Fréttablaðið - 31.03.2003, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 31. mars 2003
Dalvegi 6-8 • 200 Kópavogur
Sími 535 3500 • Fax 535 3509
haraldur@kraftvelar.is
www.kraftvelar.is
Þjónustudeild
Ly f t a r a d e k k
Hafðu samband og láttu
okkur leysa málið
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN
meiddist á nára í leiknum gegn
Skotum. „Ég rann til inni í víta-
teignum og fann verk í náranum
og stífnaði upp eftir það. Vonandi
er þetta ekki alvarlegt,“ sagði
Eiður eftir leikinn. Chelsea, lið
Eiðs Smára, á í harðri baráttu um
sæti í Meistaradeildinni á næstu
leiktíð og má ekki við því að
missa Eið í meiðsli.
RIVALDO
Rivaldo, til hægri, ræðir við landa sinn
Ronaldo. Rivaldo, sem er þrítugur, segist
vilja enda feril sinn á Englandi og þá helst
með Liverpool.
Rivaldo:
Vill leika með
Liverpool
FÓTBOLTI Brasilíumaðurinn
Rivaldo, sem leikur með AC Mil-
an, segist hafa áhuga á að leika á
Englandi og þá helst með Liver-
pool. „Ef ég mætti velja mér
næsta lið til að leika með yrði það
Liverpool,“ sagði Rivaldo í viðtali
við blaðið News of the World. „Það
yrði mér mikill heiður að klæðast
rauðu treyjunni þeirra og það yrði
draumur fyrir mig að leika við
hliðina á Michael Owen.
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, segist hins vegar
ekki vilja fá Rivaldo í sínar raðir.
Hann segir of mikla áhættu vera
fólgna í slíkum félagaskiptum.
„Ekki misskilja mig. Rivaldo er
frábær leikmaður en vinnubrögð
mín ganga ekki út á að semja við
stórstjörnu eins hann.“ ■
FÓTBOLTI Fjölmargir leikir voru háð-
ir í undankeppni EM á laugardag.
Meðal annars unnu Danir óvæntan
stórsigur á Rúmenum í 2. riðli með
fimm mörkum gegn tveimur á
heimavelli Rúmena. Danir náðu þar
með efsta sæti riðilsins með 7 stig,
jafnmörg og Norðmenn.
Ruud van Nistelrooy, leikmaður
Manchester United, skoraði mark
Hollendinga, sem gerðu jafntefli
við Tékkland, 1:1. Jan Koller, leik-
maður Dortmund, skoraði fyrir
Tékkland. Michael Owen og David
Beckham tryggðu Englendingum
sigur á Liechtenstein, 2:0, og Thi-
erry Henry og Zinedine Zidane
skoruðu tvö mörk hvor þegar
Frakkar unnu Möltu 6:0. ■
Undankeppni EM:
Danir
burstuðu
Rúmena
ROMMEDAHL
Dennis Rommedahl skorar fimmta mark Dana gegn Rúmenum.
15.00 Stöð 2
Ensku mörkin. Mörkin úr enska
boltanum sýnd.
16.30 Sýn
NBA. Sýnt frá leik í NBA-deildinni í
körfubolta.
16.35 Sjónvarpið
Helgarsportið. Svipmyndir frá íþrótt-
um helgarinnar.
19.00 Sýn
Western World Soccer Show.
Heimsfótbolti Western World.
19.15 DHL-höllin
KR tekur á móti Keflavík í úrslita-
keppni 1. deildar kvenna í körfu-
bolta.
20.00 Sýn
Toppleikir. Sýnt frá leik Arsenal og
Chelsea.
22.00 Sýn
Gillette-sportpakkinn. Íþróttir víðs vegar
að úr heiminum.
22.30 Sýn
Sportið með Olís. Fjallað er um hel-
stu íþróttaviðburði heima og erlend-
is.
22.50 Skjár 1
Mótor. Þáttur um mótorsport.
23.40 Sjónvarpið
Landsleikur í fótbolta. Sýndir verða
valdir kaflar úr leik Þjóðverja og Lit-
háa sem fram fór á laugardag.
1.20
Ensku mörkin. Mörkin úr enska
boltanum sýnd.
hvað?hvar?hvenær?
28 29 30 31 1 2 3
MARS
Mánudagur
FÓTBOLTI Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, hefur beðið aðild-
arþjóðir sínar um að tilnefna besta
leikmann þjóðar sinnar undanfar-
inna 50 ára, sem vígður verður í
frægðarhöll sambandsins.
Tilefnið er 50 ára afmæli
UEFA. 52 Evrópuþjóðir eru með-
limir í sambandinu og fá þær að
ráða hvernig þær standa að val-
inu. Síðar á þessu ári verður
einnig komið upp heimasíðu þar
sem almenningur getur valið 50
uppáhaldsleikmenn sína frá hvaða
landi sem er. ■
STAÐAN Í 5. RIÐLI
Lið L S
Skotland 3 7
Þýskaland 3 7
Litháen 4 4
Ísland 3 3
Færeyjar 3 1
■ Fótbolti
■ Fótbolti
Möguleikar Íslands á að komast
áfram eru orðnir litlir eftir tapið
gegn Skotum. Skotar og Þjóð-
verjar berjast um efsta sætið.
50 ára afmæli UEFA:
Heiðurshöll
knattspyrnu-
manna
ZIDANE
Zidane er einn besti fótboltamaður Evrópu
og öruggur um að komast í heiðurshöll
knattspyrnumanna.