafa það í huga að
þetta er sama ríkisstjórn sem var
að kroppa tíu þúsund krónur af
þessum öryrkjum í hverjum mán-
uði með því að hækka ekki bæt-
urnar í takt við laun. Við í Sam-
fylkingunni munum hins vegar
heiðra þetta samkomulag þegar
því verður hrint í framkvæmd.
Þetta er jákvætt skref og ekki of
seint að stíga þó það sé korter í
kosningar,“ segir Össur. ■
Alþjóðaviðskipti:
Vill nýjar
tillögur
GENF, AP Það er engin leið að hægt
verði að ljúka samningum um
þann ramma sem alþjóðavið-
skipti verða byggð á áður en
frestur til þess rennur út um
mánaðamót, segir Stuart Harbin-
son, sem stýrir viðræðum á veg-
um Alþjóða viðskiptastofnunar-
innar. Jafnvel er talið að viðræð-
ur kunni að tefjast um nokkra
mánuði.
Hann segir að aðildarrík stof-
nunarinnar verði að koma fram
með nýjar tillögur og málamiðl-
anir ef takast eigi að ljúka við-
ræðunum. ■
Nýtt afl:
Allar líkur
á framboði
STJÓRNMÁL Næsta öruggt er að
hópur sem þeir Guðmundur G.
Þórarinsson og Jón Magnússon
hafa verið í forsvari fyrir muni
bjóða fram í næstu alþingiskosn-
ingum.
Næsta öruggt er að hópurinn
bjóði fram í Reykjavíkurkjör-
dæmunum tveimur og Suðvestur-
kjördæmi. Forsvarsmenn hópsins
eru einnig að kanna hvort bjóða
eigi fram í landsbyggðarkjör-
dæmunum þremur. Búist er við
því að niðurstaða liggi fyrir í
vikunni. ■
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR
Ný sorporkustöð á Kirkjubæjarklaustri.
Umhverfisráðherra:
Sorporkustöð
á Klaustri
UMHVERFISMÁL Tekin hefur verið í
notkun orkustöð á Kirkjubæjar-
klaustri sem gengur fyrir sorpi.
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra opnaði stöðina á fimmtu-
dag. Nýja sorpbrennsluvélin á að
geta eytt öllu brennanlegu sorpi
sem til fellur í sveitarfélaginu og
gott betur.
Nýja sorpbrennslustöðin hitar
vatn í 40 þúsund lítra miðlunar-
geymi. Vatnið er leitt inn á hita-
kerfi skóla og sundlaugar. Hafin
er bygging íþróttahúss sem einnig
mun nýta varmann frá sorporku-
stöðinni. ■
NEMENDUR VEFJAST FYRIR
NEFND Menningarmálanefnd
Reykjavíkur frestaði á síðasta
fundi sínum að taka afstöðu til
tillögu um að myndlistarnemend-
ur fái frípassa til þess að sjá list-
sýningar á vegum borgarinnar.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Össur segir þetta jákvætt skref sem ekki sé of seint að stíga þó korter sé í kostningar.
Össur Skarphéðinsson um samninginn við öryrkja:
Jákvætt skref í
réttindabaráttu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
LANDSBANKINN SEGIR UPP
Bankaráð Landsbankans hefur
ákveðið að gera breytingar á yf-
irstjórn bankans. Ákveðið hefur
verið að sameina starfssvið og
starfsdeildir í höfuðstöðvum
bankans. Fækkað verður um tutt-
ugu starfsmenn og ná breyting-
arnar meðal annars til fram-
kvæmdastjóra, forstöðumanna og
sérfræðinga bankans. Breyting-
arnar eru gerðar til þess að auka
hagræði og styrkja rekstur bank-
ans.